Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 46

Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 46
þannig fyrnd aö ekkert er hægt um hana aó vita — það er ekki hægt að gera henni skil með því að kanna hana og ganga á hólm við hana. Við þekkj- um aðeins náttúruna í sveitinni, en af mannlífinu er ekkert eftir nema slitrótt hugboð, sem verður hjá þeim sem talar í kvæöinu hugboð um óhugnað og dauða. „Orfeus & evridís" fjallar hins vegar um merkustu minjar sveitamenningarinnar: ákveðið kliðmjúkt Ijóðmál og yrkisefni, og inn í þaó ryðst sami óhugnaðurinn í mynd dauðahvatar. Ef við lítum nú á stöðu þessara tveggja hliðstæðu kvæða á skífunni — annað er fyrsta kvæðið á eftir inngangskvæöinu og hitt nálægt lokun bakhliðar- innar — verður Ijóst aö þau mynda eins- konar „innri ramma" utan um efnið: þau eru greipt inn í „ytri rammann", sem upphafskvæðið og loka- söngurinn mynda. Mitt í þessari tvöföldu ramma- byggingu eru svo flokkar kvæöa, og er Ijóst að „söguljóðin" þrjú sem eru í röð á baksíðunni á undan „orfeus & evridís" eru einn slíkur flokkur. Tvö fyrstu kvæðin fjalla um Sæmund fróöa og það þriðja um Jón Sigurðsson. Kvæðin tvö um „síra Sæma" vísa að sjálfsögðu til alþekktra þjóðsagna: vitnar Megas í nokkrar þeirra og býr svo sjálfur til alveg nýja þjóösögu, sem er skopstæling á hinum eldri. En önnur kveikja þeirra er kvæði eftir Davíð Stefánsson, sem nefnist „Vinnumaðurinn í Odda" og birtist í Ijóöabókinni „Að norðan" 1936. Vorið 1974 gerði Böðvar Guö- mundsson lag við það og felldi það inn í þrúðuleik- rit, sem hann samdi út frá þjóðsögum, þannig að kaflar úr kvæöinu voru sungnir milli þátta og gengu eins og viðlag gegnum sýninguna. Bæöi Davíó og Böðvar fjölluðu um þjóðsagnapersónuna Sæmund eins og menn þekkja hana, en hver er „síra Sæmi" Megasar? Full ástæða er til að spyrja að því, vegna þess að Megas hefur bæöi haft þann hátt aö yrkja um þekktar sögupersónur og líka uppnefna menn úr samtíðinni sögufrægum nöfnum. Hér á þó hvor- ugt þetta viö. Vitanlega verður ekki um það villst aö síra Sæmi er að nokkru leyti klerkurinn hámenntaði í Odda: hann lærði í Svarta skóla, komst heim á selnum og samdi Sæmundar-Eddu. Þessu til sönnunar yrkir Megas alveg splunkunýja þjóðsögu um síra Sæma. Hún er í anda hinna eldri, og mætti t. d. minna á lýsingu Davíðs á viðskiptum Sæmundar og Kölska: (Sæmundur) „rak hann stundum á gat í grísku golfrönsku og jafnvel djöflaþýzku og mæddi á margan hátt" en sú nýja hlið á Sæma kemur þó fram í þessari þjóðsögustælingu að í samræmi við það hlutverk hans að vera meistari orðsins blekkir hann kölska hér ekki með framandi tungum heldur meö ís- lenskum orðaleik: við gætum jafnvel litið svo á að tvítyngi kölska sé samblöndun hans á ýmsum tungumálum, — en síra Sæmi vill hins vegar vinna afrekin með „tungunni einni" þ. e. íslenskunni! Þrátt fyrir spurninguna um það hvor þeirra félaga hafi ort Eddu bendir þessi saga greinilega til þess aö andinn bak við það verk hafi verið Sæmi sjálfur — en vafalaust hefur hann notiö til þess góðs næðis vegna þess að kölski tók af honum ómakið við búsýsluna og vann „kauplaust" hjá honum sem vinnumaður. Þetta orð er reyndar tekið upp úr kvæði Davíðs, en þar segir: (kölski) „vitnaði aldrei í verkalaunin vissi að mörg er búmannsraunin og kauplaust hjá klerki vann". En jafnframt þessi lifir „síra Sæmi" kvæðisins einnig í nútíöinni: hann er nefnilega enn í Frakk- landi og situr á kaffihúsinu Select á Montparnasse, sem íslendingar í París gerðu aö samkomustað sínum rétt eftir heimsstyrjöldina síðari og hefur verið það löngum síðan, þótt hlutverk þess hafi minnkaö. En nú er ástandið breytt: þótt „síra Sæmi" sé enn við sama nám og fyrr og rýni svo ákaft í rúnir guðspeki og svarta galdurs að sjálft nafnið sé honurn gleymt eins og segir í þjóðsögunum gömlu, er Kölski nefnilega genginn í verkalýðsfélag — nú duga engir prettir á hann lengur og öruggt að hann heimtar fulla borgun fyrir sín störf. Það er reyndar gefið í skyn að þessi stéttvísi kölska muni e. t. v. ekki bæta kjör hans mikið, því að verkalýðs- baráttan hafnar í „stórsóknarfórn" (það orð mun vera innblásið af stjórnmálaumræðum á öndverð- um stjórnarárum Geirs Hallgrímssonar), — en hún hefur þó þær afleiðingar að „síra Sæmi" hefur litla von um að beita kölska við búskapinn í Odda og vinna andleg afrek í skjóli hans. Hann hugsar því til skersins með hrolli, minnist þess að hann lærði í 44 SVART A HVÍTU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.