Austurland - 23.12.1984, Qupperneq 13
JÓLIN 1984.
13
fyrir utan hótelið annar én Ás-
mundur Stefánsson, forseti
ASÍ? Við urðum að sjálfsögðu
hissa að sjá hann þarna, þó að
vísu væri það ánægjulegt.
Þegar við spurðum hann að
því, hvernig á ferðum hans
stæði, fengum við það svar, að
hann væri í boði Verkalýðs-
sambandsins og kæmi þarna við
á leið til Sosi, þar sem hann
myndi dvelja einhvern tíma, en
síðan átti hann að vera á ein-
hverri ráðstefnu ásamt fleirum
í Sovét. Eftir að hafa talast við
smástund, var ákveðið að hittast
á næturklúbbnum um kvöldið.
15. júní var síðasti dagur okkar
Eyjólfs í Tbilisi. Þá fórum við í
heimsókn í Vináttuhúsið með til-
heyrandi ræðuhöldum. Síðan var
farið til borgarstjórans í veislu. Þar
vorum við svo í góðu yfirlæti.
Borgarstjórinn sagði okkur ýmis-
legt frá borginni og uppbyggingu
hennar. Til dæmis gat hann þess,
að 1 Yi milljón rúblna hefði verið
sett í að lagfæra og endurbyggja
gömul hús, ennfremur hefðu verið
lagðar 10 milljónir rúblna í
samgöngukerfi borgarinnar.
Um kvöldið var svo sest inn á
næturbarinn í síðasta skipti að
þessu sinni. En kannski á ég eftir
að koma þama aftur og þá væri
hægt að rifja upp gömul kynni.
Að morgni 16. júní vorum við
snemma á fótum, því að nú var dvöl
okkar á Hótel Ivería lokið. Fjög-
urra daga dvöl í Tbilisi var lokið.
OLfUSAMLAG ÚTVEGSMANNA
NESKAUPSTAÐ
SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNA
NESKAUPSTAÐ
Samvinnufélag útgerðarmanna
og
Olíusamlag útvegsmanna
Neskaupstað © 7133 & 7215
óska félagsmönnum og viðskiptamönnum
gleðilegra jóla
SOÚNg
í Grúsíu og er það starfrækt þar
enn í dag. Klaustrið er kennt við
hina heilögu Nínu, sem dvaldi í
þesu þorpi árin 333 - 338 og
stofnaði klaustrið ásamt 13
munkum og nunnum. Þau kristn-
uðu síðan landið á nokkrum
árum, svo að það var talið alkrist-
ið, þegar Nína dó, árið 338.
Þama er líka að finna næst-
elstu kristskirkju í veröldinni,
en sú elsta mun vera í Armeníu.
Svo ekki hafa nú bévaðir bols-
arnir útrýmt öllu, sem minnir á
kirkju og kristindóm.
Við fengum leyfi prestsins til
að fara inn í kirkjuna og skoða
hana. Á meðan við vomm stödd
þama í kirkjunni, barst til eyrna
okkar söngur, sem virtist koma
að baki okkar. Og mikið rétt,
þama baka til við okkur reynd-
ist vera herbergi. Þaðan kom
söngurinn. Eftir stutta stund
birtist prestur ásamt ungu pari,
sem var með smábam. Þau
höfðu sem sagt verið að láta
skíra. En þarna inn, sem skírt
var, skildist mér, að ekki færi
nema söfnuðurinn.
Eftir að hafa skoðað okkur
um í þorpinu, fórum við aftur á
samyrkjubúið, þar sem biðu
okkar dekkuð borð með alls
konar kræsingum, auðvitað
ásamt nógu að drekka, þó að
vesalingur minn hafi aldrei
kunnað að meta þær guða-
veigar.
Þegar við komum að fordyri
hússins, blöstu við sjónum okkar
stórar myndir af þeim kempum
Lenin og Stalín. Ég get þessa hér,
því að það er ekki algeng sjón nú
til dags, að sjá þeim félögum stillt
upp saman í Sovét.
Við komum í byggðasafn
þorpsins. Þar mátti sjá margar
fornminjar, sem ég kann ekki
nöfnum að nefna. Þarna voru
vopn og verjur aftan úr grárri
forneskju. Það var ekki fyrr en
kom fram á 20. öldina, að mað-
ur fór að berja augum eitthvað,
sem maður kannaðist við.
Meðal annars sá ég þarna
mynd af konu, sem mér fannst
ég kannast við úr bók Gunnars
Benediktssonar, Bóndanum í
Kreml, að væri Katrín Djuga-
svili, móðir Jóseps Djugasvili,
sem síðar fékk nafnið Stalín.
Ég hnippti því í Eyjólf og
sagði: „Blessaður spurðu, hver
þetta sé.“ Hann spurði for-
stöðukonuna að þessu og fékk
þetta svar:
„Þetta er kona, sem þjóð okkar
stendur í mikilli þakkarskuld við. “
Þá vissum við það. Þetta svar
sagði okkur auðvitað mikið
meira en löng ræðuhöld.
Katrín Djugasvili, móðir Stalíns.
Þarna sáum við líka myndir
af fulltrúum á flokksþinginu
1935. Þar mátti kenna þá félaga
Stalín, Molotov og Kalinin.
Eftir að hafa skoðað þetta
merka safn, fórum við í smá-
göngutúr um samyrkjubúið. Þar
mátti víða sjá miða á trjánum
með áletrunum undirrituðum af
J. Stalín. Þetta munu hafa verið
hvatningar til fólks að vinna vel.
Vinnan göfgar manninn o. s. frv.
Þetta fólk hafði ekki gleymt
Stalín og því, sem hann hafði
verið þjóð sinni.
Við kvöddum svo þetta ágæta
fólk og héldum aftur til Tbilisi.
Þegar við komum að hótel-
inu, hver stendur þá ekki þama
Ein af mörgum kirkjum í Grúsíu.