Austurland


Austurland - 23.12.1984, Qupperneq 19

Austurland - 23.12.1984, Qupperneq 19
JÓLIN 1984. 19 Auðveldir hátíðarréttir i i iii i i i n i i i i i i i i ii rf- . t Ur fórum Frímanns Sveinssonar matreiðslumeistara Jólaglögg 1 fl. rauðvín, 1 dl vodka, 2 dl sólberjasaft, 1-2 stk. kanilstangir, 5 stk. negulnaglar, 1 appelsína í sneiðum, 50 g rúsínur, 50 g möndlur. Waldorffsalat 1 meðalstór seljurót, 4-5 epli, valhnetukjarnar, mayonaise, þeyttur rjómi. Seljurótin er afhýdd og skorin í teninga, soðin í saltvatni með sítrónusneiðum í ca. 20 mín. og látin kólna í soðinu, síðan sigtað vel. Eplin afhýdd og skorin í teninga, öllu blandað saman. Mayonaise og þeyttum rjóma hrært út í. Skreytt með val- hnetukjörnum. Öllu blandað saman í potti og hitað. Borið fram með rúsínun- um og möndlunum í glösunum. Amerískt sítrónupaj. Ljósm. Björn Lindberg. Smálúðuflök með sveppafyllingu. Ljósm. Björn Lindberg. Sntálúðuflök með sveppafyllingu (Fyrir 6) 6 smálúðuflök. Soð: Fiskbein, 2 lárviðarlauf 6 hvít piparkorn, 1 laukur, 1 tsk. timian, 2 dl vatn, nokkrar steinseljugreinar, 2 dl hvítvín eða sítrónusafi blandaður með vatni. Fylling: 200 g sveppir, 1 laukur, 2 msk. smjör, salt og pipar. Skraut: 200 g rœkjur. Fiskurinn flakaður og soð soðið af beinunum með krydd- inu. Soðið síað. Sveppir og laukur saxað og látið krauma í smjörinu í 10 - 15 mín. við væg- an hita. Fiskflökunum raðað á bretti og fyllingunni smurt jafnt yfir þau. Fiskflökin lögð saman og þeim raðað í smurt eldfast mót. Dálitlu af soðinu hellt yfir. Lokað með álpappír og soðið í 200°C heitum ofni í 15 mínútur. Fisksoð, rjómi og vín hitað í potti, kryddað og jafnað með smjörbollu. Rækjum raðað á fiskinn og sósunni hellt yfir. Borið fram strax. Grísahryggur fylltur meö farsi (Fyrir 6-8) Þennan rétt má bera fram heitan eða kaldan. IV2 kg nýr svínahryggur, salt og pipar, 100 g hakkað svína- eða kálfakjöt, 50 g skinka, 100 g sveppir, 2 msk. smjör, 1 dl rjómi, 1 msk. hveiti, 1 tsk. salvía, 1 tsk. timian, 1 msk söxuð steinselja, kínversk soja. Kjötið er skorið frá beini eins nálægt og hægt er. Kjötið síðan flegið næstum í tvennt eftir lengdinni. Salti og pipar stráð yfir. Sveppir og skinka saxað og látið krauma í smjöri smástund. Kælt. í hakkið er hrært hveiti, kryddi, rjóma og að síðustu er sveppunum og skinkunni bætt út í. Farsinu smurt jafnt yfir neðri helming kjötsins. Hrygg- urinn lagður saman og fest með kjötprjónum eðatannstönglum. Kjötið lagt á ofnrist, smurt með kínverskri soju sem blönduð er með bræddu smjöri. Salti og pipar stráð yfir. Steikt í 40 mín. við 175°C. Soði dreypt yfir öðru hverju og sósan löguð úr soðinu af steikinni. Steiktur hreindýrahrjggur Amerisk, sftr6„upaj Allar sinar eru skomar af hryggnum og hann snyrtur. Þunnar spiksneiðar eru lagðar ofan á hrygginn sem síðan er vafinn með seglgami (má sleppa). Hryggurinn er krydd- aður með salti, pipar, rósmarín og timian og steiktur í vel heit- um ofni. Gott er að hella soði yfir hrygginn öðru hverju á meðan á steikingu stendur. Þeg- ar hryggurinn er steiktur, er soðið síað og sósan jöfnuð. Bragðbæta má sósuna t. d. með ribsberjahlaupi, sítrónusafa og rjóma. Hryggurinn er framreiddur t. d. með parísarkartöflum, Waldorffsalati, gufusoðnum eplum fylltum með sveskjum, heitum perum og berjahlaupi. Deig: 150 g smjör eða smjörlíki, 3 dl hveiti, 3-4 msk. kalt vatn. Marengs: 4 eggjahvítur, rúmlega 1 dl sykur, 2 tsk. sítrónusafi. Fylling: 4 eggjarauður, 4 msk. maisenamjöl, IV2 dl vatn, 2 dl sykur, rifið hýði af 1 sítrónu, 2 msk. sítrónusafi, 2 tsk. smjör. Smjörið er saxað saman við hveitið með hníf. Vatninu bætt Fylltur grísahryggur með farsi. Ljósm. Björn Lindberg. í og hnoðað jafnt. Látið bíða á köldum stað, síðan flatt út og tertumót (22 cm í þvermál) klætt að innan með deiginu, pikkað í botninn með gaffli og ræma úr álpappír lögð með kantinum svo hann haldist. Bakað við 275°C í 10 mínútur. Vatn, sykur og maisenamjöl er þeytt saman og soðið þar til það þykknar. Látið í heitt vatnsbað og eggjarauðurnar þeyttar sam- an við. Sítrónubörkur rifinn út í og safa og smjöri bætt út í. Þeytt jafnt og látið kólna. Fyll- ingunni smurt á bakaðan tertu- botninn. Eggjahvíturnar stíf- þeyttar og sykrinum hellt smátt og smátt út í, þeytt áfram um stund. Sítrónusafanum dreypt yfir. Marengsinum smurt yfir fyllinguna í mótinu og bakað við 175°C í 8 - 10 mínútur. Borið fram kalt. Jólaöndin steikt á auðveldan hátt Háls, vængir og fætur höggnir af, öndin hreinsuð vel og fyllt með eplum og steinlausum sveskjum. Krydduð með salti og pipar. Bundin upp og steikt í ca. 200°C heitum ofni. Öndina þarf að pensla annað slagið með feit- inni sem af henni drýpur. Önd sem er ca. 2 kg að þyngd þarf að steikja í IVi tíma. Þegar ca. Vi tfmi er eftir af steikingartím- anum er gott að hella safa úr ca. 4 appelsínum og 1 sítrónu yfir öndina. Þegar öndin er steikt er soðið sigtað og feitin fleytt vandlega ofan af. Sósan jöfnuð og út í hana bætt 3 msk. af rifn- um appelsínuberki og 1 msk. af rifnum sítrónuberki. Soðið við hægan hita í ca. 10 mín. Rjóma að endingu bætt út í. Borið fram t. d. með gljáðum gulrótum, sykurbrúnuðum kartöflum og ávaxtasalati. Innbakaður hamborgarhryggur Utan um hrygginn er látið rúgbrauðsdeig sem lagað er úr rúgmjöli, vatni og salti, hnoðað og flatt út svo það verði um 1 cm að þykkt. Hryggurinn er steiktur í ca. 200°C heitum ofni í 1 klst. Þá er lok skorið af deiginu og hryggurinn stráður sykri og gljáður smástund í vel heitum ofni. Að endingu er hryggurinn skorinn í sneiðar og látinn aftur ofan í deigið og lokið yfir. Fram- reiddur með ýmsu grænmeti, frystum piparrótarrjóma, rauð- vínssósu og sykurbrúnuðum kartöflum. Hamborgarhryggur sem er matreiddur á þennan hátt er mjög safaríkur og bragð- góður.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.