Austurland - 23.12.1984, Side 23
JÓLIN 1984.
21
Valgeir Sigurðsson:
Um jólasveina
og fleira fólk
Teikningar eftir Elías Þorstein Elíasson, 9 ára
Viðlag:
sést á reiki einn og einn
um sig mjór og beinn sem teinn
angalangur
uppábúinn jólasveinn.
Hér er kominn einhver einn
agnarlítill jólasveinn
eða bara
er það kannski ekki neinn?
Sést á reiki . . .
Hingað saman töltu tveir,
toginleitir voru þeir.
Um þá jóla-
sveina ekki segist meir.
Sést á reiki . . .
Úti sá ég þramma þrjá.
Það er víst þeir fóru hjá.
Tandurhreinir
ekki virtust til að sjá.
Sést á reiki . . .
Fjórir saman fara veg,
fylking sú er grunsamleg.
Eitt er víst að
þar er hvorki þú né ég.
Sést á reiki . . .
Jólasveinaflokkur fer.
Fimm þeir eru sýnist mér
sveinamir í
flokknum þeim og flýta sér.
(Ort við lag eftir Gylfa Gunn-
arsson, en það lag var áður not-
að í eins konar óperu, sem búin
var til fyrir skólakrakkana á
Seyðisfirði einu sinni).
•ír
Lag: Ef þú giftist mér.
Getur nokkur gefið mér
grautarsleikju, brauð og smér?
Já, j á, greyið, j æj a bara greyið,
éttu á þig gat.
Gæti ég fengið skyr í skál,
skjöld af tólg og súrsað kál?
Já, já, greyið o. s. frv.
Ég gæti þegið á jólunum
jólaköku með rúsínum.
Já, já, greyið o. s. frv.
Ég gæti borðað heilan hest
af hangikjöti, því það er best.
Já, já, greyið o. s. frv.
Pott með skófum ég panta’að fá
og pönnukökur með sykri á.
Já, já, greyið o. s. frv.
Hún mamma ykkar eflaust sauð
alltof mikið laufabrauð.
Já, já, greyið o. s. frv.
Aldrei saddur ég orðið get,
alveg sama hvað ég ét.
Já, j á, greyið, j æj a bara greyið,
éttu á þig gat.
☆
Lag: Sagan af okkur Stínu
(sungið af Þokkabót).
Það var nokkuð sem ég sá
sigla fyrir Borgartá,
sú var ekki siglan há
og seglið furðulítið.
Þeirri skel var eitthvað á
afskaplega skrýtið.
Þar var úti úfinn sjór,
ekki sá ég, hvert hann fór,
enda koppurinn ekki stór,
sem aldan bar að landi.
En eflaust lenti unnarjór
uppi á fjörusandi.
Þeirri skel var einhver á
undarlegur til að sjá.
Talið gat ég tvo og þrjá
og talsvert miklu fleiri.
En hitt er víst ég seinna sá
segl hjá Vestdalseyri.
Næstu daga einn og einn
á ýmsum tímum jólasveinn
þegjandi alveg eins og steinn
arkaði gegnum bæinn.
En á hann rakst víst aldrei neinn,
allra síst á daginn.
En þeir glettast ýmsa við
og þeir halda fornum sið,
kroppa bæði í kjöt og svið,
af kertum hafa þeir gaman.
Og líklega helst um lágnættið
þeir leika sér margir saman.
Aldrei heyrist í þeim vein
og ekki neinum gera þeir mein
og eftirsjá er ekki nein
í því sem þeir taka.
Þó að hrökkvi ein og ein
ofan í þá kaka.
Þegar kemur þrettándinn,
þá kemur flótti í mannskapinn.
í fjörunni bíður báturinn,
sem ber þá senn frá landi.
Jæja þá í þetta sinn,
þeirra leysist vandi.
Koppinn þann má seinna sjá
sigla fyrir Borgartá,
sú er ekki siglan há
og seglið furðulítið.
Þeirri skel er eitthvað á
afskaplega skrýtið.
☆
Jólasnjór og jólagleði,
jólatilfinning,
upplyfting í glöðu geði,
gleði allt um kring,
þegar allt er allavega
öðruvísi en venjulega.
Jólasnjór og jólagleði,
jólatilfinning.
og
Jólagjafir löngun leiða,
létta undir brá,
festa hugann, freista, seiða,
fanga marga þrá.
Hugsa um og horfa á,
hlakka til og vilja fá.
Jólagjafir löngun leiða,
létta undir brá.
en
Jólafrí og jólamatur,
jólaplötulag,
liggja í sínu fleti flatur
fram á miðjan dag.
Fá sér ábót enn á ný,
ekkert gera hlé á því.
Jólafrí og jólamatur,
jólaplötulag.
heldur
Jólaföt og jólasokkar,
jólaskap á brá.
Glóa í kertaljósi lokkar
litlum kolli á.
Allt er hreint og allt er þvegið,
allt er nýjum ljóma slegið.
Jólaföt og jólasokkar,
jólaskap á brá.
því
Frelsarinn hann fæddist núna,
frelsari þinn og minn.
Frelsarinn jötu finnur búna,
fyrsta bústað sinn,
situr í kjöltu sæll og ungur,
sinnar móður hvítvoðungur.
Frelsarinn hann fæddist núna,
frelsari þinn og minn.
(Flutt á jólatónleikum í Seyð-
isfjarðarkirkju).
Lag: Komdu niður, kvað hún amma.
Ég á fjölda bræðra, mikil ósköp, eina tólf,
og oftastnær þeir sofa bara eða labba um gólf.
En þegar gamla mútta verður reglulega reið
og reiðir vöndinn, þá er best að flýja stystu leið.
Einhvers staðar uppi á fjöllum
er svo fullt af skrýtnum köllum.
Jólasveinar, jólasveinar, jólasvéinar heita þeir.
Þegar kemur desember, þá dröttumst við af stað
og dólum niður hlíðarnar og ef þið vissuð það,
að nefið á mér helst vill fara, þangað sem eldað er.
Svo elti ég bara nefið á mér, hvert svo sem það fer.
Einhvers staðar uppi á fjöllum . . .
Þarna uppi á fjöllunum er feikilega kalt,
og fannirnar svo stórar að þær ná bara yfir allt,
og þá er gott að hafa bæði húfu og vettlinga,
á heiðum uppi, það er ekkert fyrir kettlinga.
Einhvers staðar uppi á fjöllum . . .
Þegar ég til manna kem, er matarlyktin sterk
og maginn alveg galtómur, þá fé ég bara verk,
þá beint í eldhúsið ég snarast bita að fá mér strax,
já, blessað hangikjötið eða svið og reyktan lax.
Einhvers staðar uppi á fjöllum . . .
Sumir verða hræddir, ef þeir sjá mig, ekki þið,
og svona börn er afskaplega gott að tala við.
En hvernig á því staðið getur, enn ég ekki skil,
að allur þessi krakkafjöldi skuli vera til.
Einhvers staðar uppi á fjöllum
er svo fullt af skrýtnum köllum.
Jólasveinar, jólasveinar, jólasveinar heita þeir.