Austurland - 23.12.1984, Síða 33
JÓLIN 1984.
31
hausaði hann, þar til hausinga-
tréð var komið á kaf í fiski, því
að hann var nú svona gerður,
mátti helst ekkert aumt sjá.
Beitumennimir á Eldfjallinu
lækkuðu í loftinu, vegna þess að
þeir hærri voru settir í aðgerðina
og jafnvel urðu þeir svo litlir,
að það þurfti að lána þeim kassa
til að standa á, svo að þeir næðu
upp í stampinn.
Allt gekk þetta einhvern
veginn, og enginn nefndi barna-
vinnu og unglingaþrælkun. f>á
var heldur ekki hálffullorðnu
fólki stillt upp á kommóðu við
hliðina á postulínshundum
húsmóðurinnar og ef sextán til
seytján ára slöttólfar, sem aldrei
hafa drepið hendi í kalt vatn
verða að lokum meiri og betri
menn heldur en þeir, sem ekki
náðu upp í stampana af Eldfjall-
inu, já, þá er vel.
Hún flaug fiskisagan og það
fór að tínast til fjarðarins einn
og einn bátur frá næstu fjörðum.
f>eir áttu að sínu leyti verri að-
búnað, þar sem þeir höfðu enga
aðstöðu í landi, en þetta herti á
sókn heimamanna við að reyna
að ná sem mestu í sinn hlut.
Við á Eldfjallinu sóttum sjó-
inn af kappi. Hvorki þreyta,
vosbúð né svefnleysi gat hamlað
því. Sjómenn hafa svo sem nóg-
an svefn, en ekki alltaf, þegar
þeir þurfa hans helst með. Við
reyndum að luma að formannin-
um einum og einum klukku-
tíma. Ekki af neinni vorkunn-
semi, heldur til þess að hann
yrði ekki svo ruglaður af svefn-
leysi, að hann álpaðist út fyrir
fiskinn. Alltaf færðist fiskigang-
an nær og nær, og loksins var
hún eins og veggur í fjarðar.
mynninu. Hver fleyta hvort sem
hún var stór eða smá, dró til sín
góðan feng og hvern morgun var
hrundið úr vör hverjum árabát,
sem fyrirfannst á firðinum,
nema einum.
Bátur. Jóns í Vör stóð í fjör-
unni. Tveggja manna far, hvítt
með bikaðan botn og græna há-
stokka, í góðri hirðu.
En svo var það einn morgun,
að Jón stóðst ekki mátið lengur
og báru þeir bræður veiðarfæri
sín til skips og hrundu til sjávar,
héldu í fiskiróður og segir ekki
af ferðum þeirra, fyrr en þeir
fóru að nálgast miðin. Rennur
þá fram úr þeim tveggja manna
far, fullmannað og knúið áfram
af þeim veiðiákafa, sem lét þá
Jón ósnortna með öllu. í því bar
að einn af aðkomubátunum og
hafði sá reikula stefnu. Fór hann
fram úr skammt frá þeim og sáu
þeir, að enginn var við stýrið,
og brá kynlega við, hvað slíkt
draugaskip væri að gera um há-
bjartan dag. Það skipti engum
togum, að hann rann aftan á
þann, sem á undan fór, og
hvolfdi honum. Komst háseti á
kjöl og náðu þeir honum, en
formaðurinn hvarf í djúpið. Nú
bar þá Jón að, fleygði Jón árun-
um og seildist ofan í sjóinn og
náði í hár manninum, er hann
var að sökkva í þriðja skipti, og
fékk borgið honum upp í
bátinn. Var hann meðvitundar-
lítill og hafði drukkið sjó. Reru
þeir með hann til næsta bæjar
og skildu við hann í góðra
manna höndum, og héldu síðan
áfram til fiskimiðanna.
Jón lenti í Vör um kvöldið.
Eitthvað höfðu þeir fengið af
fiski. Þeir settu bát sinn og
gengu sem tryggilegast frá öllu.
Vafalítið tel ég, að eitthvað hafi
þeir verið til sjós á sínum yngri
árum, en ekki vissi ég til, að þeir
færu á sjó eftir þetta, og má
telja þetta velheppnaðan loka-
róður, ef svo hefir verið, því að
eitt mannslíf getur verið margra
fiska virði, ef allt er talið.
Nú fór fiskurinn að haga sér
öðruvísi. Loðnutorfurnar voru
gripnar af einhverri ókyrrð og
ævintýralöngun og syntu nú
hring eftir hring úti í dýpinu.
Fiskurinn elti og það var eins og
skylli á stormbylur, þegar mað-
ur lenti í honum. Það hveraði
af loðnu, fiski og fugli. En svo
var það eina nóttina, að útþráin
greip loðnuna föstum tökum.
Morguninn eftir var hún farin
og fiskurinn líka. Fuglinn elti,
svo að eftir sátu bara nokkrir
vanafastir múkkar, sem áttu
heima í nálægum fuglabjörgum.
Við lentum aldrei í honum
um daginn og komum að landi
um kvöldið með lítinn afla.
Fiskurinn var genginn af, og nú
sigraði svefninn. Allur fjörður-
inn svaf og menn sváfu og sváfu,
nema einstaka gamalmenni,
sem hætt var að fylgjast með og
undraðist nú þennan svefn í
fólkinu. - Já, það var öðruvísi
í mínu ungdæmi. - Á sveitabýl-
unum stóð fénaðurinn málþola
fram eftir degi. Það vaknaði
enginn, en svo fóru menn að
vakna og taka til við hin daglegu
störf, sem setið höfðu á hakan-
um. Presturinn fór að messa á
sunnudögum og kennararnir
hjúpuðu sig aftur með þessum
menntunarblæ, sem gerir þá svo
auðþekkta frá öðru fólki. Allar
daglegar venjur komust í sitt
gamla horf, og það voru af-
þreyttir og vel útsofnir menn,
sem hófu nú róðra að nýju á
Eldfjallinu.
Nú voru rólegir dagar, því að
fiskigangan mikla var farin hjá.
En svo fór fiskurinn að síga á
miðin aftur og varð þolanlegur
reytingur. En verðáttan hafði
ekkert breyst. Það var norðaust-
an illhryssingur og annað slagið
þeytti hann krapaéljum inn yfir
grátt og vetrarlegt landið. Við
vorum orðnir langeygðir eftir
vorinu og okkur varð tíðlitið í
suður, en hafið var kuldalegt
svo langt sem sást.
Svo var það einn morguninn,
þegar við komum á sjóinn, að
hann var búinn að snúa sér á
áttinni. Ennþá var hann jafn
kaldur, en samt fannst mér ein-
hver seiðandi ilmur berast til
mín með þessum vindi sunnan
úr hafinu og hann fyllti mig ein-
hverjum óróleika, sem ég gat
ekki almennilega gert mér grein
fyrir. Við áttum nokkra stampa
ódregna, þá varð mér litið til
hafsins og ég sá fannhvítt blik-
andi segl við hafsbrún. Nú, eins
og stundum áður var þetta fyrsti
vorboðinn. Við urðum
hraðhentir við dráttinn og þegar
við drógum síðasta bjóðið,
sigldi hún framhjá í þéttings
vindi, með hvert segl við hún.
Já, hún var sannarlega tignarleg
og þegar við tókum endabauj-
una, flaug yfir okkur grágæsa-
hópur í oddaflugi og stefndi á
heiðarnar. Já, vorið var sannar-
lega að koma með sól og sunn-
anvind, Fransmenn, farfugla og
ævintýr. Við héldum heimleiðis.
Franska skútan var drjúgan spöl
á undan okkur. Hún tók nauð-
beit fyrir skershalann og fékk
svo liðugan vind. Róleg og tígu-
leg risti hún fjörðinn, og hún
notaði síðustu dagsbirtuna og
síðustu goluköstin utan af firð-
inum til að leggjast við bryggj-
una. Hún felldi seglin eins og
þreyttur farfugl, sem leggur
saman vængi sína á fjarlægri
strönd.
Morguninn eftir var logn á
firðinum en sjáanlega stormur
til hafsins. Formaðurinn sagðist
ekki róa. Ekki er mér samt
grunlaust, að úrslitum hafi vald-
ið löngun okkar allra í franskt
koníak, og voru nú margir á
vakki á bryggjunni og mændu
vonaraugum á þá frönsku, þeg-
ar þeir fóru að tínast á fætur.
En nú brá svo við, að þeir vildu
engin viðskipti. Það var sama,
hvað þeim var boðið. Þeir hristu
bara höfuðið og horfðu flótta-
lega í allar áttir. Svo kom kons-
úllinn og gekk í káetu með skip-
stjóra og stýrimanni og varð það
löng ráðstefna. Síðan var kallað
á formanninn á Eldfjallinu.
Menn litu spyrjandi hver á ann-
an. Hvað var eiginlega á seyði?
Það leið langur tími, en að
lokum kom formaðurinn og
hafði auðsjáanlega fengið eitt-
hvað í gogginn og nú upplýstist
málið. Þeir voru hræddir, skút-
an var fúin og lek og það var nú
svona með Fransmenn, ef eitt-
hvað var að, þá greip þá einhver
múgsefjun og allt varð ómögu-
legt. Þeir voru búnir að dæma
skútuna ónýta. Þeir höfðu látið
snemma úr höfn í Frakklandi,
siglt hraðbyri til íslands og ekki
haft neina viðdvöl á fiskimiðum.
Nú voru þeir hér, en þeir voru
ekki nægilega miklir menn til
þess að dæma skútuna sína ó-
nýta og jafnvel konsúllinn, sem
stóð þarna á tali við skipstjór-
ann, var það ekki heldur. Nei,
hún þurfti að fara norður á Síl-
isfjörð, og þar átti aðalkonsúll
Frakka á íslandi að dæma hróið
og svo mundi henni verða lagt
við festar og þeir mundu liggja
í henni, þar til ferð félli áleiðis
til Frakklands, og mundu koma
heim slippir og snauðir eftir
gróðalitla ferð. Nei, það var
engin ástæða til þess, að þeir
færu að kaupa sjóvettlinga hér
uppi á íslandi.
Við gengum með formannin-
um í beituskúrinn, og þar sagði
hann okkur endinn: Frans-
mennirnir þorðu ekki norður
nema með því eina móti, að við
færum með þeim á Eldfjallinu
þeim til aðstoðar og til að draga
þá upp úr sjónum, ef skútan
sykki. Svo spurði hann okkur,
hvort við vildum fara. Við
þögðum, þar til ég lét í ljós hugs-
anir okkar allra og spurði, hvort
ætlast væri til, að við færum al-
veg þurrbrjósta í þetta ferðalag.
Formaðurinn hló og tók úr vas-
anum fulla koníaksflösku, tók
úr henni tappann og sagði okkur
að gera svo vel. Ekkert var nú
lengur til fyrirstöðu frá okkar
hálfu, og gott var koníakið.
Sagðist hann nú fara til frú
Jakobson, því að nú var Jakob-
son úti í Færeyjum, og heyra álit
hennar á málinu og kom aftur
með þau svör að ef við gætum
farið í dag, léti hún bátinn falan
fyrir peningaupphæð, er jafn-
gilda mundi góðum róðri, og
játti konsúllinn því.
Var nú farið að búa sig til
ferðar og varð úr, að við höfðum
þá aftan í, að minnsta kosti til
að byrja með. Var nú gengið
frá sleftógi og bundið sem
rammlegast. Já, eitthvað var
hún farin að leka, í það minnsta
koníaki. Það var orðið áliðið
dags, er við lögðum af stað og
átta Fransmenn. Þeir yngstu
voru reknir um borð í Eldfjallið
annaðhvort vegna þess, að þeir
þóttu of ungir til að taka þátt í
mannraunum á sökkvandi skútu
eða vegna þess, að það var ekk-
ert gagn í þeim. Þeir voru fyrir
okkur og stóðu þarna á dekkinu
álfalegir á svipinn og kunnu ekki
einu sinni Fáskrúðsfjarðar-
frönskuna, sem bæði Frans-
menn og íslendingar töluðu eins
og innfæddir. En ef einhver tal-
aði háskólafrönsku, þá skildu
hvorki Fjörðungar né Frans-
menn.
Nú var haldið út fjörðinn með
Fransmenn í eftirdragi og bærð-
ist varla hár á höfði, því að
suðurfjöllin skýldu firðinum fyr-
ir storminum, sem var fyrir
utan. Samt fóru þeir frönsku að
tína upp seglin og sungu við
raust og brátt var hvert segl uppi
og slettist til, eftir því sem skút-
an valt á bárunni. Franski skip-
stjórinn stóð í stafni og blístraði
og glotti. Hann mundi víst ekki
þurfa að blístra lengi, hann
mundi víst fá nógan byr og svo
fóru suðurfjöllin að sleppa taki
sínu á vindinum. Hann fór að
koma í gusum niður á sjóinn og
skútan varð eins og óþægur
hestur í taumi, sem varð því létt-
ari sem vindurinn jókst óg í
fjarðarmynninu skall stormur-
inn á okkur. Þá höfðum við ekk-
ert að gera í kappsiglingu við þá
frönsku og brátt gnæfði hún yfir
okkur, brjóstamikil, með rá og
reiða. Við Finnur fórum að
leysa sleftógið, en þá komu þeir
frönsku og bönnuðu það alger-
lega og lenti þarna í hálfgerðum
stimpingum. Þvældist nú hver
fyrir öðrum, en franska skútan
sigldi fram hjá okkur með drjúg-
um skrið og brátt mundi hún
kippa í taugina og snúa Eldfjall-
inu við, hvað svo, sem fleira
gerðist.
Á síðustu stundu kom for-
maðurinn út úr stýrishúsinu
með reidda öxi og hrukku þá
allir undan. Hann hjó í sundur
tógið um leið og strekkti á því
og sat djúpt axarfarið eftir í
borðstokknum. Já, það var
sannkallað fransmannahögg og
þeir frönsku sigldu til hafs og
hurfu sjónum okkar í rökkrinu.
Endinn á sleftrossunni skoppaði
léttilega í kjölfarinu. Við urðum
dálítið skrýtnir á svipinn, eins
og fylgdarmenn verða, þegar
þeir eru búnir að týna þeim, sem
þeir eru að fylgja, en við vorum
ekki búnir að týna þeim öllum.
Þegar höggvið var á kaðalinn,
fórnuðu þeir höndum og buldr-
uðu eitthvað á sínu óskiljanlega
máli. En þá fór nú heldur betur
að gefa á bátinn og heyktust þeir
niður í sjóslabbið vonleysislegir
á svipinn, búnir að gefa frá sér
alla sjálfsbjargarviðleitni, eins
og fénaður, sem fluttur er í út-
eyjar. Við drifum í því að koma
þeim í lúkarinn, en lúkarinn á
Eldfjallinu var ekki smíðaður
fyrir þennan hóp. Nei, hann var
smíðaður fyrir fáa fiskimenn,
sem kunnu að láta fara lítið fyrir
sér og gerðist nú þröngt á þingi.
Urðum við að troða tveimur á
bak við stigann og nú fór sjó-
veikin að ásækja þá fyrir alvöru.
Einkum varð mér starsýnt á
annan þeirra, sem var á bak við
stigann. Hann kófsvitnaði og
skalf við og yfir andlit hans liðu
gular og grænar bylgjur, þar sem
það gægðist á milli stigariml-
anna. Við forðuðum okkur upp
og fólum þá guðum þeirra á
vald.
Ekkert höfðum við orðið var-
ir við frönsku skútuna síðan hún
hvarf í myrkrið. Hún var sjálf-
sagt komin þangað sem regn-
boginn endar. En hvað um það,
þeir sem voru í lúkarnum,
þurftu þó að komast á sinn
áfangastað, og svölkuðum við
því austur með landinu um nótt-
ina í stórsjó og náttmyrkri.
í birtingu vorum við komnir
að mynni Sílisfjarðar og virtist
þá veðrið harðna að mun. En
það var nú ekki, heldur sáum 0