Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 6

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 6
piltum. Um Ingunni þessa segir, að hún „vann hannyrðir með heilagra manna sögum, kynnandi mönnum guðs dýrð eigi aðeins með orðum munnsins heldur og með verkum handanna". Ekkert mun nú til af slíkum klæðum frá tíma Ingunnarj þ. e. frá fyrri hluta 12. aldar, en víst er um það, að mikil hefð hefur skapazt um þetta leyti í kirkjulegum hannyrðum, að minnsta kosti norðan lands. Það er athyglisvert, að svo að segja öll altarisklæðin sem okkur hafa geymzt frá mið- öldum, eiga heimkynni sín á svæðinu milli Mý- vatns og Skagafjarðarvatna: eitt er frá Reykjahlíð við Mývatn, annað frá Grenjaðarstað, þriðja frá Draflastöðum í Fnjóskadal, fjórða frá Svalbarða við Eyjafjörð, fimmta frá Hrafnagili og sjötta frá Hólum í Hjaltadal. Rómönsku klæðin eiga það öll sammerkt, að hin einstöku atriði myndsögunnar eru felld í hringramma, en hringreiturinn verður mikið eftirlæti rómanska stílsins hér á landi, og má segja að íslenzkir listamenn nái óvenjulegri leikni í því að hæfa myndir sínar og skraut við þetta erfiða form. Skurðreitirnir á Valþjófsstað- arhurðinni og hringreitir Maríuklæðisins frá Reykjahlíð og refilsins frá Hvammi í Dölum eru þar sígild dæmi. Af máldögum má ennfremur ráða að líkneskju- smíð hafi verið mjög útbreidd listgrein, enda áttu margar kirkjurnar milli tíu og tuttugu líkneski heilagra manna, þótt mörg þeirra hafi að sjálf- sögðu verið keypt erlendis frá. Um þetta efni er til mjög merkileg heimild þar sem er bréf eitt í handritinu númer 194 8vo í Árnasafni, uppruna- lega frá 12. öld. Skrifar þar munkur nokkur öðr- um klausturbróður, Magnúsi að nafni, og er bréf- ið nákvæm leiðbeining um líkneskjugerð, málun þeirra og gyllingu. Úr því kemur fram yfir 1200 fer leifð okkar af ís- lenzkum listaverkum að verða mun fjölskrúðugri, því nú bætast myndirnar í handritunum við. Ein- ar hinar elztu og merkustu frá rómönskum tfma eru myndir hins svonefnda Physiologus (673 Á, 4to í safni Árna Magnússonar) frá því um 1200 eða svo. Bók þessi er einskonar siðspekileg náttúru- fræði, raunar tvö misgömul brot, rituð á íslenzku og alskreytt myndum til skýringar. Myndirnar í yngra brotinu eru dregnar af mjög miklum hag- leik og bera á sér nokkurt klassiskt svipmót, sem bendir til enskra áhrifa, eins og svo margt annað í íslenzkri list þessa tíma. Önnur bók er og í Árnasafni, nokkru yngri, — það er brot af Róm- verjasögum nr. 595 a—b í fjórðungsbroti, — sem virðist eiga samband við stíl Winchesterbiblíunn- ar, en myndskreytingar hennar eru meðal merk- ustu myndlistarverka Englendinga á 12. öld. Þeg- ar gætt er að tengslum íslenzku kirkjunnar út á við um þetta leyti, einkum biskupsstólsins í Skál- holti og Ágústínusarklaustranna sunnan lands, verða ensku áhrifin á íslenzka myndlist mjög vel skiljanleg. Til dæmis sækja báðir þeir Þorlákur biskup Þórhallsson og Páll Jónsson til náms í Englandi, og ekki er ósennilegt að dómkirkjan í Lincoln hafi verið ein höfuðmiðstöð Ágústínus- arreglunnar á þjóðveldisöld. Sum þessara ensk- 4 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.