Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 49

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 49
Á síðustu árum hefur sovézk kvikmyndalist tekið sig mjög á og framleitt nýstárleg og athyglisverð verk eins og „Örlög manns“ eftir Bondartsjúk, „Heiður himinn" og „Kvæðið um hermanninn" eftir Tsjúkræ. í þættinum um Sostakovits er getið tilskipunar Zdanoffs frá 10. febrúar 1948 um tónlist. Tilefni hennar var ópera eftir grúsíska tónskáld- ið Múradelí: „Hin mikla vinátta", sem Stóra leikhúsið i Moskvu hafði kostað 600 þúsund rúblum til að koma á svið. Tilskipunin for- dæmdi óperuna sem brot á hinu sósíalistíska raunsæi, enda væri hún og óþjóðleg. Algert mis- ræmi væri milli forms og innihalds, hljómsveitin hefði t. d. í frammi hávaða, þegar Ijóðræn atriði væru á sviðinu, og væri hávaði þessi oft á tíðum módernistískur. Tilskipunin mælti svo fyrir, að tónskáld skyldu skrifa samkvæmt reglum rúss- neskrar sígildrar tónlistar, tónlist þeirra eigi að vera innihaldsrík og í listrænu formi, hún eigi að vera raunsæ og byggð á alþýðlegum sönglög- um, cigi að vera einfökl og auðskilin: í tilskip- uninni var mestu tónskáldum Sovétríkjanna, Sos- lakovits, Prokoféff, Khatsatúrjan o. fl. úthúðað fyrir andþjóðlegan formalisma. í ræðu, sem Zdanoff flutti á ráðstefnu tónlistar- manna, í tilefni af tilskipuninni tilkynnti hann, að svipta bæri þessa niðurbrjótendur listarinnar öllum áhrifum á mál Tónskáldasambandsins, enda höfðu þeir gert sig seka um dálæti á „sam- tíma burgeisatónlist Vestursins, úrkynjunartón- listinni" (Zdanoff, 1950, bls. 61), um dálæti á mis- hljómum, þeir höfðu vanrækt þjóðlega tónlist og lýsitónlist, þeir höfðu lítilsvirt laglínuna og lagt áherzlu á hljóðfall, vanrækt sönglög en lagt sig ranglega eftir textalausri hljóðfæratónlist, gert sig seka um nýjabrum og limlest þannig tónlist- ina, afneitað henni. Og samt hafði ríkisstjórnin sæmt marga þessa menn Stalínverðlaunum. Þeir höfðu þannig fengið „verulega fyrirfram- greiðslu", sagði Zdanoff, en einmitt til þess þeir veldu hinn rétta veg. Von var því, að Zdanoff hneykslaðist, er þeir kusu hinn ranga veginn. (Zdanoff, 1950, 73.) „Miðstjórn bolsivikka krefst fagurrar og glæsi- legrar tónlistar," sagði Zdanoff (bls. 68). Hann krafðist líka „fagurrar og glæsilegrar" myndlist- ar, og stofnaði árið 1947 Myndlistarakademíu til að vaka yfir „sósíalistískum realisma" á sviði þeirrar listgreinar og til að berjast gegn formal- isma, natúralisma og öðrum burgeisaismum. í reiðilestri sínum yfir tónskáldum stærði Zdan- off sig af því að hafa „útrýmt útrýmendum mál- aralistarinnar" (bls. 65). En það er svipað með þessa „útrýmendur málaralistarinnar“ eins og Krist forðum: Hinn myrti reis upp frá dauðum — en það gerði Pílatus ekki. 6. Hldkan Við andlát Stalíns, 5. marz 1953, var sem fargi væri af létt. Georgi Malénkoff, sem tók við for- sætisráðherraembætti, var á margan hátt gáfaður maður og virtist ekki slíkt hörkutól sem fyrir- rennari hans, Malénkoff hafði að vísu tekið það BIRTINGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.