Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 5

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 5
hafði þegar búið um sig í landinu, er megin- straumar suðrænnar, kirkjulegrar listar tóku að sækja á. Hefð þessi hefur verið svo vel grund- völluð, að hún megnaði fyllilega að umbreyta hinum erlendu áhrifum og steypa þau í íslenzkt mót. Rómanski stíllinn myndaðist af samruna suð- rænna klassisk-býzanskra áhrifa, sem bárust hing- að norðureftir, aðallega um Frakkland og Eng- land, og þeirrar norrænu listhefðar sem fyrir var. Fyrst í stað berast áhrif þessi með innfluttum kirkjugripum, og má sjá það af Kristnisögu og fleiri heimildum, að oddvitar liins nýja siðar höfðu með sér slíka gripi, róðukrossa og reykelsis- ker. Þegar lengra líður, verða hinar miklu list- iðnaðarborgir Dinant og Limoges mjög áhrifa- drjúgar á norræna kirkjulist, hin síðarnefnda vegna smeltra gripa, sem við eigum enn nokkra. Smám saman taka íslenzkir listamenn þó að smíða gripina sjálfir, — þeir hafa hina aðfluttu muni að fyrirmyndum, en móta smíð slna æ meir eigin smekk. Á 12. öldinni eru íslenzku sér- kennin orðin svo sterk, til dæmis á kaleiíkun- um, að ekki verður á þeim villzt. Þegar smfða á skrínið mikla og dýra yfir helga dóma Þorláks Þórhallssonar biskups, þykir ekkert sjálfsagðara en fá til þess íslenzkan mann, Þorstein skrínsmið, og hinum sama er jafnframt trúað fyrir því að gera mikla brík yfir háaltari Skálholtsdómkirkju. Annar listamaður f þjónustu Páls Jónssonar, Margrét hin haga, smíðar gersemar úr rostungs- tönn, sem m. a. eru gefnar erlendum biskupum. En það er ekki aðeins á sviði kirkjugripa, held- ur og hinnar kirkjulegu myndlistar, sem íslenzkir listamenn fara nú að láta til sín taka. Páll biskup lætur reisa stöpul við kir.kjuna í Skálholti og kap- ellu uppi í stöplinum, sem hann helgar Þorláki fyrirrennara sínum. Síðan lætur hann Atla prest skrifara sinn penta hann innan myndum, allt ræfur og svo bjórinn, en tjalda allan hinn neðra, vel og fagurlega, eins og segir í sögu Páls, sem telja verður góða heimild, svo sem sannaðist á- joreifanlega við uppgröftinn í Skálholti á árun- um, er steinþró Páls kom í ljós. Skrifarar hafa einnig haft jrann starfa að myndskreyta bækur, og er jrví ekki óeðlilegt að Atli veldist til þessa verks. Af máldögum má ráða, að margar kirkjur hafi brátt gengið hér eftir, og sennilega hafa jrær höf- uðkirkjur verið fáar á landinu, sem ekki voru annaðhvort skreyttar innan máluðum myndum eða tjaldaðar saumuðum eða steindum klæðum, nema hvorttveggja væri. Hefur þannig hin forna hefð, að mála eða tjalda innan skálana, færzt yfir á kirkjuhúsin og um leið tekið á sig nýjan blæ, bæði hvað snerti myndefni og stíl. Hannyrðirnar hafa einnig breytzt á sömu leið. Nú saumuðu konur ekki lengur á refla sína „rekka búna, hjördrótt, hjálmdrótt, hilmis fylgju“, eins og Guðrún Gjúkadóttir forðum, heldur sögu Maríu meyjar og heilagra manna. í Jóns sögu Ögmundssonar segir frá Ingunni Arn- órsdóttur sem var í Hólaskóla og svo var vel latínulærð að hún rétti latínubækur og kenndi BIRTINGUR 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.