Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 56

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 56
inu komu vandamál lista til umræðu. Úr hinum háa ræðustól flokksþingsins töluðu mennta- og listamálaráðherra Fúrtseva, rithöfundarnir Solo- koff, Tvardofskí', Gribatsoff, Kotsétoff, svo og Joganson, forseti Myndlistarakademiunnar. Einna eindregnastur í gagnrýni sinni á ríkjandi ástand var hinn frægi rithöfundur, Mikaíl Solo- koff. Menntamálaráðherrann, Fúrtseva, hafði stært sig mjög af þvf, að næstum öll leikrit í leikhúsum landsins væru eftir sovézka höfunda. Árið 1961 hefðu 780 af 1114 leikritum, eða 70%, verið helg- uð samtíma efni, þ. e. baráttu Kommúnista- flokksins fyrir kommúnisma. Solokoff færði sér í nyt þetta atriði í ræðu frúarinnar til að láta í ljós afstöðu sína í garð nútima sovézkra bók- mennta. Flann sagði: „Ég er ekki ráðherra og gersamlega laus við diplómatiska hæfileika, og þessvegna langar mig til þess að tala hreint og beint við Ékaterínu Alexéévnu (Fúrtsevu), Nú, jæja, þér sögðuð, að af 1114 sovézkum leikritum, sem nú væru á sviði í sovézkum leikhúsum, væru 780 helguð efni úr samtímanum. Þér reiknuðuð út prósentur, það voru víst einhver 70 prósent. En mig langar til að spyrja: Hversu mörgum prósentum af þessum sjötuíu prósentum mun takast að halda velli á sviði leikhúsanna? Við skulum láta þessi prósent eiga sig og telja í raun- verulegum tölum. Guð gefi að af þessum 780 verði eftir tveir til þrir tugir, ef það verður þá ekki minna (Klapp). Og önnur spurning: Hversu mörg af þessum tveimur eða þremur tugum verða áhorfendum eftirminnileg? Ég segi engin há- stemmd orð um að þau eigi að verða þeim ó- gleymanleg, heldur aðeins leikrit, sem koma á- horfandanum til þess að hugsa sig um. Þau verða langt um færri! Og leirburður leikritaskáldanna uppsker einnig slæma áhorfendur. í því er mesta ólánið. ... Svipað er ástandið einnig í prósa- skáldskap." (Pravda, 25.X.1961.) Rækilegri útreið gátu sovézkar bókmenntir varla fengið. Minnast má orða Zdanoffs: „Vöxtur (sov- ézkra bókmennta) er tákn um velgengni hins sós- ialistíska þjóðskipulags." Solokoff fer hinum ágætustu orðum um yngri rit- höfunda og ber ekki við að ausa þá neinum auri fyrir óþægð, segir það að vísu leiðinlegt fyrir sig sem eldri mann, að sumir hinna yngri skuli vart þekkja hann lengur og segja: „Sjáð, en gaman, þarna er hann þessi!“ Þótt yngri kynslóðin vilji þannig hafa sinn hátt á, þá lýsir Solokoff yfir trausti sínu á henni. Hverjar eru nú ástæðurnar fyrir því ástandi, sem Solokoff lýsti þannig? Fúrtseva hefur orðið: „Hvernig á að skýra það, að hjá oss koma fram mörg miðlungs og léleg verk? Auðvitað eru or- sakirnar margar. En aðalorsökin er sú, að ennþá eru sumir listamenn fjarlægir lífi þjóðarinnar .." ,.Það verður að segja hreinskilnislega, að nokkrir rithöfundar og listamenn eru ennþá stöðugt byrgðir frá lífinu." (Pravda, 22.X.61, bls. 2). At- hygli vekur orðalagið á þessari útskýringu ráð- herrans. Nokkrir listamenn eru ennþá fjarlægir lífinu. Lesandinn hlýtur að draga af þessu þá 54 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.