Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 41

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 41
sem vildu rjúfa öll tengsl við fortíðina, enda samdi hann engin verksmiðjutónverk. Tónlist Sostakovits var byggð á traustum merg rússneskrar tónlistarhefðar. Maðurinn og mann- leg vandamál samtímans hafa alla tíð verið þungamiðjan í tónskáldskap Sostakovits. Hann reyndi í upphafi að finna leiðir til jress að túlka þessi vandamál á máli, sem hæfði samtímanum og skírskotaði til nútímamannsins. Dmitrí var byltingarmaður, en hann leit ekki á byltinguna sem endalok allra vandamála, heldur sem tæki- færi til þess að virkja betur sköpunarmátt þjóð- arinnar og veita honum í nýjan farveg. Snemma á árurn samdi hann óperuna „Nefið" eftir sögu Gogols, um embættismann, sem týndi af sér nefinu meðan hann var að raka sig einn morgun. Síðan er sagt frá því í tíu senum hvernig hann fór að finna það aftur. Óperan var mjög nýstárleg í formi og tónlistin einnig, háðsk ádeila á smáborgara. Á þessum tíma samdi hann einnig verk fyrir pí- anó, „Aforismar", sem vakti athygli á sínum tíma. Á nokkurra ára millibili samdi hann svo tvær symfóníur, sú þriðja var frumflutt 1931, op. 20, og jrrjá balletta. Af þeim varð „Tæri lækurinn" frægastur, verk, sem geislar af óþrjótanlegri lífs- gleði og fjöri. Á þessum tíma samdi hann einnig leikhússtónlist, m. a. fyrir leikrit Majakofskís, „Flóin", sem flutt var í leikhúsi Meyerholds. Hvert verkið rak annað. Á tíu árum (1926—1936) samdi Sostakovits á fimmta tug verka. Árið 1933 samdi hann píanókonsert, 1932—33 24 prélúdíur fyrir píanó, sellósónötu, létta jazztónlist og tónlist fyrir kvikmyndir, þegar er talmyndir 'komu. Mikla athygli vakti óperan Lafði Makbeth frá Mtsensk (1930—31, op. 29). Efnið var sótt í sögu eftir Níkolæ Léskoff, nítjándualdar höfund, sem er mjög vinsæll í Rússlandi en hefur ekki náð eyrum erlendra lesenda að ráði. Hún segir frá ungri stúlku, sem var gift gömlum, auðugum kaupmanni. Katarína ízmajlova aflar sér þvf elskhuga, en hann verður henni afhuga. í ör- væntingu myrðir hún eiginmann sinn og tengda- föður, í von um að ná ástum búðarlokunnar Ser- géjs á ný. Að lökum eru þau bæði tekin höndum og dæmd til ævilangrar nauðungarvinnu í Síber- íu. Sérgéj sví'kur Katarínu mcð skækjunni Sonju, og þá grípur Katarína tækifærið er fangarnir eru fluttir yfir á, að hún hrindir Sonju f strauminn og kastar sjálfri sér út f á eftir. Óperan hlaut þegar miklar vinsældir, og hún hefur verið flutt í fjölmörgum óperuleikhúsum víðsvegar um heim. Efni hennar er sótt í völund- arhús mannlegra ástríðna og örlaga. Boðskapur hennar heyrir ekki beint undir pólitík, og má því segja sem svo, að endalok Katarfnu ízmajlovu vísi engan veg út úr ógöngunum. Yfirvöldin höfðu löngum haft illan bifur á Sosta- kovits og „Pravda" (Zdanoff) hafði farið hörðum orðum um ballettinn „Tæri lækurinn". Þó tók út yfir þegar „Pravda" birti þann 21.1. 1936 rit- stjórnargrein um óperuna „Lafði Makbeth frá Mtsensk". Greinin hét: „Hávaði í stað tónlistar." Þar segir, að tónlistin við óperuna sé „ruglings- BIRTINGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.