Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 40

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 40
orðabókinni (51. bindi). Þar er minnzt á nokkur fórnardýr stalínismans, Túkhatséfskí, Úborévits o. fl. Meðal þeirra er og Meyerhold. Dánarár hans er þar sagt vera 1942. Það bendir til þess, að Meyerhold hafi ekki verið settur fyrir aftöku- sveit, heldur hafi hann borið beinin við gadda- vírsgirðingu fjöldafangabúða i Síberíu eða við Norður-íshaf. Að loknu 20. þingi Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna leyfðu stjórnarvöld, að minnzt væri á ný á Meyerhold, þó aðeins að þvi tilskildu, að ætíð fylgdi skammaruna um formalisma hans. í nýlegu sovéttímariti er minnzt örfáum orðum á Meyerhold. Þar segir svo: „Hann lét afvegaleið- ast af innantómum leikbrögðum. Hið grófgerða form huldi fyrir áhorfandanum boðskap leiksins, fól fyrir honum hugmynd hans.“ (Oevres et op- inions, nr. 2, 1961, p. 186). Þetta er sú formúla, sem endurtaka ber, sé minnzt á Meyerhold. Örlög Meyerholds eru dæmi um þær aðferðir, sem beitt var við að koma hinni sósalistísku raun- sæisstefnu á. Sök Meyerholds var sú, að vilja vera sjálfstæð persóna, byltingarmaður. Stalín kærði sig ekki um byltingarmenn. Hann þurfti aðeins á auðmjúkum þjónum að halda til að útbásúna hugmyndir hins Æðsta. Til þess að berja þær inn í höfuð almennings varð m. a. að hamra á þvf að utan landamæra Sovéts væri enn verra glóandi helvíti en innan þeirra. En þjóðrembingur var Meyerhold framandi. Hann lét ekki troða sér í spennitreyju. Og fyrir þann glæp hlaut hann að týna lifinu. 4. Dmitri Sostakovits Dmitrí Dmitrévits Sostakovits fæddist í St. Pét- ursborg (Leníngrað) þann 25. sept. 1906. Faðir hans var efnaverkfræðingur af pólskum ættum, fæddur í Síberíu, en móðir hans kennari í píanó- leik. Hún var fyrsti kennari hans í tónlist og þeg- ar á unga aldri var Dmitrí staðráðinn í því að gerast tónlistarmaður. Hann varð þjóðfrægur í einu vetfangi, þegar fyrsta symfónía hans, loka- prófsverkefni við Tónlistarháskólann, var frum- flutt þann 12. maí 1926. Hann var um tíma í vafa, hvort hann ætti að leggja fyrir sig píanóleik eða tónskáldskap, en niðurstaðan varð sú, að hann gerðist tónskáld. Árin eftir að hann lauk námi samdi hann mörg verk, sem vöktu mikla athygli. Á þessum tíma var gróska í rússnesku tónlistar- lífi. Rússneskir tónlistarmenn höfðu víðtæk tengsl við erlenda starfsbræður sína. Frægir for- ystumenn nútímatónlistar eins og Honegger, Hindemith, Alban Berg, Stravinskí, Bartók, Darius Milhaud og fleiri komu til Sovétríkjanna og héldu þar tónleika. Ung rússnesk tónskáld kunnu og mjög góð skil ekki aðeins á klassískri tónlist heldur og á tónlist nútímans og tjáning- araðferðum hennar. Meðal þeirra, sem beztum árangri náðu í tónskáldskap á þeim tima og mest voru dáðir, var hinn ungi Dmitrí Sostakovits. Verk hans skáru sig úr öðrum vegna frumlegs þróttar og mikillar og óskeikullar kunnáttu í meðferð einstakra hljóðfæra. Dmitrí var ekki í slagtogi við hin svokölluðu próletkúlt-tónskáld, 38 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.