Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 47

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 47
menntalegar skoðanir Zosénkos vera rotnar og spilltar. Fyrir hann sé ekkert pláss í sovézkum bókmenntum. (Zdanoff, 1950, bls. 22, 23.) Anna Akhmatova var vel þekkt skáldkona og fræg fyrir ljóðræn kvæði, einlæg og innhverf. Samkvæmt orðum Zdanoffs var hún „fulltrúi inn- antómrar hugmyndalausrar Ijóðlistar, sem er framandi þjóð vorri" (KPSS, III, 486). Hún er „ein af fánaberum hinnar meiningarlausu, tóm- höfðitðu og aristókratísku skáldskaparstefnu". Verk hennar „er ekki hægt að þola á blaðsíðum tímarita vorra" (Zdanoff, 1950, bls. 25,29). En stærsti glæpur forráðamanna tímarita var glæpur tímaritsins Zvézda að koma fram með „verk, sem hafa ræktað anda undirgefni við bur- geisamenningu Vestursins, sem er framandi sov- étingum" (KPSS, III, 486), Ritstjórar tímarita gleymdu því að „tímarit vor . . . geta ekki verið skeytingarlaus um pólitík. Þeir gleymdu þvf að tímarit vor eru voldugt tæki í höndum hins sov- ézka ríkisvalds til að ala upp sovétfólk og eink- um æskuna og verða því að lúta því, sem er horn- steinn sovétskipulagsins — pólitík þess". (KPSS, III, 487). Sovézkar bókmenntir hafa ekki „aðra hagsmuni en hagsmuni þjóðarinnar, hagsmuni ríkisins". (sst). Árið 1946 hafði ástandið í menningarmálum Vesturlanda sízt batnað frá árinu 1934. í saman- burði við hina miklu menningu Stalíns var vest- ræn menning hið ægilegasta glóandi helvíti, og öll ill öfl léku þar lausum hala. í ræðu um bók- menntatilskjpunina sagði Zdanoff: „Hversu sem nýtízku vesturevrópskir og amerískir bókmennta- menn hylja list sína í fögur form, svo og kvik- myndaleikstjórar og leikstjórar á sviði, þá mun þeim hvorki takast að bjarga né bæta burgeisa- menningu sína, því að siðferðisgrundvöllur hennar er svo rotinn og líkþrár, því' að þessi menning er í þjónustu einkaauðvaldsins, í þjón- ustu eiginhagsmunasjúkra, sérgóðra hagsmuna hinnar burgeisalegu ráðaklíku þjóðfélagsins. All- ur fjöldi burgeisalegra bókmenntamanna, kvik- myndaleikstjóra, leikstjóra á sviði strita við að beina athygli framfarasinnaðra manna þjóðfé- lagsins frá hinum brýnu vandamálum pólitískrar og þjóðfélagslegrar baráttu og beina athyglinni í farveg lítilmennskulegra, hugmyndalausra bók- mennta og lista, sem eru fullar af gangsterum, danssýningakvensum, lofsöngvum um hórdóm og ævintýri alls kyns glæpona og svindlara." *) Af þessu má sjá, hvílíkan glæp sovézkir rit- stjórar og bókmenntamenn drýgðu, er þeir lögð- ust svo lágt að lepja upp vestrænt menningar- skolp. Tilskipun um leikhús og leikmennt frá 26. ágúst 1946 leggur áherzlu á þennan höfuðglæp. Lista- málanefnd ríkisins hafi „ranga línu, er hún leyfir að sýnd séu leikrit burgeisalegra erlendra höf- unda" og vanræki þannig kommúnistískt upp- eldi þjóðarinnar (KPSS, III, 492). Sýnd hafi og *) Zdanoff, On Literature, 1950, p. 48, sjá Kalosín, op. cit. bls. 174. BIRTINGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.