Birtingur - 01.06.1962, Page 58

Birtingur - 01.06.1962, Page 58
heldur rithöfundafélagið í heild einnig fundi sína. Haldnir eru fundir í sambandsstjórn félags- ins (yfirstjórn deildanna), yfirnefnd stjórnarinn- ar heldur og sína fundi, haldnir eru almennir fundir í flokksfélaginu innan rithöfundafélags- ins og auk þess fundir flokksstjórnarinnar. í þess ari síðastnefndu flokksstjórn eru haldnir um það bil 70 fundir á mánuði og auk þess um það bil 40 kvöldsamkomur í rithöfundaklúbbnum. Hvenær eiga nú þessir menn að hugsa, hvenær að s'krifa? (Klapp)“. (Pravda, 28.X.1961, bls. 9). Það er von að maðurinn spyrji. Á nú að útskýra þessa eftirsókn rithöfunda í fundasetur með því að þeir séu fjarlægir lífinu? Þeir sækjast eftir af- sökun fyrir því að skrifa ekki, vegna þess að lífið, sem þeir eru kallaðir til að skrifa um, er hættu- svæði, sem bezt er að halda sig sem lengst frá, og frekar en að brjóta gegn samvizku sinni og fram- leiða einhvern leirburð, sem ritskoðunin tekur gildan, eyða þeir tíma sínum á fáránlegum fundum. Hreinskilnastur og eftirtektarverðastur meðal rithöfunda var skáldið Tvardofskí. Hann sagði: „Persónudýrkunin er farin, en vaninn og leifar af áhrifum hennar eru, til allrar óhamingju, enn- þá fyrir hendi í bókmcnntum okkar og í blöðun- um yfirleitt." „Gallinn við margar af bókum okkar er sá, að það vantar í þær sannleikann um lífið, . . . höfundurinn hefur stöðugar áhyggjur af því, hvað er leyfilegt og hvað er ekki leyfi- legt." „Rithöfundar eru kallaðir nánustu hjálp- armenn Flokksins. Það er mikill titill, sem hefur margar skyldur í för með sér, og það má skilja hann á margvíslegan hátt. Nokkrir eru þeir, sem halda, að það að vera „hjálparmaður Flokks- ins“ tákni aðeins að fylgjast með flokknum, „nota tæki bókmenntanna" til að lýsa ýmsar ákvarðanir flokksins, verkefnin, sem hann setur á dagskrá í atvinnulífi og framleiðslu. Og útkom- an verður eitthvað svipuð þessu: „Hinir björtu geislar sólarinnar, sem var að hníga til viðar, voru enn að mála gulli krónur birkitrjánna í kring um bændabýlin á samyrkjubúinu „Leiðin til kommúnismans", þegar Grúnja, mjaltakon- an, hafði lagt allt niður fyrir sér um málið og ákveðið að ná x lítrum meira af mjólk úr kún- um en hún hafði áður lofaðV Tvardofskí held- ur áfram: „Einn a£ félögum okkar sagði réttilega, að ef rithöfundur tekur tilbúna hugmynd úr rit- stjórnargrein dagblaðs eða jafnvel úr Flokks- skjali og lýsir (útskýrir) það með „bókmennta- tadkjum" sínum, þá er hann í rauninni ekki að skapa neitt verðmæti — það er samskonar atferli og það, ef samyrkjubú tryggir sér framleiðslu- magn samkvæmt áætlun með því að afhenda rík- inu smjör, sem það hefur keypt i búð.“ Og enn heldur Tvardofskí áfram: „Stærsti gallinn í lýs- ingum á samtíðarmönnum í bókmenntum okkar er þessi: Hetjan er venjulega meir eða minna hrein og bein í athöfnum sínum og hugsunum, en jafnvel þótt hann hafi allar þær dyggðir, sem hann á að hafa til brunns að bera, þá er það að- eins eitt ómissandi einkenni sem hann hefur ekki — töfra mannlegrar veru, töfra örláts hjarta, góð- 56 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.