Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 58

Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 58
heldur rithöfundafélagið í heild einnig fundi sína. Haldnir eru fundir í sambandsstjórn félags- ins (yfirstjórn deildanna), yfirnefnd stjórnarinn- ar heldur og sína fundi, haldnir eru almennir fundir í flokksfélaginu innan rithöfundafélags- ins og auk þess fundir flokksstjórnarinnar. í þess ari síðastnefndu flokksstjórn eru haldnir um það bil 70 fundir á mánuði og auk þess um það bil 40 kvöldsamkomur í rithöfundaklúbbnum. Hvenær eiga nú þessir menn að hugsa, hvenær að s'krifa? (Klapp)“. (Pravda, 28.X.1961, bls. 9). Það er von að maðurinn spyrji. Á nú að útskýra þessa eftirsókn rithöfunda í fundasetur með því að þeir séu fjarlægir lífinu? Þeir sækjast eftir af- sökun fyrir því að skrifa ekki, vegna þess að lífið, sem þeir eru kallaðir til að skrifa um, er hættu- svæði, sem bezt er að halda sig sem lengst frá, og frekar en að brjóta gegn samvizku sinni og fram- leiða einhvern leirburð, sem ritskoðunin tekur gildan, eyða þeir tíma sínum á fáránlegum fundum. Hreinskilnastur og eftirtektarverðastur meðal rithöfunda var skáldið Tvardofskí. Hann sagði: „Persónudýrkunin er farin, en vaninn og leifar af áhrifum hennar eru, til allrar óhamingju, enn- þá fyrir hendi í bókmcnntum okkar og í blöðun- um yfirleitt." „Gallinn við margar af bókum okkar er sá, að það vantar í þær sannleikann um lífið, . . . höfundurinn hefur stöðugar áhyggjur af því, hvað er leyfilegt og hvað er ekki leyfi- legt." „Rithöfundar eru kallaðir nánustu hjálp- armenn Flokksins. Það er mikill titill, sem hefur margar skyldur í för með sér, og það má skilja hann á margvíslegan hátt. Nokkrir eru þeir, sem halda, að það að vera „hjálparmaður Flokks- ins“ tákni aðeins að fylgjast með flokknum, „nota tæki bókmenntanna" til að lýsa ýmsar ákvarðanir flokksins, verkefnin, sem hann setur á dagskrá í atvinnulífi og framleiðslu. Og útkom- an verður eitthvað svipuð þessu: „Hinir björtu geislar sólarinnar, sem var að hníga til viðar, voru enn að mála gulli krónur birkitrjánna í kring um bændabýlin á samyrkjubúinu „Leiðin til kommúnismans", þegar Grúnja, mjaltakon- an, hafði lagt allt niður fyrir sér um málið og ákveðið að ná x lítrum meira af mjólk úr kún- um en hún hafði áður lofaðV Tvardofskí held- ur áfram: „Einn a£ félögum okkar sagði réttilega, að ef rithöfundur tekur tilbúna hugmynd úr rit- stjórnargrein dagblaðs eða jafnvel úr Flokks- skjali og lýsir (útskýrir) það með „bókmennta- tadkjum" sínum, þá er hann í rauninni ekki að skapa neitt verðmæti — það er samskonar atferli og það, ef samyrkjubú tryggir sér framleiðslu- magn samkvæmt áætlun með því að afhenda rík- inu smjör, sem það hefur keypt i búð.“ Og enn heldur Tvardofskí áfram: „Stærsti gallinn í lýs- ingum á samtíðarmönnum í bókmenntum okkar er þessi: Hetjan er venjulega meir eða minna hrein og bein í athöfnum sínum og hugsunum, en jafnvel þótt hann hafi allar þær dyggðir, sem hann á að hafa til brunns að bera, þá er það að- eins eitt ómissandi einkenni sem hann hefur ekki — töfra mannlegrar veru, töfra örláts hjarta, góð- 56 BIRTINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.