Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 71

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 71
UM BÆKUR Lönd og þjóðir, RÚSSLAND, eftir Charles W. Thayer, Þýð. Gunnar Ragnarsson og Thorolf Smith. Almenna Bókafélagið, Reyhjavik, 1962. Rússland — og Sovétríkín í dag — er heimur út af fyrir sig. Saga þess hefur ætíð runnið sinn eigin farveg, lotið sínum eigin lögmálum. Rússnesk menning hefur ætíð sótt meir til Býzans og Asíu heldur en til Evrópu, — þar til nú á allra síðustu tímum. Saga hinnar rússnesku þjóðar segir frá friðsömu og þolgóðu fólki, gestrisnu og vinnu- fúsu, fólki, sem þolað hefur örbrigð, skort og asíatiska áþján um aldir, fólki, sem lagt hefur á sig ómælanlegar þjáningar til að gera Rússland — og Sovétríkin í' heild — að öðru stærsta iðnað- arveldi heims. í þesssu ómælisstóra landi hnígur sólin aklrei til viðar; í norðurhluta þess er eilíft frost, í' suður- hlutanum kcmur aldrei vetur. Landið búa á sjö- unda tug þjóða, hver með sfnu tungumáli og menningararfleifð. Þetta land hefur verið mjög umdeilt á íslandi um nokkurra áratuga skeið. Til eru þeir menn ís- lenzkir, sem telja sér jaað helzt til pólitísks fram- dráttar að segja úr þessu landi dýrðlegar álfa- sögur, enda líta þeir á það nánast sem guðfræði- legt trúarhugtak, nokkurs konar dulrænt himna- ríki, sem hinum rétttrúuðu mun hlotnast þegn- réttur í til endurgjalds fyrir heita trú og vel rækt lofgjörðakvak. Til er og annar hópur manna á íslandi, sem tel- ur sér það helzt til pólitísks framdráttar að hall- mæla hverju einu í Rússlandi, mála hvað eina, sem þar gerist, sem dekkstum litum. í augum þessa síðarnefnda hóps eru Sovétríkin staður hinna illu afla, nokkurskonar helvíti, sem ber að forðast, óttast og jafnvel hata. Afstaða beggja þessara hópa dregur dám af guð- fræðilegum hugsunarhætti og er á báða bóga jafnfjarlæg heilbrigðri skynsemi. Mjög lítið af raunverulegri fræðslu hefur birzt á íslenzku um Sovétríkin í bókarformi. Heita má, að erlend bók, sem Almenna bókafélagið hefur nú gefið út í íslenzkri þýðingu, sé fyrsta bókin af þessu tagi. Höfundur dregur enga dul á það, að hann er andvígur því stjórnskipulagi, sem nú rlkir í Sovétríkjunum. Samt sem áður hefur hann gert sér far um að draga upp f ör- stuttu máli nokkurn veginn sanngjarna mynd af sögu, stjórnarfari, lífi og listum í hinu volduga ríki. Höfundurinn hefur yfir mikilli þekkingu að ráða og lýsir oft frásögnina mcð skemmtilegum smáatriðum. Höfundur gerir sér mikið far um, að sanna að allt sem gerist í Sovétríkjunum sé eftir formúlum frá Karli Marx. Af því leiðir að sjálfsöðu, að allir þeir, sem aðhyllast kenningar Marx hljóti að berjast fyrir sama ástandi heima hjá sér og ríkir nú í Sovét. Slíkir og aðrir áróðurstilburðir lýta mjög bókina og draga úr gildi hennar sem heim- BIRTINGUR 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.