Birtingur - 01.06.1962, Page 47

Birtingur - 01.06.1962, Page 47
menntalegar skoðanir Zosénkos vera rotnar og spilltar. Fyrir hann sé ekkert pláss í sovézkum bókmenntum. (Zdanoff, 1950, bls. 22, 23.) Anna Akhmatova var vel þekkt skáldkona og fræg fyrir ljóðræn kvæði, einlæg og innhverf. Samkvæmt orðum Zdanoffs var hún „fulltrúi inn- antómrar hugmyndalausrar Ijóðlistar, sem er framandi þjóð vorri" (KPSS, III, 486). Hún er „ein af fánaberum hinnar meiningarlausu, tóm- höfðitðu og aristókratísku skáldskaparstefnu". Verk hennar „er ekki hægt að þola á blaðsíðum tímarita vorra" (Zdanoff, 1950, bls. 25,29). En stærsti glæpur forráðamanna tímarita var glæpur tímaritsins Zvézda að koma fram með „verk, sem hafa ræktað anda undirgefni við bur- geisamenningu Vestursins, sem er framandi sov- étingum" (KPSS, III, 486), Ritstjórar tímarita gleymdu því að „tímarit vor . . . geta ekki verið skeytingarlaus um pólitík. Þeir gleymdu þvf að tímarit vor eru voldugt tæki í höndum hins sov- ézka ríkisvalds til að ala upp sovétfólk og eink- um æskuna og verða því að lúta því, sem er horn- steinn sovétskipulagsins — pólitík þess". (KPSS, III, 487). Sovézkar bókmenntir hafa ekki „aðra hagsmuni en hagsmuni þjóðarinnar, hagsmuni ríkisins". (sst). Árið 1946 hafði ástandið í menningarmálum Vesturlanda sízt batnað frá árinu 1934. í saman- burði við hina miklu menningu Stalíns var vest- ræn menning hið ægilegasta glóandi helvíti, og öll ill öfl léku þar lausum hala. í ræðu um bók- menntatilskjpunina sagði Zdanoff: „Hversu sem nýtízku vesturevrópskir og amerískir bókmennta- menn hylja list sína í fögur form, svo og kvik- myndaleikstjórar og leikstjórar á sviði, þá mun þeim hvorki takast að bjarga né bæta burgeisa- menningu sína, því að siðferðisgrundvöllur hennar er svo rotinn og líkþrár, því' að þessi menning er í þjónustu einkaauðvaldsins, í þjón- ustu eiginhagsmunasjúkra, sérgóðra hagsmuna hinnar burgeisalegu ráðaklíku þjóðfélagsins. All- ur fjöldi burgeisalegra bókmenntamanna, kvik- myndaleikstjóra, leikstjóra á sviði strita við að beina athygli framfarasinnaðra manna þjóðfé- lagsins frá hinum brýnu vandamálum pólitískrar og þjóðfélagslegrar baráttu og beina athyglinni í farveg lítilmennskulegra, hugmyndalausra bók- mennta og lista, sem eru fullar af gangsterum, danssýningakvensum, lofsöngvum um hórdóm og ævintýri alls kyns glæpona og svindlara." *) Af þessu má sjá, hvílíkan glæp sovézkir rit- stjórar og bókmenntamenn drýgðu, er þeir lögð- ust svo lágt að lepja upp vestrænt menningar- skolp. Tilskipun um leikhús og leikmennt frá 26. ágúst 1946 leggur áherzlu á þennan höfuðglæp. Lista- málanefnd ríkisins hafi „ranga línu, er hún leyfir að sýnd séu leikrit burgeisalegra erlendra höf- unda" og vanræki þannig kommúnistískt upp- eldi þjóðarinnar (KPSS, III, 492). Sýnd hafi og *) Zdanoff, On Literature, 1950, p. 48, sjá Kalosín, op. cit. bls. 174. BIRTINGUR 45

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.