Húsfreyjan - 01.12.1950, Síða 9

Húsfreyjan - 01.12.1950, Síða 9
GuSrún Gísladóttir, forrn. kvenfélagsins „Kvik". er 2900 kr. til Samkomuhússbyggingar á Seyðisfirði, en það mál liefir alltaf verið sérstakt áliugaefni félagsins. ELLIHEIMILIÐ „HÖFN“. Stœrsta viðfangsefni félagsins liefir ver- ið stofnun og starfræksla elliheimilisins á Seyðisfirði. Árið 1919 kom fram á fé- lagsfundi tillaga frá Rakel Imsland og Kristínu Wíum, um það, að félagið beitti sér fyrir stofnun elliheimilis. Næsta ár, á 20 ára afmæli félagsins, skutu félags- konur saman nokkurri fjárhæð, sem verða skyldi vísir að sjóði til stofnunar elli- heimilis á Seyðisfirði. Á næsta fundi fé- lagsins var samþykkt, að aðalmarkmið félagsins skyldi fyrst um sinn vera að hrinda máli þessu í framkvæmd. Voru í því skyni lagðar fram 1000 kr. úr fé- lagssjóði. Síðan var fengið leyfi stjórnarráðs Is- lands til þess að mega selja minningar- spjiild fyrir sjóðinn. Á næstu árum vann félagið að því að afla sjóðnum tekna með leiksýningum, hlutaveltu o. fl. Auk þess hárust honum nokkrar gjafir og áheit. Um áramót 1927—-1928 var sjóðurinn orðinn 10.500 krónur. 1 ágústmánuði 1928 bauðst félaginu mjög hentug húseign til kaups með aðgengilegum kjörum. Réðist félagið í að kaupa eign þessa fyrir 16.500 kr., með 10 þús. króna greiðslu út í hönd, en bankalán var tekið að upphæð 6.500 kr., sem greiðast skvldi á 15 árum, með 6'/4% vöxtum. Húseignin stendur á mjög góðum stað í bænum miðjum. Fylgir henni tún, sem gefur af sér eitt kýrfóður, matjurta- og blómagarður og útiliús, sem notað hefir verið fyrir fjós og heygeymslu. Ýmsar umbætur hafa verið gerðar á eigninni síðan heimilið tók til starfa, svo sem að endurnýja túngirðingu, byggja safn- gryfju, járnklæða og mála húsið að ut- an, setja í það vatnssalerni, bað og mið- stöðvarhitun og dúkleggja gólfin, auk almenns viðhalds á herbergjum. Innan- stokksmunir og áhöld munu hafa verið keypt fyrir ca. 2000 krónur. Ellilieimilið „Höfn“ tók til starfa hinn 12. jan. 1929. Á heimilinu er pláss fyrir 12—15 vistmenn, auk starfsfólks. Að jafn- aði hafa lieimilismenn verið frá 8 til 13, en alls liafa dvalið þar frá upphafi 72 fastir vistmenn. Auk þess liafa dvalið þar um stundarsakir allmargir aðkomandi sjúklingar, sem verið hafa undir læknis- hendi, eða beðið eftir spítalavist. Alþingi veitti félaginu 2500 kr. styrk upp í stofnkostnað lieimilisins, einnig liefir það fengið árlegan rekstursstyrk úr ríkissjóði. Seinna var lieimilinu veittur styrkur úr Líknarsjóði íslands. Síðustu þrjú árin liefir það ennfremur notið styrks úr bæjarsjóði Seyðisfjarðarkaup- staðar. Meðlag vistmanna var frá byrjun og frain til 1. okt. 1941 75 kr. á mánuði. HÚSFREYJAN 9

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.