Húsfreyjan - 01.12.1950, Side 17

Húsfreyjan - 01.12.1950, Side 17
staklega fallegiir og fylgdi honum þessi vísa frá gefandanum: Þó að þú fáir frá mér stein furðaðu þig samt ekki. Mundu að það er ástin ein. sem á scr stærsta hrekki. En amma var ekki lengi a3 svara þessari gjöf: Skák þcr Elli, ekki neinn eftir af þinum hlekkjum. Á gamalsaldri gafst mcr steinn. sem glitraði af ástarhrckkjum. Glettni er í auga, geisli á hrá i gleðinni enginn brcstur. „Kyssti mig sól“, þó súldin grá sé hér tíður gestur. Ekki má ég skilja svo við stofuna, gluggann og steinana, að ég nefni ekki stein, langan og mjóan eins og kló; er það steinrunninn sjávargróður. Á ein- um stað er hola og kemst þar fyrir kerti, en ekki þolir þessi steinn mikla birtu, því að allur er hann þakinn ormum, 8teinrunnum. sem hringa sig hver um annan. Við endum á gallsteini, sem amma fékk á einu sjúkrahúsi hér, en honum ætla ég ekki að lýsa, hann á sína sögu eins og annað. Þessir tveir síðastnefndu steinar eru ekki fallegir eins og gefur að skilja, en hafa sitt gildi fyrir ömmu. Þegar ég lít yfir þessar línur, sé ég livað þær eru fátæklegar í samanburði við alla þá dýrð, sem felst í steinunum henn- ar ömmu. Við gluggann sinn, fullan af steinum, situr liún, og þó liún eigi sér marga og fagra lieima, fulla af ýmiskonar æfin- týrum, þá held ég, að henni þyki einna vænzt um steinaríkið sitt. Frú Áslaug Þórðardóttir formaður „Hvítabandsins" Reykjavík Fœdd 11.7. 1892 —Dóin 12.10. 1950 Hér^ verður aðeins getið um starfsferil frú Áslaugar, en ekki annarra æviatriða. Frú Áslaug liefir lagt drjúgan skerf til félagsmála og líknarstarfsemi meðal þjóðarinnar. Hún gekk í Hvítabandið ung að aldri, og var þá ritari félagsins um inörg ár, en nú í nokkur síðustu árin var liún forntaður þess. Hún gekk í Góðtemplararegluna 1936 og var starf- andi í lienni ávallt síðan. Sérstaklega tók hún ástfóstri við barna- stúkuna Æskuna og þar vann liún mikið og óeigingjarnt starf fyrir mörg böm í þessari borg. Hún var fríð kona, gáfuð og frjálsleg í fasi. Starfsþráin og vinnugleðin var henni í blóð borin, og þurfti liún oft á því að halda, því utan hinna daglegu starfa, sem öll voru vel af hendi leyst, (frú Áslaug veitti forstöðu Baðhúsi Reykjavíkur) átti hún fjölmörg áhuga- mál, eins og áður er talið, bindindismál, velferðarmál bamanna, líknarstarfsemi og HÚSFREYJAN 17

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.