Húsfreyjan - 01.12.1950, Síða 20

Húsfreyjan - 01.12.1950, Síða 20
svo að ekki sé tafið fyrir húsmóðurinni, sem einmitt liefir mest að gera, þegar fjölskyldan kemur inn til máltíða. Vinnu- borð og matborð mynda þess vegna tvo póla í eldbúsinu. Annar í sambandi við búr og geymslur, en liinn í sambandi við daglegan inngang og fatageymslu. 1 mörgum íbúðum falla þessar línur sam- an og gerir það oft húsmóður erfiðara fyrir. Þriðja umferðalínan er milli eldbúss, bamaherbergis, stofu, salernis o. fl. Það verður að útiloka, að margar dyr séu á eldhúsinu, svo að ekki sé hætta á, að það verði gegnumgangur með slæinum vinnuskilyrðum vegna umferðarinnar. Stutt þarf þó að vera í barnaberbergi, svo að þægilegt sé að líta eftir börnun- um meðan unnið er. Sömuleiðis þarf að vera stutt til salernis eða snyrtiherbergis, svo að auðveldara sé að sinna börnun- um á daginn — af hreinlætisástæðum ber þó að varast að bafa beinan sam- gang milli eldbúss og salernis. Sé borðað í stofunni þarf helzt að vera beinn sam- gangur milli hennar og eldliússins. ELDHtFSINNRÉTTINGIN. Höfuðdrættirnir í eldhúsinnréttingunni ákveðast af staðsetningu eldhúss í íbúð- inni, lögun þess og stærð og gangi vinn- unnar við matartilbúninginn. Það er þess vegna erfitt að gefa sýnishom af eld- búsi, sem undir öllum kringumstæðum er það rétta. Eldbús, sem borðað er í, þarf að innrétta öðruvísi, beldur en lítið eldhús, sem eingöngu er unnið í að mat- artilbúningi, eða stórt eldliús, þar sem margir starfa. En þó að ekki sé hægt að gefa sýnishorn af eldbúsi, sem undir öllum kringumstæðum er það bezta, þá er gangur vinnunnar í eldhúsunum svip- aður og út frá gangi vinnunnar er hægt að sýna staðsetningu innréttingar í vel skipulögðu eldhúsi sbr. „Eldhús I.“ Stærð eldbúss á auðvitað að vera í hlut- falli við stærð íbúðar og fjölskyldu. Heppilegast er undir flestum kringum- stæðum að borða í eldliúsinu, og til þess að eldhúsið sé sæmilega rúmgott þarf það að vera ca 10—12 m.2 Sveitaeldliús ættu að öðru jöfnu að vera heldur stærri en eldhús í kaupstöðum, vegna þess að sveitaeldhús eru oft jafnframt notuð sem dagstofa. Talað er um ýmsar tegundir eldhúsa, en þau fá nafn sitt af því, hvernig inn- réttingin er staðsett-. U laga era þau eldhús kölluð, þegar innréttingin er und- ir þremur veggjum þess. S laga em þau eldbús kölluð, þegar innréttingin er undir tveimur samliggjandi veggjum, sbr. „Eld- bús I.“ Tveggja veggja em þau eldliús kölluð, þegar innréttingin er undir tveim- ur mótsettum veggjum þess o. s. frv. I U og S laga eldbúsum era ganglínur að öðmjöfnu stytztar og em því þannig staðsetningar á eldbúsinnréttingum heppi- legar. Þegar innrétta skal eldhús er gott að bafa í liuga, að matvaran kernur inn í eldhúsið, er breinsuð, tilreidd og soðin og fer síðan yfir á matborðið eða inn í borðstofuna. Hugsum okkur, að við séum t. d. með fisk. Við komum með hann inn í eldbúsið, eða tökum hann úr kælda skápnum, föram með bann yfir á vaskaborðið og í vaskinn, þar sem hann er þveginn og breinsaður. Síðan fer hann yfir á vinnuborðið, þar sem hann er tilreiddur, og þaðan yfir á eldavélina, þar sem bann er soðinn eða steiktur, og að síðustu yfir á matborðið. Sé einn vask- ur í eldhúsinu og hann sambyggður vinnuborðinu, er heppilegt að hafa vinnu- borðið milli lians og eldavélarinnar, og eldavélin sé til hægri. Þá er auðvelt að liafa réttan liæðarmun á vinnu- og vaska- borði, sbr. „Eldliús I.“, án þess að liætta 20 húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.