Húsfreyjan - 01.12.1950, Side 22
sé á að leirtau brotni, sem frekar á sér
stað, ef hæðarmunur er í miðju borði.
Það er einnig varbugavert, að vaskur
sé svo nálægt eldavél, að bægt sér að
snerta bvorttveggja samtímis, því að raf-
magnið getur leitt út. Við livern vinnu-
stað þarf að geyma öll áböld, sem þar á
að nota, sömuleiðis þurrvöru og krydd,
sem mest er notað, til þess að allt sé
við hendina, sem nota skal.
VINNUBORÐIÐ.
Vinnuborðið er mikilvægasti vinnustað-
ur eldliússins. Það á að vera ca. 100—120
sm. langt, 60 sm. breitt og 86 sm. hátt.
Breiddin er miðuð við þægilega drag-
lengd og hæðin við meðalhæð kvenna
(164 sm.). Vinnuborðið á að innrétta
eins og skrifborð með skápi til annarar
handar en skúffum til hinnar. Undir
miðju borðinu á að vera pláss fyrir fæt-
uma, svo að þægilegt sé að vinna sitj-
andi við borðið. Mörg störf er auðvelt
og fljótlegt að vinna sitjandi, ef við
venjurn okkur á það. Þá lýjumst við
síður og hlífum fótunum, en livorttveggja
er mikilvægt fyrir hina störfum hlöðnu
húsfreyju. 1 vinnuborðinu eða við það
eru geymd þau áliöld, sem þar þarf að
nota, svo og krydd og ýmiskonar þurr-
vörur, mjöl, sykur o. fl., sem mikið er
notað við matartilbúninginn.
Línóleum eða plastik-klæðning á vinnu-
borðið er ágæt — þó verðum við að
muna að plastik þolir ver mikinn liita.
UPPÞ V OTT AB ORÐIÐ.
Uppþvottaborðið er oft sambyggt vinnu-
borðinu, er það gott fyrirkomulag, nema
ef margir eru í heimili og uppþvottur
mikill, þá er betra að það standi sér.
Þá þarf það að vera 160—180 sm. langt,
breiddin á að vera 60 sm. og hæðin 90
sm. Af hreinlætisástæðum er betra að
bafa vaskaskálarnar tvær og taka þær
þá ca. 70 sm. borðpláss báðar. Borð-
pláss sín livorum megin við vaskaskálar
má ekki vera minna en 50 sm. — meira
ef margt er í heimili. Sé vaskaborðið
áfast við vinnuborðið má stytta það um
50 sm. eða sem svarar borðplássi hægra
megin við vaskaskálarnar, en vinnuborðið
kemur þá í staðinn. Bezta klæðning í
vaskaborð er stál, er það látið ná a. m.
k. yfir borðið til vinstri við vaskinn.
Plastik er einnig ágæt klæðning á vaska-
borð — en munið að hún er viðkvæm
fyrir miklum bita og logandi eldi, t. d.
logandi sígarettu.
Við vaskinn er komið fyrir þeim brein-
lætistækjum og áhöldum, sem þar á að
nota. Skápurinn undir vaskaborðinu þarf
að vera vel loftsræstur, svo að ekki mynd-
ist saggi. Hentugt er að geyma ruslfötuna
á sillu innan á skáphurðinni, en í skápn-
um á helzt sem minnst að geyma.
ÞURRKU SKÁPUR.
Klúta og bursta ætti að geyma í sér-
stökum skáp, sem gott er að bafa yfir
miðstöðvarofni, svo að klútar og burstar
þorni á milli þess, sem þeir eru notaðir.
Það er aldrei nógsamlega brýnt fyrir
fólki að þrífa vel bæði klúta og bursta,
sem notað er í eldbúsinu. Hvergi er betri
gróðrarstía fyrir bakteríur, en í rök-
um og óhreinum klútum, sem geyntdir
eru samankuðlaðir á hlýjum stað. Hæfi-
legur ylur og raki veita bakteríum ákjós-
anlegustu lífsskilyrði, svo að þær geta
bundraðfaldast á skömmum tíma — þetta
ættu húsmæður að liafa bugfast. Bezt er
að láta leirtau þorna í þurrkgrind, það
sparar bæði tíma og fyrirliöfn og er auk
þess hreinlegra. Yfir vaski eða til hliðar
við liann er er bezt að geyma a. m. k.
leirinn, sem notaður er hversdagslega, þá
er bægt að raða honum beint í skápinn,
þegar hann er þurr. Bil milli vaska- eða
22 HÚSFREYJAN