Austurland


Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 4
4 Jól 1998 Gleðileg jól síett ttoma,ul1 al bgkkuw SCM o-askiftí i ufa Rafgeisli - Tómas Zoega ehf Hafnarbraut 10 (3) 477 1 1 75 Gleðileg jól Fareælt komendi áf Jólahuavekja: Um Jól í sögu Njáls á Bergþórshvoli segir frá því, að eitt sinn gerði mikið hallæri. Leituðu þá hinir efnaminni á náðir stórbænda. Gunnar á Hlíðarenda leysti úr vanda hvers þess sem til hans leitaði. Þar til svo kom, að á sjálfum Hlíðarenda skorti bæði hey og mat. Njáll, hinn óbrigðuli vinur Gunnars, fréttir af vand- ræðum hans og fer að Hlíðar- enda með tólf hesta klyfjaða heyi og mat, sem hann færir Gunnari að gjöf. Gunnar segir: „Góðar þykja mér gjafir þínar, en betri þykir mér þó vinátta þín og sona þinna.“ Til er önnur gömul saga af voldugum konungi. Konungur þessi bjó, eins og vera ber, í stórri höll, umkringdur hirð sinni, vild- armönnum, þjónum og vörðurn. Einhverju sinni, er konungur þessi vildi vera einn, gekk hann um fáfarinn gang í höllinni, þar sem hann átti engra mannaferða von. Þar lifði þó og bjó gamall maður, sem eitt sinn hafði þjón- að föður hans og fékk nú að búa í höllinni, öllum gleymdur, nema fólkinu í eldhúsinu, sem færði honum mat tvisvar á dag. Eins og þeir vita, sem háum stöðum gegna, getur oft orðið Verkalýðsfélag Norðfirðinga óskar félögum sínum og annarri austfirskri alþýðu gleðilegra jóla Arog farsæls komandi árs æði einmannalegt á tindinum, fáum að treysta, en mörgu fyrir að sjá. Það er raunar alþekkt, bæði fyrr og síðar að tignarmenn eiga fáa vini en þeim mun fleiri augnaþjóna og gæðinga, sem vilja njóta góðs af völdum þeirra og auði. Svo fór, að með þeim tveim- ur, konungi og gamla manninum, tókst vinátta og konungur kaus æ oftar að hverfa úr glaumi hirðar sinnar til fundar við þennan gamla mann, sem var á sinn hátt alveg jafn vinaþurfi og hann sjálfur. Nú leið að þeim tíma er kon- ungur hélt upp á þrjátíu ára ríkis- tökuafmæli sitt. Eins og við mátti búast, bauð hann hirð- mönnum og stórmennum ríkis síns til mikillar veislu og leysti gesti sína út með konunglegum gjöfum er þeir bjuggust til heim- ferðar. Þegar seinasti gesturinn var farinn kom konungi í hug að enga gjöf hefði hann nokkru sinni gefið vini sínum. Hann sætti færis, og hélt enn á ný til hins fáfarna hluta hallarinnar, þar sem gamli maðurinn átti heima. Konungur bauð honum að kjósa sér gjöf af sér,-óska sér hvers sem hann vildi. Gamli maðurinn hugsaði sig um nokkra stund en sagði síðan þau orð, sem konungi þessum urðu minnisstæð alla tíð síðan. „Mér hefurðu þegar gefið dýr- mætari gjöf en nokkur af hinum tignu gestum þínum hefur af þér þegið.“ Konung setti hljóðan. Ottaðist um stund að vinur sinn væri tekinn að ímynda sér stað- lausa hluti. En gamli maðurinn hélt áfram og sagði: „Öðrum gafstu dýrar gjafir, en mér hefur þú gefið sjálfan þig.“ Eg hygg að ef djúpt er skoð- að, þá fylgi allri sannri vináttu einhver partur af manni sjálfum. Einhver hugsun, einhver tilfinn- ing er gefin og er innbyrt af þiggj- andanum, verður síðan hluti af honum sjálfum. Þannig lifir maður í vinum sínum og vinir manns í manni sjálfum. Ef við lítum til baka, er ég viss um, að við könnumst öll við þetta úr okkar eigin lífi, við þekkjum öll hvernig vinir okkar hafa gefið okkur, eitt þessi og annað hinn. Sumir menn ganga svo langt að segja að maðurinn sé ekkert annað en þversumman af því, sem aðrir menn hafa gefið honum, iilt eða gott, á lífsleið- inni. Sú kenning er mér reyndar lítt að skapi. Öll meltum við þau áhrif sem við verðum fyrir. Það er undir okkur sjálfum komið hver þau verða í okkur. En auðvitað mætum við fleirum en vinum á lífsleiðinni. Flest það fólk sem við mætum, verður aldrei meira en kunningj- ar okkar. Það gefur okkur ekki af sjálfu sér, og við gefum því ekki af okkur. Þetta könnumst við áreiðanlega öll við. Og sennilega könnumst við líka öll við hvílíkt hungur það getur orðið , þegar í langan tíma, enginn hefur gefið okkur neitt af sjálfum sér. Það er ein hlið hinnar andlegu hungurs- neyðar, sem nú hrjáir Vestur- lönd. Gegn slflcri hungursneyð gagna lítt glingur og veraldlegar allsnægtir. Og sjálfsagt könnumst við öll við það innst inni, hversu lítils virði glans heimsins og hin ytri dýrð getur verið, ef maður er tómur hið innra. Nú, þegar við höldum jól, eru heimilin skreytt, sum bæði að utan og innan, dýrindis krásir ilma úr eldhúsinu og húsið er fullt af gjöfum. Allt þetta er þó harla lítils virði, ef hina einu sönnu jólagjöf skortir. Og orð Guðs varð hold, hann bjó með oss fullur náðar og sannleika. Við sáum dýrð hans. Þeir sem rituðu Biblíuna töluðu um huga manns, sem orð hans. Það sem orð guðspjallsins þýða er því eiginlega: Hugur Guðs varð maður. Hann bjó með oss. Margar góðar gjafir höfum við af Guði þegið, en þessa þó mesta. Margra góðra óska er hægt að óska um jói, en þó er ein, sem ég hygg að sé öllum öðrum betri. Hún er sú, að við megum bera gæfu til þess að taka á móti huga Guðs, að hann megi búa með oss, fullur náðar og sannleika, að hann megi verða hold, -það er að hafa áhrif á efnisheiminn í gegnum okkur. Og að við fáum þannig að sjá dýrð hans. Þannig ættum við að vera (og erum á okkar ófullkomna hátt), farvegur fyrir hug og vilja Guðs inn í þennan heim. Hugur Guðs varð maður endur fyrir löngu. En hann sækir inn í þennan heim okkar, enn í dag. Og í dag erum það við sem eigum að vera farvegur hans. Það er jólagjöfin- og þessari jólagjöf eigum við að deila með öðrum -ekki með því að gefa gjafir úr postulíni, plasti eða pappír- heldur með því að gefa af sjálfum okkur. í því eru fólgin gleðileg jól. Séra Þorgrímur Daníelsson

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.