Austurland


Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 31

Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 31
Jól 1998 31 logn og ekki sást ský á lofti. Þetta er rétt um það leyti sem íbúamir á Fjarðaröldu á Seyðis- firði fá að sjá sólina, sem þá hef- ur falið sig fyrir þeim á bak við fjöllin í um það bil fjóra mánuði. Um kl. 11 f.h. hringdi síminn á skrifstofu minni. Símstöðin í Stakkahlíð tilkynnti: „Þjóðverjar eru að koma i heimsókn til ykkar núna. Það eru þrjár flugvélar á leiðinni til ykkar.“ Ég hringdi þegar í stað til hlutaðeigandi for- ingja og skýrði honum frá þessu. Þó að við í loftvarnarnefndinni hefðum ráðlagt íbúum bæjarins að halda sig innan dyra þegar Þjóðverjar komu í heimsókn, jafn- vel að vera í kjöllurum á meðan á heimsóknum þeirra stóð, vissi ég ekki fyrri til en ég var kominn út á hlað, þar sem ég stóð og góndi upp í loftið til að sjá flugflota þennan. Flugvélarnar sá ég ekki, en heyrði í þeim. Þess í stað sá ég geysilegan kolsvartan reykjar- mökk gjósa upp í loftið frá höfn- inni, nálægt þeim stað, sem E1 Grillo lá og andartaki sfðar heyrði ég drunurnar frá sprengingunni. Ég sá ekki til skipsins frá hlað- inu, þar sem ég stóð vegna hús- anna á Öldunni sem báru á milli. Ég hljóp þá upp á loft og leit út um glugga, en þaðan sást vel út á fjörðinn. Ég gat ekki séð nein merki þess, að skipið hefði orðið fyrir sprengjunni, sem sprakk mjög nærri framstafni þess um leið og hún skall í sjóinn. Það eina, sem ég sá eftir sprenginguna var ofur lítill gufuslæðingur, eft- irstöðvar af reykmekkinum, sem gaus hátt í loft, þegar sprengjan sprakk." Inga Hrefna Sveinbjörnsdótt- ir man vel eftir deginum sem E1 Grillo var sökkt. „Ég var tólf ára gömul þegar þessir atburðir áttu sér stað. Ég var í skólanum þegar loftvamar- flautan fór í gang. Við vorum öll rekin strax niður í kjallara, en það var algjör regla þegar loft- árásir voru yfirvofandi. Flestir voru orðnir vanir þessu og það voru bara nokkrir sem grétu og þurfti að hugga. Mér fannst alltaf gaman þegar við vorum send í kjallarann, því þá þurftum við auðvitað ekki að læra og það voru lesnar fyrir okkur sögur. Þennan dag var einn nemandinn ekki sáttur við að vera sendur í kjallarann og ætlað hann að stinga af og fara heim. Steinn skólastjóri reyndi að stöðva hann, en lenti í stympingum við dreng- inn og endaði það með því að hann hrinti skólastjóranum, sem féll við. Hann rakst utan í þegar hann féll og það sá á honum eftir þetta atvik. Drengurinn slapp hins vegar út. Við vorum í kjall- aranum á meðan árásin stóð yfir, en þegar henni var lokið var gef- ið merki um að hættan væri liðin hjá og hélt kennsla þá áfram. Við fórum svo heim í mat í hádeginu og þá sáum við hvað hafði gerst en skipið var hálf sokkið í sæ þegar við gengum fram hjá því. Uárgreiðfilustofa Hönnu Stínu óskar viðfikiptavinum fiínum gleðilegra íóla og fersealfi komandi óre með þakklaati fyrir viðfikiptin é órinu sem er að líða Hái-gi-eiðeluetofa Hönnu Stínu Hólegötu 6 Meekaupetað Sími 4-77 1552 Miðvangi 2 - 4- Egileetöðum 2ími 4-71-20^6 Það var talað um að einn skip- verji hefði særst í árásinni, en ég veit ekki hvað er til í því. Það var mikill erill í bænum eftir að þetta gerðist, herbílar keyrandi fram og aftur og margir hermenn á ferðinni. Um kvöldið var orðið dimmt, en gott veður var og heiðskírt. Þá heyrðum við hviss utan af firði, en skipið var skammt frá heimili okkar. Við þustum út og sáum þá móta fyrir skipinu þar sem það sökk í sæ.“ setuliðinu, enda kom seinna í ljós að gat var á afturkinnungi þess, sem ekki gat hafa orðið af völdum þýsku sprengjunnar. Það dró dilk á eftir sér að skipið skyldi sökkva í fjörðinn. Skipið var nánast fullt af olíu, og tók hún að leka úr skipinu fljótlega eftir að það sökk og barst hún upp á yfirborðið og var mengunin svo mikil að fjörurnar ötuðust olíu og myndaðist þar þykk leðja. Börn voru oft að leik í fjörunum Svona leit Seyðisfjörður út á hernámsárunum. Fremst á myndinni má sjá herskála á Fjarðaröldu. Árás þýsku vélanna bar svo brátt að, að ekki gafst tóm til að skjóta á þær úr loftvarnarbyssum og hurfu þær fljótlega úr augsýn eftir árásina. Eftir að vélamar voru horfnar sigldu norskir fall- byssubátar þegar út í olíuskipið og fluttu áhöfn þess í land. Brátt kom í ljós að leki hafði komið að skipinu, því það fór að síga jafnt og þétt að framan. Að lokum sökk framstefni skipsins alveg í kaf og ekkert var á floti af skip- inu nema afturendi þess, sem stóð upp úr sjónum það sem eftir lifði dags. Mönnum ber ekki saman um hve lengi framendinn var að sökkva, en sennilega hef- ur það tekið á aðra klukkustund og er því undarlegt að skipið skyldi ekki vera dregið að landi, en varla hefði þurft að draga það nema eina til tvær skipslengdir. E.t.v. hafa menn ekki þorað því af ótta við frekari loftárásir af hálfu Þjóðverja. Skipið sökk svo allt seinna um kvöldið og er talið líklegt að því hafi verið sökkt af og föt þeirra ötuðust olíu og þaðan barst þessi óþverri inn í híbýli fólks á fótum barnanna þegar þau komu heim til sín eftir þessar fjöruferðir. Sjófuglar, sem lentu í olíubrákinni, vesluðust flestir upp og drápust, skip og bátar ötuðust olíu og einnig bryggjurnar. Olía barst einnig út úr firðinum til nálægra staða og m.a. má geta þess að æðavarp Stefáns bónda í Stakkahlíð í Loðmundarfirði beið verulega hnekki af völdum olíunnar og ollu honum umtalsverðu tjóni. Eftir að stríðinu lauk gerðu Seyð- firðingar kröfu um að skipið yrði fjarlægt úr firðinum, þar sem enn barst mengun frá því. Bretar vildu ekki leggja fé í að bjarga skipinu, en buðu það hins vegar íslenskum aðilum til eignar. Þessir íslensku aðilar létu athuga hvort mögulegt og hagkvæmt væri að bjarga skipinu en svo reyndist ekki vera. Hins vegar var afganginum af olíunni dælt úr skipunum, um 4500 smálest- um. Mikil olíumengun varð á firðinum á meðan verið var að dæla upp olíunni. Enn í dag koma upp olíuflekkir úr skipinu, Seyðfirðingum til mikillar gremju. Lokaorð Þegar styrjöldinni lauk var allt herlið strax flutt burt frá Seyðis- firði. Hins vegar voru skálarnir og flest sem í þeim var skilið eftir og setti ríkisstjómin því á fót Sölunefnd setuliðseigna, sem hafði það hlutverk að koma skálum og öðrum nýtilegum hlut- um, sem urðu eftir þegar herinn fór, í verð og höfðu margir áhuga á að kaupa herskála til að nota á bújörðum sínum og sem geymsl- ur. Vegsummerkin eftir hernám- ið voru þurrkuð út á nokkmm ár- um og í dag eru ekki miklar sjá- anlegar minjar um hemámið á Seyðisfirði, þó að reyndar standi þar enn nokkrir skálar. Hins veg- ar hafði hernámið nokkuð skað- leg áhrif á byggðina á Seyðis- firði að því leyti að útgerð lagðist nánast alveg af á meðan á því stóð og stóð hún því veikum fót- um eftir stríð. Enda fækkaði á Seyðisfirði eftir stríð, úr u.þ.b. 1000 manns, niður í 742 árið 1961 og t.d. lagðist byggð á Vestdalseyri alveg af, en þar var 100 manna byggð um aldamót. En þó að Seyðfirðingum hafi fækkað eftir stríð má sennilega þakka fyrir að þeim fækkaði ekki meðan á stríðinu stóð af vofeif- legri ástæðum. Það er nefnilega nánast óskiljanlegt að Þjóðverjar skyldu ekki gera út leiðangur sprengjuflugvéla til að gera raun- verulega stórárás á Seyðisfjörð á stríðsámnum. Á firðinum lágu oft tugir herskipa sem hefðu reynst stórum flugflota næsta auðveld bráð, en þær árásir sem gerðar vom á Seyðisfjörð verða að teljast minniháttar miðað við mikilvægi staðarins fyrir Atlants- hafsflota bandamanna. Það er samt ljóst að fáir íslendingar hafa fengið jafn sterkan smjörþef af raunverulegum styrjaldarátök- um og Seyðfirðingar. Verslunin Kristal og hársnyrtistofa Maríu óska Norðfirðingum og öðrum Austfirðingum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Verslunin Kristal HaTnarbruut 3 - Nesíkaupstað 9 477 1850

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.