Austurland


Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 34

Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 34
34 Jól 1998 Óskar Björnsson Fáein lítil minningabrot Ferming og altarisganga Þegar ég fermdist 1938 var auð- vitað tekið til altaris eins og í dag. Við vorum ansi mörg og bikarinn, sem var notaður undir messuvínið, var mjög stór. Þá var venja, að allir drukku af sama bikamum. Prestur var Þorgeir Jónsson. Deilt var út oblátum og fékk ég eina eins og aðrir. Þegar kom svo að messuvíninu. Þá var ég svo aftarlega í röðinni að sára- lítið var eftir í bikamum. Bikar- inn var síðan borinn að vöram mínum, en presturinn hallaði honum svo lítið að ég fékk ekki dropa. Ég kunni ekki við að teygja tunguna niður í bikarinn enda hefði það litið illa út. Ég hef því haldið því fram að ég væri bara hálffermdur. Síðan liðu árin, og ég var ekki mikið að hugsa um þetta. Þá gerist það að Þórey, dóttir Péturs sonar míns og Kristínar, fermist. Við hjónin fóram til kirkju til að taka þátt í athöfninni. Ég ákvað, að fara með Þóreyju til altaris. Þegar svo deilt er út oblátum fæ ég eina. En þegar kemur að messuvíninu hikar presturinn (sem var séra Svavar) og í stað þess að rétta að mér bikarinn gerir hann krossmark. Mér brá ofurlítið, en lét ekki á neinu bera. Ég fór að velta fyrir mér af hverju hann hefði gert þetta og fann strax skýringuna. Ég var tiltölulega nýkominn úr „með- ferð“ og gerði presturinn þetta af tillitssemi við mig því dæmi voru til um að menn hefðu fallið aftur, bara vegna messuvínssopa. Svolítið um leiklistarstarf Ég var ofurlítið ánægður þegar ég heyrði um endurreisn Leikfé- lags Norðfjarðar. Hjá því félagi hefur maður átt margar góðar stundir. Langar mig að rifja upp sitt af hverju í sambandi við starf mitt þar, sem og fleira. Yfirleitt var frekar erfitt að fá fólk til að leika og kom það því gjama í hlut þeirra sömu ár eftir ár. Auð- vitað var erfitt að vera í þessu. Æfingar stóðu stundum yfir í mánuð eða meira. Allt var þetta unnið í sjálfboðavinnu og kom því eðlilega niður á heimili, konu og börnum. Mjög stór verk voru tekin til sýninga, eins og Loginn ileg jól ott og farsælt omandi ár FLUGLEIÐIR OG FLUGFÉLAG ÍSLANDS Umboðiö Neskaupstaö GERPIR Kvennadeild S.V.F.I. á Norðfirði BJÖRGUNARSVEIT S.V.F.Í. NESKAUPSTAÐ STOFNUÐ 15. NÓVEWIBER 1951 Oskar öllum glcðilegm jóla og nýárs og þakkar veittan stuðning á árínu sem er að líða » a gam arsKvo a rðfiarðar SPARISJ OÐURINN SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR -fyrirþig ogþírn GERPIR helgi, Ærsladraugurinn, Góðii eiginmenn sofa heim, Imyndunar- veikin og fleira. Við voram alltaf heppin með leikstjóra, svo sem Karl Guðmundsson, Jón Norð- ljörð, Ingu Laxness, Magnús Guð- mundsson og fleiri. Sigríður Jóns- dóttir kom einnig mjög við sögu. Það leikrit sem oftast var sýnt var ímyndunarveikin sem Karl Guð- mundsson leikstýrði. Það var sýnt alls 13 sinnum, víðsvegar um Austurland. Þá setti ég sam- an smá hnoð: Þökkum Karli af heilum hug, horfna 13 leiki. Aldrei vinni á honum bug, ímyndunarveiki. Jón Norðfjörð setti upp Log- ann helga, og var það sýnt nokk- uð oft. Þá setti ég þetta saman: Lífsins áfram Norðfjörð njóttu, notaðu jafnan ör og boga. Þúsundfaldar þakkir hljóttu, þennan fyrir Helga Loga. Hann var sagður njóta kvenhylli. Leiktjaldagerð og förðun á leikurum kom mjög mikið í hlut Jóa á Tröllanesi. Var hann ham- hleypa við þá vinnu. Eitt sinn var verið að farða mannskapinn og vora Karl og Jói að vinna við það. Jói var búinn að farða þrjá eða fjóra á meðan Karl lauk við eina persónu. Ég man eftir að Karl stóð alveg agndofa yfir þessum hraða. Minnisstætt atvik úr leikverk- um er meðal annars leikur Stefáns Þorleifssonar í hlutverki þess ímyndunarveika í samnefndu leik- riti. Stebbi var mjög fljótur að læra sín hlutverk, en ég óttalegur skussi. Að endingu vil ég þakka öllu samferðafólkinu, bæði lífs og liðnu, fyrir ánægjustundimar sem við áttum saman í Leikfélaginu. Mynd úr „Loganum lielga“. Frá vinstri: Sitjandi í hjólastól, Asgeir Lárusson. Standandi: Oskar Björnsson, Guðný Þórarinsdóttir, Þóra Jakobsdóttir, Stefán Þorleifsson, Elsa Christensen, Randíður Vigfúsdóttir, Jón Barðason Jónsson og Margrét Sigurjónsdóttir. Sigríður Kristinsdóttir hdl. löggiltur fasteignasali Víkurbraut 4, 780 Höfn Sími 478 1991 - Fax 478 1414 Til sölu í Neskaupstað Hólsgata: Sérlega skemmtileg og vel skipulögð 1 02.3 ferm., 4ja herbergja íbúð á 1. hæð í fjórbýlishúsi. Bílskúr og stór geymsla. Ath. íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð bæði að innan og utan. 'HRAUN SF. - fasteignasala -

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.