Austurland


Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 18

Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 18
18 Jól 1998 Pólsk. áströlsk. ensk oa finnsk jól Fjölskrúðugir jólasiðir erlendra þjóða Síöustu árin hefur erlendu fólki, sem hefur tekið sér búsetu hér á landi, fjölgað mikið. Þetta fólk liefur hlotið nafnið „nýbúar“ hjá málspekingum og eru nýbúarnir af ýmsum þjóðernum. Misjafnt er hvort við Frónbúar fáum tœkifœri til að kynnast þessu fólki, en margir eru hins vegar forvitnir um hagi og menningu erlends fólks sem hefur sest að hér á hjara veraldar. Olík menning ólíkra þjóða endurspeglast með sérlega skýrum hcettiþegar um er að rœða helgi- og hátíðahald jólanna ogþví er mjög gaman að kynna sérjólaliald annarra þjóða og fá þar með skemmtilega innsýn í menningu þeirra og siði. Hver veit nema við Islendingar með allt okkar jólastess getum tekið okkur sitthvað úr jólahaldi annarraþjóða tilfyrirmyndar? Við skulum kíkja inn á nokkur heimili útlendinga íNeskaupstað og á Seyðisfirði. Pólskjól Borða ekki kiöt og drekka ekki vín á jólunum Á Egilsbraut í Neskaupstað hef- ur hin pólska Pacak fjölskylda búið um nokkurt skeið. Móðirin, Anna, hefur búið hér í þrjú ár, faðirinn, Piotr, í tvö ár, og börn þeirra, þau Mikael, Monica og Marcen, hafa verið hér í rúmt ár. Fjölskyldan er komin hér til að vera og þau hafa komið sér alveg prýðilega fyrir. Bömin eru að verða vel talandi á íslensku og Anna og Piotr eru að læra, en þykir ástkæra ylhýra erfitt viður- eignar. Anna og Piotr vinna bæði í fiski, en bömin eru að sjálfsögðu í skólanum. Piotr vann í kola- námu í Póllandi og var hans hlutverk í námunum að sjá um sprengingar. Þau segja atvinnuá- standið í Póllandi vera mjög ó- tryggt og að mikill munur sé að vita hvað verði í buddunni um hver mánaðamót. Anna og Piotr segjast ætla að hafa jólin sem pólskust. Blaða- maður bað fjölskylduna að lýsa fyrir sér pólsku jólahaldi eins og þau þekkja það. í Póllandi stendur jólaundir- búningur ekki eins lengi yfir og hér hjá okkur og láta flestir duga að nota síðustu dagana fyrir jól til undirbúnings. Anna segir Pól- verja ekki skreyta eins mikið og við þekkjum, láta oft duga að setja bara upp jólatré, og það er yfirleitt ekki gert fyrr en á að- fangadag. Anna segir að yfir- bragð aðfangadagsins sé ákaf- lega létt og vingjarnlegt. Fólk óskar hvert öðru gleðilegra jóla þegar það mætist á götunum, ókunnugum jafnt sem kunningj- um. Pólverjar trúa því nefnilega að ef maður hegðar sér illa á að- fangadag, rífst eða slæst, þá valdi það manni ógæfu allt næsta árið. Því eru allir glaðir og góðir á þessum degi. Á aðfangadag er borðuð stór máltíð eins og hjá okkur, þó að innihald hennar sér dálítið ólíkt því sem við þekkjum. Fyrir mat- inn borðar fólk einskonar oblátur og lýsir hlýhug sínum til hvers annars. Gæludýr og húsdýr fá líka oblátur, en þær eru bláar eða bleikar, á meðan mannfólkið fær hvítar. Áður en byijað er að borða fara Pólverjar út undir bert loft og líta til stjarnanna og þeir verða að koma auga á a.m.k. eina stjörnu áður en máltíðin getur hafist. Ef ekki sést til himins vegna skýjafars, sem Monica segir reyndar að gerist næstum aldrei, er sest að matarborðinu og byrjað að borða. Á matar- borðinu á aðfangadag eru tólf tegundir af mat og eru þær tólf til að minnast lærisveina Jesú. Diskarnir eru alltaf einum fleiri en viðstaddir, svo að hægt sé að taka á móti gesti með litlum fyr- irvara. Á aðfangadag borða Pól- verjar ekki kjöt. Þeir borða sér- staka súpu, og svo ftsk og salat í aðalrétt ásamt ýmsu meðlæti. Eftir matinn eru gjafimar opnað- ar. Pólverjar eyða ekki stórum hluta af lausafé sínu í gjafir, heldur gefa þeir bara heimilis- fólkinu gjafir og skiptir merking gjafanna meira máli en verðgildi þeirra. Eftir að gjafirnar hafa verið opnaðar er slappað af Robyn Vilhjálmsson er áströlsk að uppruna. Hún hefur hins veg- ar ekki búið í Ástralíu í hartnær tuttugu ár og er hún búsett í Nes- kaupstað ásamt íslenskum manni sínum, Sigurði Vilhjálmssyni og bömum þeirra, Vilhjálmi og Rósu Dóru. Robyn er uppalin í bænum Uraidla, sem er 600 manna land- búnaðarþorp í um 50 mín. keyrslu frá Adelaide. Blaðamaður bað Robyn að lýsa fyrir okkur áströlsk- um jólum, eins og hún man þau, þó að erfitt sé að tala um sér- áströlsk jól vegna þeirra fjöl- mörgu þjóðarbrota sem búa í Ástralíu. Fyrsta merkið um jólin var iðu- lega skrúðganga sem fram fór í Adelaide fyrstu helgina í október. Robyn segir fjölskylduna oft hafa farið til Adelaide, enda þykir 50 mínútna keyrsla ekki tiltöku- mál á hinum gríðarlegu víðáttum þeirra andfætlinga. Fjölskyldan lét sig því sjaldan vanta í skrúð- gönguna. Skrúðgangan saman- frameftir kvöldi og spjallað og sungið. Á miðnætti fara Pólverj- ar svo til messu og segir Anna að fólk fari til messu hvort sem það er trúað eða ekki. Jóladeginum er svo eytt í faðmi fjölskyldunnar. Fólk held- ur sig heimavið og spjallar, syngur stóð af ýmiskonar ævintýrafígúr- um af ólíkum þjóðernum, allt frá kínverskum drekum yfir í grísina þijá. Skrúðgangan fer um allan bæ og yfirleitt fylgjast um 200.000 manns með henni. Upp úr þessu byrjaði svo jólaundirbúningur- inn og jólaskrautið fór að birtast í búðargluggunum og fólk fór að huga að jólagjöfum. Robyn sagð- ist oft hafa farið með foreldrum sínum að hitta jólasveininn, sem sat í einskonar helli í Adelaide og tók við óskum barnanna um jóla- gjafir og gaf þeim sælgæti (gegn örlítilli þóknun frá foreldrunum að sjálfsögðu). í lok október hófst svo jólaundirbúningur á heimil- inu. Þá voru bakaðar sérstakar ávaxtabökur sem hellt er koníaki yfir annað slagið svo þær geym- ist vel. Á þeim tíma var einnig búið til engiferöl, en nokkum tíma tekur að ná rétta bragðinu og því betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Að sögn Robyn var engiferölið bara drukkið á jól- sálma og lög, leikur tónlist og hugsar um lífíð og tilveruna. Mat- urinn sem borðaður er á jóladag er eldaður daginn áður, því þegar kvöldmat er lokið á aðfangadag vinna Pólverjar engin heimilis- verk, þeir elda ekki og þrífa ekki, heldur slappa þeir af í faðmi fjöl- skyldunnar. Jólaborðið lítur því svipað út og kvöldið áður, nema að það er til siðs að hafa smá hey á borðinu til að minna á jötuna sem Jesús var lagður í. Á jóladag er því ekki borðað kjöt frekar en daginn áður og stranglega er bann- að að drekka áfengi á þessum degi. Pólverjar hafa líka þá skemmtilegu þjóðtrú að dýrin geti talað mannamál á jóladag, þó að fjölskyldan segist reyndar aldrei hafa orðið vitni að því. Eiginlegri jólahátíð Pólverja lík- ur með jóladeginum og er 26. desember nánast eins og venju- legur frídagur og hann notar fólk gjaman til að heimsækja vini og ættingja og gera sér glaðan dag. unum og var það því mikill há- tíðardrykkur, enda tíðkaðist ekki að drekka gosdrykki. í byrjun desember fór fjölskyldan svo að skreyta. Skreytingamar fólust ekki í stórum ljósaseríum eins og hér tíðkast, heldur fyrst og ffemst í jólatrénu. Jólatréð var yfirleitt grein sem söguð var af stóm tré (50-60 m. háu!) á landareign fjölskyldunnar og var hún yfir- leitt höfð úti í garði. Þetta var siður hjá mörgum og krakkamir skemmtu sér oft við að telja jóla- tré ef þau keyrðu til Adelade. Innan dyra var svo skreytt með glitborðum o.fl. Jólahald Ástrala fer að stærst- um hluta fram utan dyra. Það er vegna þess að jólin eru um há- sumar og hitinn gjarnan um 38 gráður. Áströlsk böm halda þess vegna jólin hátíðleg í sumarfrí- inu sínu, en skólinn klárast upp úr miðjum desember og hefst ekki aftur fyrr en í febrúar. Robyn segir þetta tímabil því alltaf hafa verið mjög skemmtilegt. Jólin í Ástralíu eru tími afslöppunar og rólegheita, enda varla annað hægt í hitanum. Aðfangadagur er ekki haldinn sérstaklega hátíðlegur í Ástralíu. Pacak fjölskyldunni líkar vel á íslandi, en jólahald þeirra er dálítið ólíkt því sem við þekkjum. Ljósm. SO Áströlsk jól Jól í 38 stiga hita

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.