Austurland


Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 8
8 Jól 1998 Ingi Þór Ágústsson íslendingur í Bosníu-Hersegovinu Greinarhöfundur í fullum skrúða í Bosníu. Hann hefur dvalið í hinu stríðshrjáða landi í rúma þrjá mánuði og á eftir að vera þar í þrjá til viðbótar. Hjúkrunarfræðingurinn Ingi Þór Agústsson hefur verið tíður gest- ur á síðum Austurlands á þessu ári. Ingi er kraftmikill ungur maður og óhræddur að taka að sér spennandi verkefni. Hann hefur undanfarið dvalið í Bosniu Hersegovinu. En hvað varð þess valdandi að 26 ára gamall maður, tveggja bama faðir, maður í sam- búð og með heimili, maður sem var hlaðinn vekefnum (allt of mörgum að sumra mati) rífur sig upp og fer í friðargæslu á vegum Utanríkisráðuneytisins með NATO til Bosníu-Hersegovinu? Það er m.a. þessi spurning sem hann reynir að svara í þessu opna bréfi til lesenda Austurlands: Af hverju? Er maðurinn vitlaus, haldinn ævin- týraþrá, eða er hann alveg að missa það? Það er von að þú, lesandi góður, spyrjir sjálfan þig að því. Þetta eru atriði og spurn- ingar sem ég varð að svara sjálf- ur áður en ég lagði upp í þetta ævintýri. Ég vil byrja á að taka það fram að ég væri ekki hérna í dag án þess að eiga yndislega unn- ustu er hvatti mig til að láta þenn- an draum minn rætast og styður mig í þessu stóra ævintýri mínu. Þetta hefði einnig ekki verið hægt án þess að fá stuðning frá stjórnendum Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað, er gáfu mér 6 mánaða leyfi frá störfum né án skilnings stjómar Sund- deildar Þróttar og þeirra krakka sem ég þjálfaði í sundi. En hing- að er ég kominn og hérna hef ég verið núna í þrjá mánuði og á eftir að vera í þrjá mánuði í viðbót. Upphafið: Allt þetta ævintýri hófst 23. ágúst með því að ég flaug til Bretlands með þremur öðrum íslendingum, tveimur læknum og öðrum hjúkr- unarfræðingi. Ferð okkar var heitið til Tidworth í Bretlandi þar sem við áttum að vera við þjálfun með breska hernum í þrjár vikur áður en við fæmm til Bosníu-Hersegovinu. Áður en ég fór til Bretlands til að vera við þessa þjálfum þá bjóst ég við öskrandi liðþjálfum, að ég þyrfti að skríða drulluna upp fyrir axlir, hlaupa þar til líða myndi yfir mig, gera armbeygjur þangað til ég heyrði fugla syngja og fleiri æfingar sem maður hef- ur séð hermenn gera í bíómynd- unum. Ég átti mjög fljótlega eftir að komast að því að ég hafði miklar ranghugmyndir um breska herinn og ég komst að því að ég hef horft á allt of margar stríðs- myndir. I staðinn fyrir allt þetta, sem áður er talið, hef ég á þessum tíma aldrei dmkkið meira te á allri minni ævi samanlagt, aldrei heyrt meiri skammstafanir á orð- um í enskri tungu (þeir skamm- stafa allt), sjaldan heyrt F-orðið sagt eins oft (nánast í öðru hverju orði), aldrei séð eins mikið eyðu- blaðaflóð um allt sem viðkemur ekki neinu (breski herinn hefur eyðublað fyrir allt, og ég tel sjálfan mig heppinn að þurfa ekki að fylla út eyðublað í þríriti ef klósettpappírinn kláraðist) og aldrei verið eins nálægt því að fá rasssæri af allri þeirri setu á fyrirlestum þessar þrjár vikur, og ég sem hélt að ég væri öllu vanur eftir fjögur ár í háskóla. Já, breski herinn var sko allur annar en ég hafði gert mér í hugarlund. Það að vera í breska hernum er 99% bið og 1% vinna og allt yfir þessa skiptingu kalla Bretarnir mikla vinnu. Þekking Breta: Allir voru yfir sig glaðir að sjá okkur og voru yfír sig hissa er við sögðum þeim að við værum að fara í sex mánuði til Bosníu- Hersegovinu sjálfviljug. Það héldu allir að við íslendingar hefðum her og að við værum þeir sem íslenski herinn hefði sent til að taka út sína refsingu fyrir slæma hegðum eða eitthvað verra. Já, breskri hermenn vissu ekki mik- ið um Island er við komum út en þeir eru allir að koma til, greyin. Þeir vita flestir hvar Neskaup- staður er á kortinu núna en það hefur sko tekið sinn tíma, skal ég segja ykkur, að láta þá bera þetta orð fram. Nafnið Ingi er nógu erfitt fyrir þá en þeir voru fljótir að komast að því að það rímar við miður fallegt orð í enskri tungu og eftir það hefur þetta nafn mitt verið barnaleikur fyrir þá að bera fram. En aftur að þjálfuninni. Við fengum að skjóta af byssum, hlusta á fyrirlestra um jarð- sprengjur, fyrirlestur um ástand- ið í Bosníu og um það hvemig á að keyra í Bosníu. Þetta síðast- nefnda var mikilvægasti fyrir- lesturinn því það er ekkert sem hefur kostað eins mikið af dauðs- föllum í Bosníu í liði NATO eins og umferðarslys. Ég held því reyndar fram að íbúar Bosníu þurfi ekki annað en að fá Olaf Þórðarson hjá umferðarfræðsl- unni til sín í einhvern tíma því eins og ég komst að síðar þá keyra íbúamir þar eins og kol- brjálaðir vitleysingar sem bera enga virðingu fyrir sínu lífi né annarra. Ferðalagið til Bosníu: Þegar þjálfum lauk fengum við 14 daga til að anda aðeins léttar áð- ur en við stefndum til Bosníu- Hersegovinu með Air Royal Air Force. Þeir sem eru í landhernum þola ekki vel þá sem eru í flug- hernum og ég get vel skilið af hverju eftir þá reynslu að hafa flogið með þeim til Bosníu. Við vorum vakin klukkan tvö um nótt til að ferðast í klukkutíma í nitu til staðar í 40 mín. akstursfjar- lægð frá flugvellinum (við vor- um í 30 mínútna fjarlægð frá flug- vellinum á þeim stað sem við vorum upphaflega). Á þessum stað biðum við í þrjá tíma áður en við fórum á flugvöllinn en þar biðum við í fjóra tíma áður en við fórum út í flugvélina og flug- um í þrjá tíma til Bosníu. Það er atriði sem breskir hermenn sögðu mér að venjast fljótt en það var að fara í rútu, úr rútu, í rútu, standa í röð, fara úr röð, fara í röð. Þeir eru ótrúlegir í þessu sambandi. Og ekki spyrja mig hvernig þessi her hefur unnið heimstyrjaldir. Sjúkrahúsið: Frá því ég kom til Bosníu hef ég unnið á sjúkrahúsi sem ég veit að Guðrún (minn elskulegi hjúkr- unarforstjóri á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað) myndi ekki kalla sjúkrahús ef hún sæi það. Sjúkrahúsið var til að byrja rneð í tjöldum, staðsett á miðju gólfi í verksmiðju er áður hýsti tæki til fatasauma. Núna er verið að endurbyggja spítalann og á meðan er spítalinn staðsettur í herbergi sem lekur. Það er skítkalt í því, mýs hlaupa hérna MELABÚÐIN 0'pð'_irðingum svo ooj <nndsmönnum ö um eofra jo a og ~avsoe Oov D o o Komcindi ovi KKum viðskiptin á ovinu sem ev oð \(5a @477 1301 og 477 1185 Kannski heldur öflugt fyrir rjúpnaveiðina. Margir íslenskir veiðimenn myndu eflaust gefa mikið fyrir slíkt verkfœri.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.