Austurland


Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 20

Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 20
20 Jól 1998 foreldrarnir í ströngu í eldhús- inu. Jólamaturinn er svo borðað- ur í hádeginu og snæða flestir kalkúna í jólamatinn. I eftirmat er svo borðaður jólabúðingur sem er borinn fram logandi með mik- illi viðhöfn. Eins og í Ástralíu er það siður að setja pening í búð- inginn og má sá sem fær pening- inn óska sér. Klukkan þrjú síð- degis hlusta svo allir á ræðu drottningarinnar í sjónvarpinu og á eftir er drukkið te og borð- aðar kökur. Á jóladag borða margir á veitingastöðum eða börum og á það aðallega við um einstæðinga og gamalt fólk sem ekki nennir að standa í elda- mennsku. Einnig er fjöldi fóiks á Englandi sem er af erlendu bergi brotið og þar á meðal margt fólk sem ekki heldur jólin hátíðleg og þetta fólk vinnur oft eðlilega vinnudaga yfir jólin. Almennt séð má þó segja að jóladagurinn sé samverudagur fjölskyldunnar og flestir halda sig heima við í faðmi hennar. Að kvöldi jóla- dags borða Bretar yfirleitt létt hlaðborð. Menn gæða sér á af- ganginum af kalkúnanum, borða osta, jólakökur og annað góð- gæti. Margir drekka jólaglögg, léttvín, eða aðra áfenga drykki þetta kvöld. Annan í jólum kalla Bretar „Boxing day“, eins og Ástralir. Þessi dagur er mikill íþróttadag- ur rétt eins og hjá Áströlum og eru gjarnan leiknir rugby-leikir í góðgerðarskyni þennan dag. Fleiri íþróttir eru stundaðar þennan dag og m.a. er boxað. Þetta er einnig stærsti veiðidagur ársins og er þá ekki átt við fisk- veiðar, heldur refaveiðar. María segist oft hafa farið með fjöl- skyldunni á markaðstorg bæjar- í Neskaupstað eru búsett hjónin Taina Otsamo og Pétur Siguijóns- son ásamt dætrum sínum, þeim Tinnu Katariinu og Jóhönnu Tuuliu. Pétur er Norðfirðingur að uppruna, en hann hefur búið í Finnlandi í 12 ár. Fjölskyldan ætlar að vera á Islandi í eitt ár, en þau komu hingað m.a. vegna hins erfiða atvinnuástands sem ríkt hefur í Finnlandi síðustu árin. Pétur er bátasmiður að mennt og starfaði hann við að smíða snekkj- ur fyrir erlenda ríkisbubba, þar til sú atvinnugrein hrundi alger- lega í upphafí þessa áratugar. Síð- an þá hefur enga vinnu verið að fá nema hlutastörf og tímabund- in störf, en viðvarandi atvinnu- leysi hefur verið yfir 20% í Finn- landi og á sumum svæðum allt að 50%. Taina er hins vegar list- menntuð og hefur hún rekið eig- in vefstofu í nokkur ár. Fjölskyld- an býr í sveit skammt frá bænum Oulu í Norður-Finnlandi og eiga þau þar stórt gamalt hús sem ins, en þar hófust veiðamar og var þá mikið um dýrðir. Uppá- klætt fólk á hestbaki með veiði- hunda, skálaði í kampavíni og flutti skálarræður áður en haldið var af stað. Að þessu loknu fór fjölskyldan oftast á pöbbinn. Pétur hefur verið að gera upp síðustu árin. I Finnlandi fara verslanir að minna á að jólin séu á næsta leiti í lok nóvember, með tilheyrandi auglýsingamennsku. I desember hafa nú orðið margar verslanir opið á sunnudögum, en það tíðk- aðist ekki áður fyrr. Reyndar er enn kvóti á sunnudagsopnanir og er það til vitnis um að Finnar taka hvíldardaginn alvarlega, en Finn- ar em að ýmsu leyti meiri bók- stafstrúarmenn en við Islendingar. I desember er algengt að fyrir- tæki haldi svokölluð „litlu jól“ og bjóði starfsmönnum í mat og á ærlegt fyllirí, en sá siður er reyndar algengur um alla Skandi- navíu. Skreytingar eru ekki eins miklar hjá Finnum og hjá okkur, a.m.k. ekki á heimilum, en víða er mikið skreytt í bæjum og borgum og eru verslunareigend- ur þar duglegastir. Á heimilinu er jólatréð mikilvægasta skreyt- ingin, en það er ekki sett upp fyrr en á aðfangadag. I sveitum tíðk- ast að fjölskyldufaðirinn arki með börnin út í skóg og velji tré til að höggva og draga heim á sleða og hafa Pétur og Taina haldið í þessa hefð. Lofthæðin í stofunni hjá þeim er svo mikil að þau geta haft þriggja metra hátt jólatré! Önnur merkileg hefð í skreyting- um em svokölluð „himmeli“, sem eru skreytingar úr stráum sem bundin eru saman og hengd upp í loftið, en þessar skreytingar eru afar flókin og fínleg smíði. Einn- ig búa Finnar til jólageithafur úr stráum sem bundin em saman. (Reyndar er gaman að geta þess að á finnsku er notað sama orðið yfir „jólahafur" og ,,jólasvein“.) Kertaljós eru einnig mikið notuð til skreytinga. Finnar eyða nokkr- um tíma í bakstur og matargerð fyrir jólin. Þeir baka smákökur og ávaxtakökur og útbúa einnig meðlæti með jólamatnum, sem eru t.d. réttir sem gerðir eru úr rófum og sírópi og úr gulrótum og rís. Þeir búa einnig til pipar- kökuhús sem skreytt em með sykri og súkkulaði og hjálpa böm- in gjarnan til við húsasmíðamar. Á aðfangadag hafa Finnar margar skemmtilegar hefðir. T.d. fá börnin gjafimar á aðfangadag og kemur jólasveinninn með þær inn á hvert heimili. í Finnlandi eru gjafimar bara merktar við- takenda, ekki gefanda, og koma Annað merkilegt fyrirbæri sem sést bara á annan í jólum eru svo- kallaðir „Morrismen“, en það er fólk í hvítum búningum, með bjöllur á ökklum og úlnliðum sem dansar þjóðdansa án undirleiks. Marfa segist hafa haldið í sína því allar gjafir bara frá jólasvein- inum, sem reyndar er yfirleitt fjölskyldufaðirinn eða afinn í dulargervi. Finnar eyða ekki eins miklu í jólagjafir og við íslend- ingar og það eru fyrst og fremst börnin sem fá gjafir. Á aðfanga- dag er haldið í þá hefð að taka kornknippi og gefa fuglunum að borða. Um klukkan fjögur síð- degis fer fjölskyldan í saunabað og slappar af áður en sest er að veisluborðum. Á hveiju sumri út- vegar fólk sér birkigreinar, sem svo eru frystar eða þurrkaðar, og á fólk því ferskt birki til að slá á bakið á sér í gufunni, en það kemur blóðinu á hreyfingu og ferskur birkiilmurinn fyllir vitin. Eftir saunabaðið er svo sest að snæðingi og eru miklar krásir á borðum. Pétur og Taina hafa haft lambakjöt á jólaborðinu síðustu árin, en það þykir óvenjulegt því flestir borða svínakjöt í jólamat- inn. Kjötið er annaðhvort reykt eða saltað og steikja menn heil svínslæri. Meðlætið er eins og áður sagði einskonar rófu- og gul- rótarstöppur sem eru hitaðar í ofni. Finnar borða einnig sér- stakt jólabrauð og síðast en ekki síst er síldin mikilvægur réttur á jólaborðunum. Pétur segir það hafa vakið athygli sína að mikil- vægi síldarinnar er slíkt að fréttir koma um það í sjónvarpinu þegar sfldin kemur með flutninga- skipum frá Islandi. Reyndar segist Pétur hafa heimildir fyrir því að stór hluti af þeirri síld sem Finnar borða sé unnin á Norð- firði, enda vilji Finnar bara gæða- vöru. Eftir matinn eru gjafimar svo opnaðar og er það að sjálf- sögðu stund sem er í uppáhaldi hjá yngstu kynslóðinni. Að sögn jólasiði eftir fremsta megni og íjölskyldan heldur bæði aðfanga- og jóladag hátíðlegan og borðar því svínahamborgarhrygg á að- fangadag og fuglakjöt á jóladag Tainu er á aðfangadagskvöld rifj- uð upp fæðing Krists og sungnir jólasálmar og seint á aðfanga- dagskvöldið er farið í messu. Reyndar er Taina alin upp á afar kristilegu heimili þar sem faðir hennar er prestur, en hún segir þó kirkjusókn Finna almennt vera góða yfir jólin. Sérstaklega er orðið vinsælt að fara til messu klukkan sjö á jóladagsmorgun. Jóladagurinn er afar rólegur í Finnlandi. Flestir halda sig heima- við og gæða sér á hinum ýmsu kræsingum og njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar. Fólk borð- ar afganga frá því kvöldið áður, enda fáar fjölskyldur sem torga heilu svínslæri í einni máltíð. Sfldarréttir af ýmsum gerðum eru einnig í öndvegi á jóladag og menn gæða sér á jólabrauði. Þá er ráðist á piparkökuhúsið, en það er yfirleitt svo stórt að það endist fram að áramótum. Einnig er fólk duglegt að raða í sig kon- fekti og sælgæti eins og við ís- lendingar erum yfir hátíðarnar. Jóladagurinn er alger helgidagur og engin fyrirtæki eða verslanir eru opnar þennan dag. Annar í jólum er líka helgi- dagur hjá Finnum og eru fyrir- tæki og verslanir einnig lokaðar þann dag, þó að reyndar séu sjopp- ur víða opnar. Um miðjan dag eru haldnar guðþjónustur og hefð er fyrir því að á þessum degi séu grafir ættingja skreyttar með ljós- um eða kertum. Á annan í jólum er algengt að ættingjar eða vinir séu heimsóttir og em menn einnig dug- legir að borða á þeim degi. Reynd- ar er meira léttmeti á borðum og t.d. er borðaður svokallaður „lút- fiskur“ í hádeginu. Lútfiskur er saltaður þorskur, sem hefur verið lagður í sérstakan lút, en við það fær hann ákveðið bragð og miss- ir allan lit. Fiskurinn er svo borð- aður með jafningi og kartöflum. Þennan sið má einnig finna í Skandinavíu. Oskum ðllum Ajstfiráíngum Gleðílegra jób og farsæls kamandí drs Pdkkum víáskíptin á dnínu sem erad líða |Norð^n»óll> í NES k APOTEK NESKAUPSTAÐ ESKIFIRÐI REYÐARFIRÐI Óskum viðskiptavinum okkar og iandsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. HEÐINN SMIÐJA Stórás 6 210 Garðabœr Finnsk jól Fara í sauna á aðfangadag Pétur Sigurjónsson og Taina Otsamo, ásamt dœtrum sínum, Jóltöimu og Tinnu. Tréð á myndinni er um þriggja metra liátt og Pétur hjó það sjálfur áti í skógi.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.