Austurland


Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 14

Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 14
14 Jól 1998 Kvikmyndasýningamaður í meira en hálfa öld Spjallað við Halldór Friðriksson á Eskifirði Það þykir sjálfsagt mörgum ótrúlegt að einhver Austfirðingur skuli hafa fengist við kvikmyndasýningar ímeira en hálfa öld, en það er engu að síður staðreynd að slíkur maður finnst á Eskifirði. Halldór Friðriksson lœrði að sýna kvikmyndir árið 1947 og síðast stóð liann við sýningarvélina í Valhöll á Eskifirði í maímánuði á þessu ári. Það skyldi því engan undra að Halldór var gerður að heiðursfélaga Félags sýningarmanna við kvikmyndahús á síðasta ári. Halldór Friðriksson er fœddur á Eskifirði þann 5. nóvember árið 1918 og varð því áttrœður í nóvember sl.. I reyndinni sér enginn á Halldóri að þar fari maður á nírœðisaldri því hann er í sannleika sagt bráðhress, fylgist vandlega með öllu sem er að gerast í samfélaginu og hefur til þess skýra afstöðu. Alla sína tíð hefur Halldór búið á Eskifirði. Hann er soiiur hjónanna Friðriks Arnasonar frá Högnastöðum og Elínborgar Kristínar Þorláksdóttur seni var Húnvetningur að uppruna. Heimilið sem Halldór ólst upp á var gott en þar var ekki búið við ríkidœmi og má nefna íþví sambandi að systkini Halldórs voru átta og sváfu þau öll ásamt foreldrunum í einu herbergi árum saman. Fjórtán ára að aldri hóf Halldór sjómennsku en í land fór hann árið 1945 og lítið á sjó eftirþað. I landi starfaði Dóri við ýmislegt og má íþví sambandi nefiia að árum samait vann hann í rörasteypu Lúthers Guðnasonar og eins var hann leitgi á hafnarkrananum. Arið 1971 réði Halldór sig sem húsvörð ífélagsheimilið Valhöll og þvt starfi gegndi hann íyfitr tuttugu ár. Dóri hefur lengi verið afar virkur í söngstarfi á Eskifirði. Hann hóf að syngja í kirkjukórnunt 16 ára að aldri og syttgur enii í honum. Eiitnig tók liann þátt íað stofna karlakórinn Glað á síiiuiit tínta og söng með hoituin á meðatt hann var við lýði. Reyndar var Glaður mikilvœgur þáttur ífélagslífi Eskfirðinga árum saman og fyrir iitan það að halda söngskemmtanir stóð kórinn fyrir dansleikjahaldi. Oft kom t.d. Svavar Benediktsson til Eskifjarðar frá Norðfirði á vegum Glaðs til að leika á dansleikjum á nýársdag. Þá voru venjulega tveir Glaðsfélagar sendir fótgangandi á móti Svavari upp í Oddsskarð til að fylgja honum og Itjálpa honum að flytja harmonikkuna. Halldór kvæntist Þóru Helgadóttur Kentp og eignuðust þau fjögur börn eit Þóraféll frá árið 1988. Tíðindamanni Austurlands lék sérstök forvitni á að fá að lteyra sögu Halldórs Friðrikssonar sem kvikmyndasýningamanns en eins og gefur að skilja sýitdi hanit ávallt kvikmyndir í hjáverkum meðfram erfiðum störfiim seitt hann sinnti.Hér á eftir fer frásögn Halldórs um störfhans að sýningu kvikmynda. í fyrsta sinn í bíó Eg man það afar vel þegar ég fór fyrst í bíó. Það mun hafa verið í kringum 1925 en þá sýndi Guð- mundur Jóhannesson, kaupmaður hér á Eskifirði, kvikmyndir í sal sem var í húsi Friðgeirs Hallgríms- sonar. Guðmundur átti hand- snúna kvikmyndasýningarvél og sýndi þarna þöglar myndir en á meðan á sýningu stóð lék norsk kona, Elsa Randulff, á píanó. Auðvitað var það mikil upp- lifun að fara í fyrsta sinn í bíó en ekki hvarflaði að mér þá að ég ætti eftir að sinna kvikmynda- sýningum áratugum saman. Guðmundur Jóhannesson sýndi kvikmyndir í húsi Friðgeirs um nokkurt skeið en ég fór ekki oft á sýningar hjá honum enda kostaði 25 aura inn og 25 aurar voru ekki á hverju strái á þessum árum. Kvikmyndasýningar á stríðsárunum Um eða uppúr 1940 kom Georg Magnússon með rafknúna kvik- myndasýningarvél til Eskifjarðar og hóf kvikmyndasýningar í skólanum. Eðlilega þótti það mikil bylting að sjá kvikmyndir sýndar með rafknúinni vél og eins þótti talið skipta miklu máli. Georg fékk fljótlega Hlöðve Jónsson bakara til að sýna kvik- myndir fyrir sig á Eskifirði en hann kom upp aðstöðu til kvik- myndasýninga á Reyðarfirði og sýndi þar sjálfur. A Reyðarfirði var margt um manninn á hemáms- tímanum og erlendu hermenn- irnir þar voru gríðarlega duglegir að sækja bíó. Undir lok hernámstímans lögðust kvikmyndasýningar nið- ur á Reyðarfirði og um líkt leyti var hætl að sýna kvikmyndir á Teikning afHalldóri sent honuni var fœrð að gjöf þegar hann átti 45 ára sýningarafmæli. Eskifirði. Margir á þessum stöð- um söknuðu þess að geta ekki lengur farið í bíó. Halldór gerist kvik- myndasýningarmaður Arið 1946 festi Davíð Jóhannes- son, kaupmaður á Eskifirði, kaup á nýjum kvikmyndasýningar- tækjum og hóf að sýna kvik- myndir í skólanum, en Davíð var bróðir Guðmundar Jóhannesson- ar sem fyrstur hóf að sýna kvik- myndir á staðnum. Tækin sem Davíð festi kaup á voru franskrar gerðar og þóttu afar fullkomin. Þegar Davíð hafði sýnt kvik- myndir á Eskifirði um eins árs skeið bauð hann mér og Eiríki Ólafssyni að kaupa af sér sýn- ingarbúnaðinn. Sagði Davíð að hann skyldi kenna mér á tækin þannig að ég fengji uppáskrifuð réttindi sem kvikmyndasýning- armaður. Akváðum við Eiríkur að slá til og kaupa tækin og skyldi ég læra að fara með þau. Þegar í upphafi ræddum við Eirfkur um það að við skyldum ekki eingöngu nota tækin á Eskifirði heldur skyldum við einnig fara með þau á Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð og sýna kvikmyndir þar. Eiríkur átti vörubíl og skyldi hann notaður þegar við færum í kvikmynda- sýningarferðir á Reyðarfjörð. Enginn vegur var hins vegar frá botni Reyðarfjarðar og út að Kolmúla og því þurftum við að fara á báti yfir að Kolmúla og þaðan með bíl yfir Staðarskarð og inn í Búðakauptún þegar við sýndum myndir á Fáskrúðsfirði. Við Eiríkur hófum kvikmynda- sýningar á árinu 1947 og var okk- ur afar vel tekið þegar við hófum sýningar á Reyðarfirði og Fá- skrúðsfírði. Sýningamar voru vel sóttar bæði af börnum og fullorðnum. Til Fáskrúðsfjarðar var gjarnan farið einu sinni til tvisvar í mánuði og oftast sýndar fimm myndir á fimm dögum. Mestur kraftur í þessari starfsemi okkar var á árunum 1954-1956 og þá kom jafnvel fyrir að ég færi með tækin upp í Eiða og sýndi þar bíó fyrir skólanemendur. Við reyndum að sýna allskon- ar myndir á þessum árum. Vin- sælustu myndirnar hjá fullorðn- um voru gjaman sögulegar m y n d i r eins og Ben Húr en eins voru gaman- myndir alltaf vinsælar. Rafmagnslaust á Reyðarfírði Á Reyðarfirði sýndi ég bíó í Bretaskálanum sem notaður hafði verið sem kvikmyndahús á stríðs- ámnum. Vinur minn á Reyðar- firði, Marinó Sigurbjömsson, sá ávallt um að auglýsa bíó fyrir okkur en við áttum margar góðar hjálparhellur á staðnum. Einu sinni þegar Marinó var búinn að auglýsa bíó og komið var fram á sýningardag hringdi hann í mig og sagði að ekkert þyrfti að hugsa um bíó því allt væri rafmagnslaust á staðnum. Eg sagði honum að ég kæmi yfir í hvelli því við hlytum að geta fengið lánaðan dýnamó og bjarg- að okkur þannig. Við Eiríkur feng- um dýnamó lánaðan og tengdum hann yfir á viftureim í vömbíl Eiríks og þannig gátum við framleitt straum fyrir sýningar- skálann. Reyðfirðingar urðu ansi hissa þegar það spurðist að það yrði bíó þrátt fyrir rafmagnsleysið. En við vomm ansi heppnir í þessu tilviki því einmitt þegar sýningu myndarinnar lauk brann dýna- mórinn yfir og allir gengu í niða- myrkri út úr bragganum. Árið 1956 hófust kvikmynda- sýningar í Félagslundi, nýju og glæsilegu félagsheimili Reyð- firðinga. Fest vom kaup á ágætum sýningarbúnaði í félagsheimilið og var ég fenginn til að sýna á fyrsta starfsári þess. Sýningarstaðir á Eskifirði Þegar ég byrjaði að sýna kvik- myndir á Eskifirði var sýnt í skólanum en í kringum 1950 hófust kvikmyndasýningar í Ungó eða Ungmennafélagshús- inu sem var í eigu Ungmenna- félagsins Austra. I Ungó var sýnt alveg þar til kvikmyndasýningar hófust í félagsheimilinu Valhöll en Valhöll var vígð árið 1957. Eg var strax ráðinn til að annast kvikmyndasýningar í Valhöll og hef sinnt því hlutverki síðan. Það voru oft fjölsóttar kvik- myndasýningarnar í Ungó og á bamasýningunum gekk gjaman mikið á enda áhersla lögð á að sýna myndir með hetjum á borð við Tarsan og Roy Rogers. Þegar ég varð áttræður orti bróðursonur minn, Ellert Borgar Þor- valdsson, um mig heljar- mikinn brag sem mér þykir vænt um. Eitt er- indið í bragnum fjallar einmitt um bíósýningarn- ar í Ungó og það hljóðar svo: í Ungó var alltaf fjör, indíána flaug mörg ör. Gripið til byssu, ó boy, er birtust þeir Trigger og Roy. Tarsan í trjágreinum oft fékk sér far - og Dóri, hann var þar. Eg notaði mín eigin sýningar- tæki til ársins 1957 en þegar Val- höll var byggð voru keypt sýn- ingartæki í húsið. Kvikmynda- sýningarvélin í Valhöll var keypt af Laugarásbíói en hún var lítið notuð þegar hún kom til Eski-

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.