Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Blaðsíða 13
Um -is endingu atviksorða
11
Streymi telur hann aðeins koma fyrir í atviksorðinu andstreymis ‘á móti
straumi’. Ég hef ekki getað fundið eldri dæmi um það orð en frá 18.
öld en aftur á móti koma fyrir í fomu máli atviksorðið forstreymis og
nafnorðin andstreymi og óðstreymi. Af eignarfallinu týnis telur hann
myndað atviksorðið samtýnis og að síðustu af eignarfallinu viðris at-
viksorðiðforviðris, en dæmi em einnig til í fomu máli um áviðris.
2.3 Viðliður annar nafnorðsstofn
Til síðari flokks síns telur Sturtevant 17 síðari liði samsetninga og
tekur hann réttilega fram að hljóðvarp komi fram þar sem skilyrði em
til þess. Þeir liðir sem hann telur upp em berg, brekka, dagr,fang,fótr,
hönd, hæll, kaup, land, leið, skeið, sól, spánn, stund, tíð, vegr og ár
og gerir hann ráð fyrir að þau atviksorð, sem af þeim séu leidd, séu
mynduð vegna áhrifa frá fyrri flokknum. Þessum samsetningarliðum
má fækka niður í átta og er rétt að líta nánar á hina níu sem ætla má að
séu z/a-stofnar.
Undir berg hefur hann atviksorðiÖforbergis ‘niður á móti’. Það gæti
allt eins verið myndað fyrir áhrif frá nafhorðum sem enda á -bergi eins
og iQgbergi.
Nokkur nafnorð koma fyrir í fomu máli með -degi sem síðari sam-
setningarlið, t.d. hádegi, miðdegi, skammdegi. Það er því eðlilegra að
flytja árdegis í fyrri flokkinn.
Atviksorðið bráðfengis telur hann myndað af nafnorðinu/a«g. Það
er rétt svo langt sem það nær. Eðlilegra virðist þó að líta svo á að
atviksorðið sé myndað í samræmi við nafnorð sem enda á -fengi eins
og fullfengi, heitfengi, matfengi, vinfengi. Það flyst því einnig í fyrri
flokkinn.
Af hönd telur hann atviksorðið bráðhendis > bráðendis ‘skyndilega’.
I orðabók Fritzners er aðeins að finna bráðendis ásamt allsendis og
snemmendis (Fritzner IY:86) og ekki kemur það fyrir í bók Larssons
um málið á elstu handritum (Larsson 1891). Ekki hef ég fundið gamalt
dæmi um bráðhendis (sjá síðar).
Undir kaup nefnir Sturtevant ókeypis. Til vom hvorugkyns nafhorðin
ákeypi og brigðkeypi og er atviksorðið myndað að slíkri fyrirmynd.