Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Blaðsíða 111
Breytingar á persónubeygingu miðmyndar
109
Sagnimar sem teknar eru sem dæmi eru kallast, sem er veik ö-
sögn, gerast, sem er veik ija-sögn, og bjóðast, sem er sterk sögn.
Fyrstu persónu myndimar eru skáletraðar, en myndir annarrar og þriðju
Persónu eintölu eru teknar með til samanburðar. Gamlar myndir eru til
vinstri við örvamar, en nýjar til hægri. Stafsetning er samræmd og
sumir hnjóta eflaust um að alltaf er skrifað -st í endann en ekki -z eins
°§ algengast er í handritum frá seinni hluta 13. aldar og fram á 15. öld.
Ástæðan íyrir þessu er sú að ég þykist geta leitt að því óyggjandi rök
(Kjartan G. Ottósson í undirbúningi) að -sk í elsta máli, t.d. í gerisk,
Verði milliliðalaust að -st, og -z standi því fyrir -st í miðmynd. Hér er
hins vegar ekki rúm til að fara nánar út í þá sálma.
Ég fjalla nú fyrst um eðli breytingarinnar í fyrstu persónu eintölu,
um forsendur hennar innan málkerfisins og tengsl við aðrar breytingar,
°g síðan um framgang breytingarinnar í textum.
f*egar rætt er um eðli breytingarinnar er fyrst nauðsynlegt að gera sér
grein fyrir mikilli sérstöðu hinna gömlu mynda 1. persónu eintölu innan
málkerfisins fyrir breytinguna, þ.e. um 1300 og fyrr. Um slíka sérstöðu
er mikið fjallað í helsta kenningakerfí innan sögulegrar beygingarff æði,
svokallaðri náttúrlegri morfológíu, sem t.d. Wolfgang Wurzel (1984)
er fulltrúi fyrir. Það er ein meginkenning náttúrlegrar morfológíu að
heygingarkerfí hafí tilhneigingu til að losa sig við kerfisgagnstæð-
^ heygingarmyndir. Þá er átt við myndir sem brjóta í bága við þau
Smndvallarmynstur kerfisins sem annars er almennt fylgt.2
Éf við lítum á töflu 1 sjáum við að fyrsta persónan víkur á ýmsan hátt
frá grundvallarmynstmm sagnbeygingarkerfisins. Stærsta ffávikið felst
1 bvf að fyrsta persóna eintölu er oft samhljóða fleirtölunni. Endingin er
Su sama í framsöguhætti: ek gerumst og vér gerumst, og þegar fleirtalan
efur annan stofn en eintalan fylgir fyrsta persóna eintölu fleirtölunni.
^ig háttar m.a. til í sterkum sögnum. Eins og sjá má í töflu 1 er 1.
ganga reyndar lengra en að tala um tilhneig-
fyrir um breytingar innan beygingarkerfa á
fallist á þetta, m.a. vegna þess að beygingar-
um öll atriði og mynstur af mismunandi tagi
togast á án þess að einsýnt sé hvort megi sín meira.
in ^&*smenn náttúrlegrar mo
§u því þeir telja að hægt sé £
ntndvelli þessara mynstra. Ég ;
e *’ fylgja ekki alltaf skvrum m