Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Blaðsíða 175
Mál er að mæla
173
tæplega 3/4 af lengd áhersluríms. Meðal einstakra hljóða er hlutfall
gómhljóða af áherslurími hæst, þótt ekki sé munurinn mikill.
Lengdarmunur stutts og langs sérhljóðs (á undan lokhljóði) er 59,8
ms, en hlutfallslega er munurinn 1:1,85. Myndunarstaður eftirfarandi
lokhljóðs virðist hafa áhrif á lengd sérhljóðs, því sérhljóð em greinilega
styst á undan gómhljóðum.
Þá er komið að tölum fyrir aðblásin lokhljóð, en þær er að finna í
eftirfarandi töflu.
V aðbl lok frbl/opn C V+C C/V+C
happa 73,3 82,3 129 13,2 225 298 0,75
hattur 75,8 85,8 111 25,5 222 298 0,75
bakki 73,0 101,0 104 38,0 243 316 0,77
hakka 70,3 98,8 104 22,2 225 295 0,76
Mtal: 73,1 92,0 112 24,7 229 302 0,76
Tafla 16: Meðallengd aðblásinna lokhljóða í innstöðu hjá Norðlending-
um
^ér kemur fram að munur aðblásinna og langra lokhljóða í norðlensku
er 5 8 ms, en það er dálítið meiri munur en á stuttum og löngum lokhljóð-
Urn- Mestu munar á tannhljóðum (68 ms) en minnstu á varahljóðum
(51 ms).
^•1.3 Samanburður
( þessum kafla verða bomar saman niðurstöður fyrir sunnlenska og
n°rðlenska hljóðhafa. Lesendum til hægðarauka verða töflur 11-16
^regnar saman í töflu 17 þannig að meginatriðin komi fram.