Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Blaðsíða 28
26
Guðrún Kvaran
vegur: alvegis, einvegis, fjallvegis, framvegis, hálfvegis, heimvegis,
landvegis, langvegis, miðvegis, nærvegis, smávegis, tvívegis, þrívegis
og þveivegis.
6. Forliðir í yngra máli
Við samanburð á forliðum í fomu máli og yngra máli sést að þeim
hefur fjölgað verulega. Við þá 54 fyrri liði sem fram komu í Fritzner
hafa bæst 83, þar af 14 sem teljast til fomafna, 36 til nafnorða, 29 til
lýsingarorða og 4 til töluorða.
Athygli vekur hve nafnorðum hefur fjölgað. í foma málinu vom þau
aðeins 8 (dag-, haf-, land-, leið-, nátt-, sólar-, svip-, vá-) og em öll
nema leið- (í leiðvegis) notuð enn. Um sum em þó ekki dæmi fyrr en á
19. öld í safni OH. Nafnorð sem fyrri liðir í yngra máli skiptast þannig
eftir öldum í lista OH:15
17. öld: haust-, nátt-, strand-, streng-, svip-, vetrar-, vo- (=vá-).
18. öld: sjó-, sól-, sólar-, þjóð-.
19. öld: bog-, bréf-, dag-, geig-, haf-, hring-, krók-, rim-, skip-.
20. öld: ás-, bfl-, eld-, fjall-, flug-, hlé-, hæl-, sím-, sæ-.
Það er ef til vill engin tilviljun að flestir þessir liðir koma fyrir í
samsetningum með algengustu síðari liðunum sem áður em nefndir.
7. Lokaorð
Ef litið er yfir það sem fram hefur komið má sjá að í allra elstu
textum vom næstum öll þau atviksorð, sem enda á -is og mynduð em
með nafnorð sem síðari lið, uppmnalegir ý'a-stofnar. Yngri dæmi úr
foma málinu em einnig að meiri hluta upphaflegír ýri-stofnar. Ekki er
fráleitt að ætla að fleiri //a-stofnar hafi verið til í málinu en þeir sem
kunnir em af bókum og ýa-stofna flokkamir hafi því verið stærri en
fram kemur af skrám mínum.
í annan stað mætti nefna að yfirgnæfandi meirihluti ri-atviksorðanna
hefur langstofna viðlið og hljóðvarp er næstum ríkjandi þar sem að-
stæður leyfa. Auk samstundis em aðeins þrjú orð úr yngra máli án
15 Um fimm liði, sem fengnir eru úr Bl., voru ekki dæmi í lista OH (boð-, land-,
skot-, stjórn- og vetur-).