Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Blaðsíða 226
224
Leiðbeiningar umfrágang greina
13. Heimildir
Skrá um þær heimildir sem vitnað er til þarf að fylgja öllu efhi,
þ.á m. ritdómum. Þar er heimildum raðað í stafrófsröð eftir nöfnum
höfunda ellegar skammstöfuðum eða styttum heitum rita ef ekki er
unnt að kenna ritið við tiltekinn höfund. Séu höfimdar fleiri en einn em
þeir tilfærðir í þeirri röð sem höfð er í heimildinni sjálfri. í greinum
sem skrifaðar em á íslensku skal nota íslenska stafrófsröð (a á undan
á o.s.frv.) og miða röðun við skímamafn íslenskra höfunda en raða
erlendum höfundum eftir seinna nafni (ættamafhi). Tvö eða fleiri rit
sem hafa sama útgáfuár og em eftir sama höfund skal auðkenna með a,
b ... (fast við útgáfuár) í heimildaskrá, sbr. Wasow (1977a) og Wasow
(1977b) í skránni hér á eftir:
HEIMILDIR
Andrews, Avery. 1971. Case Agreement of Predicate Modifiers in Ancient Greek.
Linguistic Inquiry 2:127-151.
Baldur Jónsson. 1970. Reconstructing Verbal Compounds on the Basis of Syntax.
Hreinn Benediktsson (ritstj.): The Nordic Languages andModern Linguistics [1],
bls. 379-394. Vísindafélag íslendinga, Reykjavík.
Bjöm K. Þórólfsson. 1925. Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld og breytingar
þeirra úr fornmálinu. Fjelagsprentsmiðjan, Reykjavík.
DI = Diplomatarium Islandicum, íslenzktfornbréfasafn 12,1. Hið fslenzka bókmenta-
félag, Reykjavík, 1923.
Eiríkur Rögnvaldsson og Höskuldur Þráinsson. 1990. On Icelandic Word Order Once
More. Maling, Joan, og Annie Zaenen (ritstj.): Modern Icelandic Syntax, bls.
3-40. Academic Press, San Diego.
ER/HÞ = Eiríkur Rögnvaldsson og Höskuldur Þráinsson (1990).
FMR = Fyrsta málfræðiritgerðin. Hreinn Benediktsson (útg.): The First Grammatical
Treatise, bls. 206-246. Institute of Nordic Linguistics, Reykjavík, 1972.
Helgi Bemódusson. 1982. Ópersónulegar setningar. Kandídatsritgerð f íslenskri mál-
fræði, Háskóla íslands, Reykjavík.
Heusler, Andreas. 1962. Altislándisches Elementarbuch. 5. útg. óbreytt. Carl Winter
Universitatsverlag, Heidelberg.
Höskuldur Þráinsson. 1979. On Complementation in Icelandic. Garland, New York.
ÍO = íslenzk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstjóri Ámi Böðvarsson. Bóka-
útgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík, 1963.
Jón Jónsson. 1991. Athugasemd um nafnið Jón. Ritgerð. [Væntanleg í íslensku máli
og almennri málfrœði.]