Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Blaðsíða 8

Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Blaðsíða 8
54 ISLENSKT SKÁKBLAÐ skarpaslur og hljóía enn meisfaratignina. Enda tapaði hann engri skák, en gekk frá borði með 2 jafntefli. — Ari Guðmundsson hefir einnig enn sýnt, að hann á sæti á bekk með bestu skákmönnum okkar. Hlaut hann og II. verðlaun. Tapaði hann aðeins einni skák við E. Gilfer og gerði 2 jafntefli. — Sigurður Jónsson, sem skák- meistari varð í fyrra, átti nú óvenju erfitt uppdráttar. Varð hann í þefta sinn 3. maður og 2'h vinning lægri en skákmeistarinn. Tap- aði hann þó aðeins 1 skák. En hann varð »jafnteflakóngur« frá þessu þingi með því að hann gerði helming tefldra skáka jafntefli. Pótt svona færi í þetta sinn, er Sigurður einn allra farsælasti skák- manna okkar. Og það mun Iengi sannast, að þótt Sigurður nái ekki fullum sigri, mun fáa erfiðara að gersigra en hann. — Stefán Ólafsson varð í þetta sinn 4. maður. Það má segja um Stef- án Ólafsson eins og Sigurð Jónsson, að hann er með okkar far- sælustu skákmönnum. En lrann hefir áit við að búa megna van- heilsu síðastl. vetur og mun nú hafa goldið þess við kappskákirnar og ekki notið sín sem skyldi. Hefir nú verið niinst lítillega verðlaunahafanna í I. flokki frá þessu Skákþingi. Eru 3 þeirra skákmeistarar frá fyrri þingum: Egg- ert Gilfer 5 sinnum, Stefán Ólafsson 3 og Sigurður Jónsson 2 sinnum. Til þessa þings kom og 4. skákmeistarinn, hinn fyrsti, sem tók þá tign, Pjetur Zóphóníasson. Var för hans fyrst og fremst ger til þess, að mæta sem fulltrúi á aðalfundi Skáksambandsins. Höfðu þó skákvinir vænst þess, að hann mundi verða keppandi á Skákþinginu, því að Pjetur er kunnur bæði sem skákmaður og skák- rithöfundur. En af þessu varð þó ekki. Er og sýnilegt, að ákjós- anlegra er að vera áhyggjulaus en stríðandi konungur. Ekki er hægt að ganga fram hjá því, að minnast enn eins keppandans frá Skákþinginu, Sveins Porvaldssonar, úr Skákfjelagi Sauðáikróks. Frammistaða hans á þessu Skákþingi er svo glæsi- leg, þegar tillit er tekið til þess, að hann er aðeins 17 ára að aldri og svo að segja nýbyrjandi. Mætti ætla eftir því sem skákstyrkur hans er mikill nú þegar, að við ættum hjer skákmeisfaraefni, ef hann þá fær tíma og tækifæri til að þroska og æfa skákgáfu sína og honum gefst kostur á, að fá góðan skóla. Eins og getið er hjer að framan, keptu 12 manns í II. flokki á þessu Skákþingi. Tók þar 1. verðlaun Sveinn Hjartarson frá Siglu- firði. Gekk hann frá borði með IOV2 vinning og tapaði því engri

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.