Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Blaðsíða 9

Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Blaðsíða 9
ÍSLENSKT SKÁKBLAí) 55 skák, en gerði 1 jafntefli. Er hann nú með þessu kjörinn I. ílokks skákmaður, samkv. Skákþingsreglugerðinni. 2. og 3. verðl. tóku og skiftu með sjer Gústav A. Ágústsson úr Skákfjel. Gagnfræðaskólans og Þráinn Sigurðsson frá Siglufirði, með 7Ú2 vinning hvor. Fylgdi óblandinn áhugi áhorfenda og teflenda töflum Práins, og ekki að ósekju, því að hann er aðeins 14 ára að aldri, en furðulega þrosk- aður taflmaður. Er ekki ólíklegt að ælla, að hann, ekki síður en Sveinn Porvaldsson, sje afbragðs skákmannsefni, ef dæma má eftir þeim þroska, sem hann þegar hefir náð í skák. 4. verðlaun tók Kristinn Jónsson frá Húsavík með 6 vinningum. Næstir urðu: Jóh. Havsteen Akureyri 5'/?, Porst. Gíslason Rvík 5'/2, Aðalsteinn Bjarnason Akureyri 5, Guðm. Matthíasson Gagn- fræðaskólanum 5, Jón Hinriksson Akureyri 41 /2, Einar Ólason Pórs- höfn 4, Karl Ásgeirsson Akureyri 3 og Ingvar Guðjónsson Akur- eyri 2 vinninga. í 111. flokki keplu 10 manns. Skiftu með sjer 1. og 2. verð- launum Björn Einarsson og Finnur Níelsson, báðir frá Akureyri. Hlutu 6 72 vinning hvor. Eiga þeir að keppa til úrslita og sigur- vegarinn að taka sæti í II. flokki. 3. verðlaun tók Sæmundur Páls- son á Akureyri með 6 vinningum. Næslir urðu: Vilhjálmur Hjartarson Siglufirði 5V2, Jóel Hjálm- arsson Akureyri 4’-/2, Sigurður Pjetursson Akureyri 4V2, Gunnl. Guðjónsson Akureyri 4, Ingólfur Hinriksson Akureyri 3'/2, Ole Hertevig Akureyri 3, Pórir Guðjónsson Akureyri 1 vinning. Pórir veik snemma af þinginu, og honum því dæmdar tapaðar skákir þær, er hann átti ótefldar. Skákþing þetta fór hið besta fram. Skákstjóri var Einar J. Reynis. Kom aldrei til kasta hans, að hann þyrfti að skerast í leik hjá kepp- endum nje skera úr deilumálum. — Áhorfendur sóttu margir Skák- þingið alla dagana og fylgdu leikjum með áhuga. — Var og fylgt með áhuga töpum og sigrum víðsvegar að af landinu, einkum í Reykjavík, og birti »Morgunblaðið« þar daglega úrslit hvers um- gangs, hverjir tefldu sainan o. s. frv. Að Skákþinginu loknu var efnt til kaffidrykkju á þingstaðnum. Var þá verðlaunum úthlutað og Eggert Gilfer rjett skrautritað skír- teini fyrir skákmeisfaratigninni. Ýms minni voru flutt og skákmál rædd, en að lokum var sest við spil og tafl og stóð hófið fram eftir nóttu. Skyldu menn þá glaðir og reifir.

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.