Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Blaðsíða 18

Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Blaðsíða 18
64 ISLEnSkT SKÁKBLAÍ) AÐALFUJNDUR SKÁKSAMBAADS ÍSLANDS. Þriðji aðalfundur Skáksambands íslands var seltur og haldinn í Samkomuhúsi Akureyrar dagana 22. og 28. apríl og 4. maí síðastl. Forseti Sambandsins, Ari Ouðmundsson, setti fundinn og stjórn- aði honum síðan. Mættir voru og ritari Sambandsins, J. H. Hav- steen, og gjaldkeri, Karl Ásgeirsson. Þessir fulltrúar úr öðrum skák- fjelögum voru og mættir: Frá Taflfjelagi Reykjavíkur: Pjetur Zóp- hóníasson, Eggert G. Gilfer, Sigurður Jónsson og Þorsteinn Gísla- son. Frá Skákfjelagi Hvammstanga: Ófeigur Þorvaldsson. Úr Skák- fjelagi Blönduóss: Jónas Jónsson. Úr Taflfjelagi Sauðárkróks: Sveinn Porvaldsson. Úr Skákfjelagi Siglufjarðar: Sveinn Hjartarson og Vil- hjálmur Hjartarson. Úr Skákfjelagi Hörgdæla: Baldur Guðmunds- son. Úr Skákfjelagi Akureyrar: Sig. Ein. Hlíðar, Stefán Ólafsson og Porsteinn Thorlacius. Fer hjer svo á eftir útdráttur úr gerðabók fundarins: I. mál. Sambandslögin. Út af þessu máli spunnust all-ítarlegar umræður, einkum út af inntöku Taflfjelags Reykjavíkur í Sambandið. Bar Pjetur Zóphóníasson fram svolátandi tillögu: »Aftan við 11. gr. Sambandslaganna komi: Þessari grein og 8. gr. Sambandslaganna verður ekki breytt nema með sam- þykki Taflfjelags Reykjavíkur.« Var tillaga þessi borin undir atkvæði og samþykt eftir nokkr- ar umræður. II. mál. Inntökubeiðni Taflfjelags Reykjavíkur. Þá var lögð fram inntökubeiðni Taflfjelags Reykjavíkur í Skáksambandið. Var hún samþykt með lófaklappi. III. mál. Reglugerð fyrir Skákþing íslendinga. Forseti lagði fram uppkast að reglugerð fyrir væntanleg Skákþing íslendinga Var samþykt, að uppkast þetta gilti fyrir þessa árs Skákþing, en nefnd kosin til þess að athuga og koma fram með breytingar á uppkastinu, ef þurfa þætti. í nefndina voru kosnir: Pjetur Zóphóní- asson, Ari Guðmundsson og Sig. Ein. Hlíðar. IV. mál. Reglugerð fyrir símskákir. Til þess að semja og leggja fram reglugerð fyrir símskákir, voru kosnir í nefnd: Ari Guð- mundsson, Pjetur Zóphóníasson og Stefán Ólafsson. Var nú fundi frestað, þar til þessar nefndir hefðu lokið störfuni. Hinn 28. apríl kom fundurinn saman aftur. Höfðu þá nefnd- irnar lokið störfum sínum og lögðu fram endurskoðaða reglugerð fyrir Skákþing íslendinga og reglugerð fyrir símskákir. Voru báðar

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.