Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Blaðsíða 4
50
ÍSLÉNSKT SKÁKBLAÐ
fremstu röð og skal hjer telja sigra hans: Hamburg 1910 7.-8.
verðlaun, Karlsbad 1911 8, —11. verðlaun, Stokkhólm 1912 1., Schve-
ningen 1913 1., Pjetursborg sama ár 1.—2., stórmeistaraþinginu í
sama bæ 1914 3. verðlaun. í Mannheim 1914 var hann efstur (9
vinningar af 11 skákum), þegar heimsstyrjöldin skall á og sleit þá
því þingi.
Á ófriðarárunum átti Aljechin við mikil vandræði að búa og
komst með naumindum úr lífsháska á byltingartímum Rússa. Sjálfur
þykist hann varla hafa teflt 20 skákir þessi ár. Aftur kemur hann
fram á allsheijarskákþingi Rússa 1921 og vann 1. verðlaun, en tap-
aði engri skák. Svo 1922 í Pistyan 1.—2. verðlaun, London sama
ár 2., Hastings 1. verðlaun, en í Vín 4.-6. verðlaun, Margate 1923
2.-3. verðlaun, Karlsbad sama ár 1.--3., New York 1924 3., Baden-
Baden 1925 1. verðlaun án þess að tapa skák, Hastings 1926 1.—
2., Dresden sama ár 2. og í Semmering 2. verðl. Nú síðast hefir
hann teflt á sex-meistaraþinginu í New York og hlaut þar 2. verðl.
Annar maðurinn, E. D. Bogoljubow, er einnig Rússi, fæddur í
Kiew 1889. Fyrsta þátttaka lians í meistaraþingi var í Mannheim
1914. Vegna styrjaldarinnar, sem þá skall yfir, var hann kyrsettur
í Pýskalandi, þar eð hann var Rússi að þjóðerni, og varð að vera
þar þangað til stríðinu lauk. Á þessum árum efldist hann mjög
að skákstyrk og 1919 var hann talinn meðal fremstu stórmeistar-
anna. Skal hjer einnig telja sigra hans: Stokkhólm 1919 1. verð-
laun, Gautaborg 1920 3., Kiel 1921 1., Pistyan 1922 1., London
1922 5., Karlsbad 1923 1.—3. verðlaun. En mest eru afrek hans
1915: í Baden-Baden 4. verðlaun, Breslau 1., Leningrad 1., Moskva
1. og 1926 í Berlín 1. verðlaun. Bogoljubow er ekki staddur á
þinginu í New York, en það er flestra álit, að hjer fái heimsmeist-
arinn nóg að starfa að verjast þessum snilling.
Þriðji maðurinn er A. Nimzowitsch, sem er landi hinna tveggja.
Hann er fæddur í Riga 1886. Hann heíir þegar í 20 ár verið talinn
meðal fremstu stórmeisíaranna, en þó eru afrek hans merkust síð-
ustu 3 árin, er hann vann 1.—2. verðlaun ásamt Rubinstein í
Marienbad 1925, og árið sem leið á meistaraþingunum í Dresden
og Hannover 1. verðlaun án þess að tapa skák. Hann var þátt-
takandi í skákþinginu í New York og náði þar 3. verðlaunum.
Um taflmensku þessara þriggja meistara er í stuttu máli það
að segja, að Aljechin er talinn djarfasti og fjölhæfasli skákmeistari
nútímans. Bogoljubow er einnig kunnur að liðugri og fjölbreyttri