Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Side 24

Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Side 24
70 ISLENSKT SKÁKBLAÐ Innlend. Að loknu síðastl. Skákþingi íslendinga á Akureyri tefldi Eggert G. Gilfer samtímaskák við 25 manns í stóra sal Samkomuhússins. Voru teílendur flestir 11. og III. flokks frá Skákþinginu, en 3 af þeim, er tefldu í I. flokki. Úrslit urðu þau, að Eggert vann 16, tapaði 5 og gerði 4 jafntefli. Skákfjelög flesl eru nú að hætta fundum sínum í þetta sinn, því að vorannir og störf kalla rnarga að heiman. Skákblaðinu þykir ekki ósennilegt, að eitthvað frjettnæmt sje frá skákfjelögum lands- ins, en þau eru einkar dauf með að senda því frjettir og smápistla. Blaðið hefir að vísu ílutt frjettir um símaskákir þeirra og önnur stærri afrek, en það er ærið margt annað, sem frjettnæmt gæti verið. Vill nú Skákblaðið enn sem fyr biðja skákfjelög landsins að senda því pistla um ýmislegt það, sem fyrir kemur hjá þeim, skákstyrk manna, kappskákir, fjelagsmál, sem nokkru varða o. s. frv. og mun blaðið fúslega birta það, sem einhverju máli skiftir. 13 R .7 E I' A 13 Á I. Iv U 13 . Stjórri Skákfjelags Hvammstanga! Brjef yðar frá 19. apríl með- tekið og innihald þess athugað. Er Skákblaðinu Ijúft að verða við ósk yðar um, að birta athugasemd yðar. Getur blaðið þó ekki látið hjá líða að láta í ljós, að því virðist umsögnin, sem hjer um ræðir, sett fram svo meinlaust og með svo góðum hug til beggja skákfjelaganna, að ekki væri ástæða til fyrir yður að þykkjast af. Hafi þessu nú þó verið svo varið, að þjer hafið ástæðu til þykkju, vill blaðið fúslega gera yfirbót og birta athugasemd yðar, eða það af henni, sem máli skiftir, og væntir með því, að því máli sje lokið. Athugasemd. »Vegna klausu einnar í 2. tbl. ísl. skákblaðs þ. á. um viðskifti Skákfjel. Hvammstanga og Blönduóss, leyfum vjer oss að gera svo- felda athugasemd: Formaður Skákfjel. Blönduóss tilkynti oss vænt- anlega símaskák 2 dögurn áður en hún skyldi fram fara. Vjer átt- um hálf óþægilegt með að verða við áskoruninni þann tiltekna dag, aðallega sökum þess, að nokkrir taflmenn vorir eiga heima fram í sveit, eru annara hjú eða bundnir á annan hátt og eiga ekki heim- angengt fyrirvaralaust. Höfðum vjer auk þess teflt stmaskákir tvær

x

Íslenskt skákblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.