Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Blaðsíða 21

Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Blaðsíða 21
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ 67 Pjeiur Zóphóníasson, Reykjavík. Ari Guðmundsson, Akureyri. Jóh. H. Havsteen, — Afgreiðslumaður blaðsins var kosinn Karl Ásgeirsson, Akureyri. XVII. mál. Heiti fjelaganna innan Sambandsins. Tillaga kom frá Stefáni Ólafssyni á þá leið, að öll fjelög innan Sambandsins notuðu sama heiti, þannig að orðið »Skák-« eða »Tafl-« væri sett fyrir framan. Þessu máli var skotið til úrskurðar Sambandsstjórnar. Fleira var ekki fyrir tekið. Fundi slitið. SKÁKÞRAUTIR. Pær hafa jafnan þótt og þykja enn þá bæði skemtilegar og fróðlegar og auk þess eru þær nauðsynlegur liður til eflingar skáklistinni. Vel samin skákþraut, sjálfsmát, taflstaða og endatafl getur stytt mörgum inanni stundir, einkum þeim, sem þannig eru settir, að þeir geta ekki sótt skákþing eða tekið beinan þátt í skáklífinu. Erlendis eru oft á ári haldin hin svonefndu »Skákþrautaþing«. Eru þau vanalega samfara aðalfundi og skákþingi einhvers sam- bands eða einstaks fjelags. Peir menn, sem við þetta fást, senda þrautir sínar skriflega á þingið og eru þær dæmdar þar til verð- launa. Margir hafa orðið heimsfrægir fyrir skákþrautir sínar. Skal hjer t. d. nefndur Samuel Lloyd, sem sumir okkar munu hafa sjeð þrautir eftir og ef til vill fengist við að ráða. Vjer íslendingar höf- um lítið við þetta fengist, en þó skal hjer nefna menn, svo sem Ara Guðmundsson bankabókara, Akureyri, Halldór Arnórsson ljós- myndara, Reykjavík, og Hannes Hafstein, ísafirði, sem allir hafa fengist við verkefni þetta og búið til skákþrautir, sem boðlegar eru hvar sem vera skal. Vjer notum hjer tækifærið til þess að láta í Ijós mikla undrun vora yfir því, að ekkert skuli hafa verið minst á þetta nauðsynja- mál skáklífsins á aðalfundum Skáksambands íslands. En vjer teljum ástæðuna fyrir þessu vera þá, hve mörg önnur nauðsynleg störf hafa legið og liggja enn þá fyrir. Skákblaðið vonar nú fastlega, að Skáksamband íslands taki hjer rneð upp sömu venju og erlend skáksambönd,'að efna hjeðan

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.