Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Blaðsíða 19

Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Blaðsíða 19
ÍSLÉNSKT SKÁKBLAt) 65 reglugerðirnar bornar undir atkvæði og samþykfar eins og þær lágu fyrir. Var og samþykt, að láta prenta þær báðar. Var svo haldið áfram dagskrá. V. mál: Myndun meistaraflokks. Sig. Ein. Hlíðar bar fram svo- látandi tillögu: »Par sem fyrirsjáanlegt er, og það í náinni framtíð, að þátttaka í I. flokki Skákþings íslendinga getur orðið svo mikil, að til vandræða horfi sakir tímaleysis, ályktar fundurinn að skora á stjórn Skáksambandsins að athuga til næsta aðalfund- ar, hvort ekki sje gerlegt, að stofna meistaraflokk eða I. flokk A., en aðrir I. flokks menn sjeu í svonefndum I. flokk B.« Þessi tillaga var svo borin undir atkvæði og samþykt. VI. mál. Pá bar Sig. Ein. Hlíðar fram svolátandi tillögu: »Fundurinn felur Sambandsstjórninni að semja við Tafl- fjelag Reykjavíkur um skákborðið frá W. Fiske, svo að á því standi letrað nafn skákmeistara íslands eftirleiðis sem hingað til,« Tillagan var samþykt. VII. mál. Verðlaun á Skákþingi fslands á Akureyri 1927. For- seti lagði fram svolátandi áætlun Sambandsstjórnarinnar um pen- ingaverðlaun á Skákþinginu: 1. flokkur: II. flokkur: III. flokkur: 1. verðlaun kr. 50,00 kr. 30,00 kr. 20,00 2. - — 40,00 - 25,00 - 15,00 3. - 30,00 - 20,00 - 10,00 4. - 20,00 - 15,00 Var samþykt, að þessi verðlaun yrðu veitt. VIII. mál. Skákreglur. Pjetur Zóphóníasson bar fram svolát- andi tillögu: »Sambandið felur stjórn sinni að fá gefnar út skákreglur, sem gilda skuli á landi hjer, enda sjeu í fullu samræmi við alheimsskákreglur.« Tillagan var samþykt. IX. mál. Innganga Skáksambands íslands í Skáksamband Norð- urlanda. Var þetta rætt nokkuð og ákveðið að ganga í þetta Sam- band, ef fjárhagur leyfði. X. mál. Innganga Skáksambands íslands í Alþjóða skáksam- band F. í. D. E. Var þetta einnig rætt nokkuð og ákveðið að ganga í þetta Samband, ef fjárhagur leyfði. Svolátandi tillaga kom frá Sig. Ein. Hlíðar: »Fundurinn skorar á stjórn Sambandsins, að skipa sjer til 9

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.