Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Blaðsíða 23

Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Blaðsíða 23
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ 69 12. Bc4-d5! e6Xd5 13. Da4Xc6f Ke8-dS 14. Dc6Xa8f Kd8-d7 15. Da8-b7f Kd7-e6 16. Db7—cóf Bf8-d6 17. Be3-f4 Oefið. Emil Schallop var fæddur í Friesack á Pýskalandi 1843. í fyrstu stundaði hann heimspeki, en svo gerðist hann forstjóri fyrir hrað- ritunardeild ríkisþingsins þýska. Hann var jafnan talinn með fremstu skákmeisturum sinnar tíðar og töfl hans þóttu sjerlega eftirtektar- verð vegna lipurðar og fjörs, og oft fjekk hann fegurðarverðlaun á alheims-skákþingum, enda stóð hann þar jafnan ofatlega í röð skákmeistaranna. SKÁKTÍÐINDI. Erlend. 50 ára afmæli sitt heldur Skáksamband Pýskalands í Magde- burg 17.—30. júlí þ. á. Verður þá um leið háð meistaraþing (1. verðlaun 3000 mörk) og aðalskákþing (1. verðl. 1500 m.). Skáksamband Berlínar heldur 100 ára afmæli sitt í júní og þá um leið skákþing fyrir »amatör«-meistara. Reti tefldi 23. mars í Nurnberg 15 blindskákir við bestu skák- menn tveggja fjelaga þar. Stóðu skákirnar yfir í 51/2 klukkustund, en úrslitin urðu + 6 -r- 2 = 7. Skákmeistaratignina fyrir London vann í þetta sinn O. Thomas með 12’/2 vinning af 15 skákum. Meislaratign fyrir París vann L. Schwartzmann með 13’/2 vinn- ing af 16 skákum. Meistaratignina fyrir Prag vann í þetta sinn Fr. Thelen með 10 vinningum af 12 skákum. Meðal keppendanna voru þeir Opö- censky (7’/s vinning) og Kromadka (6V2 vinning). Meistaraþing var háð þar í borginni 2. apríl. Ákveðið er, að einvígið um heimsmeistaratignina skuli háð milli Capablanca og Aljechin í september þ. á. í Buenos Aires.

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.