Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Blaðsíða 3

Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Blaðsíða 3
Í S L E N S K T SKÁKBLáB. ítqefasdi : SKÁKSAMBAND ÍSLANDS, íioheyri. II. árg. Akureyri 15. mal 1927. 3. hefti. KEPPBNDURIVIR UM HEIMSMEISTARATIGNINA. Rjett um 6 ár eru nú liðin síðan Capablanca vann heimsmeist- aratignina í skák af Dr. E. Lasker. Mikið hefir verið talað um það síðan, hvort einhverjum yngri stórmeistaranna gæfist ekki tækifæri til þess að berjast um þessa eftirsóttu tign, og stóðu þeir þá næstir til þess Rubinstein og Aljechin. Hinn fyrnefndi var þegar löngu búinn að geta sjer frægð um heim allan og stóð áður næstur Capablanca til að fást við E. Lasker, en honum yngri menn voru þá einnig risnir upp og hafa síðan getið sjer enn meiri orðstír. Meðal þeirra var Aljechin fremstur. Var mikið talað um það árið 1922, að stofna til einvígis milli hans og heimsmeistarans, en vegna fjárhagslegra örðugleika um allan heim eftir styrjöldina miklu varð ekkert úr þessu nema umtalið eitt, og þegar næsta ár sýndi Capablanca á skákþinginu í London svo mikla yfirburði yfir aðra meistara, að skákvinir álitu það þá tilgangs- laust, að leggja fram fje. Lasker dró sig algerlega í hlje frá alvar- legum skákum og kom fyrst aftur fram á sjónarsviðið 1924. Sýndi hann þá aftur hinn frábæra skákstyrk sinn, þótt hniginn væri að aldri, og var nú um stund ekki um annað talað en stofnað yrði til nýs einvígis milli hans og Capablanca. En Lasker hafði þegar eftir einvígið tekið það fram, að nú væri hann of gamall orðinn til þess að ráðast í slíkt framar; hann mundi ekki hugsa til hefnda, en hjer lægi verkefni handa yngri meisturunum til meðferðar. Þá stóð Aljechin næstur, enda hafði liann nú greinilega sýnt það, að hann væri verður þess. Síðan hafa bæst 2 menn við, þeir Bogoljubow, eftir sigurför sína 1925—6, og Nimzowitsch, eftir hinn mikla orðstír, sem Irann hefir getið sjer síðastliðið ár. Aljechin og Nimzowitsch lrafa opinberlega skorað á heims- meistarann, en ekki Bogoljubow. Þó skal hjer talað um alla þrjá, þar eð líklegt er, að einhver þeirra muni ganga á hólminn þetta eða næsta ár. Alexander Aljechin er fæddur í Moskva 1892. Snemma gerðist hann skákmannsefni mikið, og þegar 16 ára gamall sigraði hann í einvígi meistarann þýska Bardeleben (+ 4 — 0). Síðan hefir hann kept á mörgum meistaraþingum og jafnan staðið fremstur eða í

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.