Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Blaðsíða 22

Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Blaðsíða 22
68 ISLENSKT SKÁKBLAÐ af til skákþraufaþings á hverju ári samfara Skákþingi íslendinga, og sjá svo um, að skákvinir í sveitum og kaupstöðum landsins fái áhuga fyrir og ánægju af málefni þessu. J. H. H. S K Á Iv M E I S T A R I L Á I' I N N . Pann 15. janúar síðastl. andaðist í Frakklandi skákmeistarinn frægi David Janowski. Hann var fæddur í Póllandi 25. maí 1868. Ungur fór hann frá æltjörð sinni og til Frakklands. Bjó hann lengst æfi sinnar í París, enda hafði hann gerst franskur ríkisborgari. Eftir 1890 var hann um áratug talinn með allra mestu stórmeisturum skáklistarinnar. Á þessum árum tók hann þátt í mörgum stór- meistaraþingum og stóð hann þar jafnan í fremstu röð. Árið 1908 var hann einn keppandinn á »Campion«-þinginu í Ostende, ásamt Tarrasch, Schlechter, Tschigorin og Burn. En þessu þingi var líkt farið og skákþinginu síðasta í New York, nefnilega undirbúningur undir einvígið um heimsmeistaratignina. 1909 tefldu þeir Lasker saman 4 kappskákir og unnu sínar 2 hvor þeirra. 1910 tefldi hann einnig við Lasker og þá um heimsmeistaratignina, en tapaði þar (+ 1 7). Á styrjaldarárunum miklu fluttist Janowski til New York og hafði síðan heimili sitt þar. Síðast tefldi hann á stórmeistaraþinginu í nefndri borg 1924, en þá var minna farið að kveða að skákstyrk hans vegna lasleika, sem hann þjáðist mjög af seinni hluta æfi sinnar. Janowski þótti jafnan einhver djaifasti og fjölhæfasti skák- maður sinnar tíðar og mörg töfl hans eru einkennilega fögur vegna lipurðar en þó djúpsærrar hugsunar sem í þeim felst. Hjer fer á eftir skák, er hann tefldi á stórmeistaraþinginu í Nurnberg 1896. Drotningarbragð. JANOWSKI. SCHALLOP. Hvitt: 1. d2-d4 2. c2—c4 3. Rgl—f3 4. e2—e3 Svart: d7 — d5 d5Xc4 c7—c5 e5Xd4 Leikur, scm oftasl nær hefnir sín. 5. e3Xd4 Bc8-g4 Oftast er betra að leika e7—e6. 13 6. BflXc4 e7—e6 Hvítur hótaði BXf7f. 7. Ddl—a4 Ekki Rd7 vegna 8. Rf3-e5 Bosti leikurinn. 9. Re5Xc6 10. Bcl—e3 11. Rbl—c3 Rb8 — c6 Re5, Rf6; 9. Bg5. Dd8—d4f Dd4—e4f b7Xc6 De4Xg2

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.