Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 8
20 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ mörgum sambandsfélögum. Þetfa þarf að breytast sem fyrst. Og eg vona fastlega að svo verði þeg- ar fél. sjá hversu litla fyrirhöfn það kostar í raun og veru, ef rétt er á haldið. St. Bj. Gildi íþróttanna. (Úr bréfi.) Mér er það ánægja, ef ég gæti orðið Iþrótta- blaðinu að einhverju liði, og tel skyldu hvers manns að gera það, sem hann gefur, til þess að greiða viðgang íþróttanna. Islendingar skilja því miður fæstir enn þá, að íþróftamálið er stórmál — kann- ske stærst allra mála. Ef kláði finst á rollu austur í Ölvesi, hlaupa allir upp til handa og fóta til þess að afstýra þeim ófögnuði, sem rétt er. Þar eru fjármunir í veði. En þó að hehningurinn af æsku- lýð þjóðarinnar verði eins og vesælar kláðakindur alla sína æfi vegna þess, að svo fáir kunna að hirða á sér skrokkinn — um það fæst enginn. Til þess að fólk læri að meta gildi íþróttanna, þurfum við að reyna að sýna fram á, að mannslífið lengist og að vinnutími einstaklingsins og afköst hans aukist svo og svo mikið. Og þetfa er hægt; íþróltamálið er að öðrum þræði »praktist« spurs- mál. Ef að þessu verður troðið inn í hausinn á fólki lærir það kannske síðar smámsaman að skilja hina hlið íþróttamálsins, þá hliðina, sem gefur ó- beina hagnaðinn, — aukna andlega heilbriqði, sem er skilyrði allra varanlegra framfara. Því að öll þróun og framför er í insta eðli sínu ekki annað en göfgun þess, sem fyrir er. Og við verðum víst sammála um, að það muni hollast, bezt og létfast að byrja alla göfgunarstarfsemi á — sínum eigin skrokk — og síðan á annara. Framkvæmdanefnd næstu Olympiuleika held- ur fund 22. apríl næstk. Fyrir þann fund verður lagt bréf í. S. I. um þátttöku íslendinga í leikun- um og um að koma glímunni okkar þar inn, segir í svari Alþjóðanefndarinnar til stjórnar I. S. I. Vetraríþróttir Norömanna. Skíðagöngur og skautahlaup. Sá sem dvelur um tíma í Noregi að vetrarlagi getur ekki Iengi gengið þess dulinn, hver feikna ítök skíðaíþróitin á í þjóðinni. Norðmenn eru heims- ins mesta skíðaþjóðj og! hafa jafnan haft forustuna í öllu því, sem snertir framfarir þessarar íþróttar. Má svo heita að þjóðin fæðist á skíðum, — að minsta kosti elst hún upp á skíðum, því krakkarnir fá þar skíði á fæturnar undir eins og þau eru orðin sæmilega rólfær. Og undir eins og þau fara að vaxa úr grasi ágerist skíðanotkunin, því margt er gert til að halda áhuganum fyrir íþróttinni vak- andi, og æðstu verðlaun fyrir skíðagöngu og -hlaup eru þau sigurlaun, sem mest er sókst eftir í norsk- um íþróttaheimi. Skíðafélög eru í hverri sveit og halda þau árlega kappmót; en sigurvegarar þeirra mótta hittast svo og keppa í hinum stærri mótum, sem haldin eru fyrir sérstök fylki eða landið alt. Frægust hinna stærri móta, — sem flest eru hald- in um mánaðamótin febr.—marz, — eru »Lands- rendet*, sem haldið er til skiftis hér og hvar um landið, »Graakal-rendet« við Niðarós og — Holmen- kollenhlaupin, sem fara fram í nágrenni höfuðborg- arinnar. Síðastnefnd hlaup mega teljast frægusiu skíðahlaup, sem háð eru í veröldinni og sigurveg- ararnir þaðan verða hálfgildis þjóðhetjur. Skíðaíþróttin er þjóðaríþrótt Norðmanna, á sama hátt og glíman er — eða á að vera — þjóðar- íþrótt vor. Engin íþrótt er jafn vinsæl og hún í Noregi. En sú vetraríþrótt sem næst gengur henni að vinsældum, eru skautahlaupin. Norðmenn hafa lengi átt frábæra menn í þeirri íþrótt, svo sem Oscar Mathiesen, sem vann heimsmeistaranafn mörg ár í röð og unnið hefir afrek í skauta- hlaupum, sem engum hefir enn tekist að yfirstíga. Vmsa aðra afreksmenn hafa Norðmenn átt í þess- ari grein síðan, sem öðru hverju hafa náð heims- meistaratign. Um þau metorð er oftast kept í febrúar, skömrnu eftir að háð hefir verið sam- kepnin um Evrópumeistartignina. Þess ber að geta, að í skautahlaupum og þó ennfremur skíðagöngum er vart hægt að miða af- rek manna við met þau, sem þeir setja. Það er

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.