Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 19

Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 27 hér á meðan laugin væri svo langt í burtu og ó- þaltin. Sýndi loks fram á hversu bæjarstjórn Rvk væri búin að búa í haginn fyrir það, að hægt yrði áður langt um líður að kippa sundlauginni hingað til bæjarins. Og um leið sýndi hann hvar Sundhöllinni væri ætlaður staður. Guðm. Bjövnson, landlæknir, talaði næstur með sinni alkunnu orðsnild, um líkamsnientunarnauðsyn allra þjóða og þá ekki síður okkar Islendinga. Hver lifandi kynslóð ætti að ala upp aðra sér betri og hraustari, að einstaklingar bæði og stjórnarvöld öll ættu að hjálpast að því, með ráðum og dáð og á alla lund. Sundkunnátfa væri okkur lífsnauðsyn, bæði til bjargar og hreinlætis. Kvaðst hann ekki geta hugsað sér »hreina sál í skítugum skrokk*. Sund væri „íþrótt íþróttanna“, veifti alhliða æfingu. Sundhöll hér yrði bæði fyrir bæinn og landið alt, hana ætti því bæjar- og ríkis-sfjórn að kosfa að jöfnu. Vantaði sízt að landlæknir talaði vel, svo sem við mátti búast. Benedikt Gröndal, verkfræðingur skýrði frá ran- sóknum sínum á laugavatninu hér til hitunar húsa og til sundhallarnotkunar, samkv. teikn. Guðjóns Samúelssonar, sem myndir voru af í 1. árg. þessa blaðs, 4. tbl., kvað hann engin tormerki á þessu, og málið í heild svo mikisvert fyrir Reykjavíkur- bæ, að hann mætti ekki lengur láta þessa miklu náttúrugjöf liggja lítt- eða ó-notaða. Jónas alþm. Jónsson lýsti áliti sínu sem leik- manns á þessu máli. Taldi yfirbygða sundlaug hér það, sem bænum væri nú allra nauðsynlegast og landinu í heild sinni. Því ætti bærinn og ríkið í sameiningu að hrinda því í framkvæmd, eins og landl. hefði sagt. Benti á reynslu Reykdælinga með Laugaskólann. Kvað þetta verða að vera komið í lag fyrir 1930 svo að aðkomugestir þá mættu sjá, að við notuðum okkur fil gagns og þrifa þau gæði, sem landið okkar byði okkur. Ásgeir Ásgeirsson, alþm., fræðslumálastjóri, tók undir nota-lof það, sem sundinu hefði verið sungið. Nefndi heilbrigði- og þrifnaðar-aukningarreynslu erlendra skóla, þar sem sund væri sérstaklega kent. Kvað gleðilegan sundnámsáhuga Kennaraskóla- nemanda hér, þótt aðstaða væri ill, því þaðan væri útbreiðslu langmest að vænta. Benti á að fjárhæð sú, sem til þyrffi að koma þessu í framkvæmd, væri sárlítil í samanburði við notin, sem af hlytust. Sigurjón Pétursson, glímukappinn góði, kvað ekki hægt að minnast svo á sundmál hér, að ekki væri með þakklæti minst Páls Erlingssonar og nú sona hans. Var hann ánægður yfir þeim góðu orð- mn, sem þetta sundhallarmál hefði fengið hjá öll- um ræðumönnum hér og ekki sízt landlækni, en »við ættum að tala meira með vöðvunum, líkaman- um í heild, dagsdaglega; við íþróttamenn og íþrótta- vinir eigum að standa sjálfir fyrir framan orðin okkar“. Hér hefði átt að tala með stórri og fal-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.