Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 23

Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 31 dagaæfingar þá eigum við að taka upp þær, sem einhver fegurð og list er við. Svo er um skilm- ingar. »Flóret«-skilmingar eru með fallegustu leikj- um, sem til eru á að horfa og í þeim er hægt að fá nokkra tilsögn hér heima. Jafnvel hin grófa höggskilming er fallegri og mennilegri og ólíkt hermannlegri en hnefaleikar og þarf ekki heldur út fyrir landsteinana að leita, til að læra hana. Já, íslenzkir íþróttamenn! Ef þið óumflýjanlega þykist þurfa að taka upp einhverja bardagaíþrótt, þá takið upp þær, sem eru hermannlegar og sýna fullvita menn, en ekki þær, sem líkjast mest að- förum skynlausra skepna eða hálffrávita fyllirafta, þótt taldar séu boðlegar annarsstaðar eða jafnvel »göfugar«(!!). Sokol-félögin í Tékkoslóvakíu og þjóðrækni okkar. I 32. tbl. Lögrétfu, 4. ágúst í sumar, er góð grein eftir Skúla Skúlason, blaðamann, um þessi félög. Hann var viðstaddur félagamótið í sumar, 4.-6. júlí, og varð hrifinn af að sjá og heyra hversu miklu félög þessi hafa komið til vegar á þeim 65 árum, sem þau hafa starfað. Þar segir hann meðal annars: »Vfirleitt held ég, að Sokol-hreyfingin sé alveg sköpuð við okkar hæfi, þó vitanlega yrði í smærri stíl. Það er þjóðleg hreyfing, sem sameinar verk- efni íþróttafélaga og ungmennafélaga. Og ávöxtur- inn er glæsilegri en nokkurrar annarar íþrótta- hreyfingar í veröldinni, og alt það, sem maður sér hér á norðurlöndum af íþróttatagi, er eins og hjóm í samanburði við hana. Við getum held ég komið á slíkri hreyfingu heima með íslenzku sniði. En það er mikið verk að vinna. Flest gamla fólkið lítur en þá á íþróttir eins og hvern annan óþarfa, skilur ekki hót markmið þeirra. Og sumir þeir ungu hugsa altaf eins og slíkt gamalt fólk«. Þessa hreyfingu hófu Tjekkar upphaflega til þess að vernda þjóðerni sitt fyrir glötun, þegar þjóðin bjó undir oki Austurríkskrar Habsborgarastjórnar. Þeir gátu ekki stofnað pólitískt félag. En þá var að fara krókaleið. »Sokol- (þ. e. Fálka-) -félögin voru íþróttafélög, — leikfimisfélög. Það gat enginn bannað Tjekkum að iðka leikfimi«. Og í stefnu- skrá félagsins segir: »Vér viljum feta í fótspor Forn-Grikkja, sem töldu líkamsmenninguna jafn- mikilsverða andlegri menningu og gerðu líkams- mentun jafn hátt undir höfði og andlegri mentun í skólum sínum«. Og í síðustu skýrslu félaganna segir svo: »Starfsemin miðar að því að halda þjóðinni síungri og aftra úrkynjun, með því að halda líkams- krafti hannar óskertum sem og siðferðislegri og andlegri heilbrigði einstaklingsins, þannig að þjóðin með atgerfi sinni og dugnaði tryggi sér jafnan veglegan sess meðal þjóðanna«. »Með öðrum orðum, félögin eru bygð á líkams- menningu sem undirstöðu undir þá andlegu, og sem vörn gegn úrkynjun og ómensku. Bak við leikfimina má eygja hið eiginlega takmark félag- anna: verndun þjóðarstofnsins«. Gætum við ísl. ekki lært eitthvað gott af Tjekk- um í þessu efni? Þjóðin okkar virðist, nærri á hvað sem litið er, stödd í einskonar stefnuleysis og festuleysis ölduróti. Hana getur rekið upp á hvaða sker sem er. Þjóðina virðist vanta í sig festu, vanta drifatker, sem hún geti legið við og varist hrakningi og áföllum. Við höfum yfirleitt ekki átt til nokkra, átthaga- eða ættjarðarást — hvað sem öllu orðagjálfri um það líður — Það er hart að þurfa að segja þetta, en verkin sína merkin. „Nú kingja menn öilu því, sem útlent er, hvort sem það er ilt eða gott“.x) 1) Ur grein í Vísi 8. nóv. ’26, eftir Slt. Sk. um Bygöa- menninguna norsku. Þá grein ættu sem allra flestir Íslend- ingar aö lesa. En ég get ekki stilt mig um aö tilfæra hér þessar selningar úr henní, sem mér virðast eiga svo vel við okkur Islendinga og geta oröið okkur til lærdóms: „Bygöamenningin er þjóöleg og átthagaræknin undirstaða þjóðrækninnar. Atstaðar kemur fram eitthvað nýtt og nothæft fyrir þjóð- félagið sem heild. Ungmennafélögin norsku og frömuðir þeirra hafa unnið þjóðinni stórmikiö gagn. — — — Um eitt skeið var bygðamenningunni farið að hnigna, menn voru farnir að skammast sín fyrir sérkennin og skafa þau af sér. En nú er þetta öðruvísi.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.