Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 10
22 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 39’/2 og fékk önnur verðlaun og sigurvegarina í 50 km. göngunni, Gjöslien, 32V2 og 33 m. og fékk 6. verðlaun. I yngsta flokki stökk Sigm. Ruud 411/2 og 35 m. — Alls voru þáfttakendur mótsins — í öllum flokkum — nokkuð yfir 300, þar af um 90 í fyrsta flokki. Skautahlaup. Síðustu vikurnar hefir eigi verið talað meira um annan íþróttamann í Noregi en ungan mann, sem heitir Bernt Evensen. Hann hefir unnið sér meistaratign í þremur kappmótum hverju eftir annað, á einum einasta mánuði. Fyrst varð hann Noregsmeistari, síðan Evrópumeistari og síðast heimsmeistari. Spá sumir því, að hér sé upp risinn nýr Oscar Mathisen og þykir Norð- mönnum gott, að hann skuli bera norskt nafn. Um meistaratign á skautum er kept á fjórum vegalengdum: 500, 1500, 5000 og 10,000 metrum. Yrði of langt ’að rekja hér úrslit allra hlaupanna á hverju móti um sig og skal því að eins skýrt frá úrslitum hins síðasta. Noregsmótið var háð í Oslo 30. jan. Þáttakend- ur voru 10, þ. á m. hinir frægu hlauparar Roald Larsen og I. Ballangrud. Evensen varð fyrsti mað- nr á 1500 m., annar á 500 og 5000 m. og þriðji á 10,000 m. og vann mótið með 363,9261 stigum, en Roald Larsen varð nr. 2. — Sama dag vann Clas Thunberg meistaratign Finna á skautum með befri tíma en Evensen í öllum hlaupum nema því lengsta. Hálfum mánuði síðar var Evrópumótið háð í Stokkhólmi og mættust þeir þar Evensen og Thunberg. Evensen vann 5000 og 10,000 m. hlaupin en Thunberg hin tvö og var Evensen dæmd meistarafignin með 371,6418 stigum, en Thunberg fékk 369,6811. Næstur varð Ballangrud. I mótinu tóku þátt 8 Norðmenn, 3 Svíar og 4 Finnar. Og enn hálfum mánuði síðar, 27. febr., mættust þessir sömu garpar til að keppa um heimsmeist- aratignina, í Tammarfors í Finnlandi, Bernt Even- sen vann en sem fyr tvö lengstu hlaupin og hlaut hnossið með 378,4118 stigum, en Thunberg vann tvö þau sfyftri og fékk 375,4636 stig. Tímalengdin varð þessi: Evensen Thunberg 500 metrar 47,1 sek. 46,3 sek. 1 500 — 2,26,3 — 2,24,1 — >) 5 000 — 8,53,5 — 9,04,7 — 10 000 — 18,05,8 — 18,06,1 — Listhlaup. Heimsmót um meistaratign ílisthlaupi á skautum fyrir kvenfólk, fór fram í Oslo nýlega. Keppendur voru fáir, en á meðal þeirra var fyr- verandi heimsmeistari í listhlaupi, frú Scarbo jjaros frá Wien. Sigurinn var dæmdur ungri, norskri stúlku sem heitir Sonja Henie. Hafa úrslitin valdið miklum deilum, og þýzk og austurrísk blöð segja berum orðum, að Norðmenn hafi neytt meiri hluta síns í dómnefndinni til að kveða upp vísvitandi rangan dóm. Frú Scarbo ]aros hefir skorað á ung- frú Henie að keppa við sig á ný fyrir óvilhöllum dómstóli og hefir Sonja tjáð sig fúsa til þess. Fer það skautaeinvígi fram í Crystal Palace í London nú á næstunni. Sonja Henie er einnig Noregs- meistari í listhlaupi. Hér hefir verið skýrt nokkuð ítarlega frá tveim- ur greinum vetraríþróttanna. Er það gert meðfram vegna þess, að sú þjóðin, sem hefur forusfuna þar, stendur oss næst að hnattstöðu og frændsemi, þegar Færeyingar eru undan skildir, og enn frem- ur af því, að sérstaklega þessar íþróttir hafa löng- um flutt orðstír Norðurlandaþjóðanna út um heim- inn. Þrátt fyrir óstöðuga íslenzka veðráttu má eflaust gera miklu meira að iðkun þessara íþrótta en gert er. Og það er nauðsynlegt að leggja stund á þær, ekki sízt vegna þess, að sumaríþróttirnar verða ekki iðkaðar úti nema svo sfuffan tíma árs- ins. Vill því fara svo hjá mörgum, að allur hinn langi vetur fari alveg fil ónýtis og éti upp þann aukna líkamsþroska, sem íþróttamaðurinn hefir aflað sér að sumrinu. Með því móti getur ekki orðið um vaxandi íþrótt að ræða. Skíðagöngur og skautahlaup (með þeim íþróttum, sem þeim eru samfara, íshockey o. fl.) eru lang aðgengilegustu vetraríþróttirnar, sem vér eigum völ á hér á landi. 1) Nýtt finsld met.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.