Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 28
36
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
ooooooaoaoaooaaaooooaoocíooooaoofiíottoo
o
o
o
o
o
o
O tölublöð.
s
O
o
Iþróttablaðið
kemur út fyrst um sinn annan hvern mánuð — alls 12
Argangurinn lrostar 3 krónur. — Góðir,
áhugasamir lítsölumenn óskast. Sölulaun 20% af minst
5 einlökum. 25% af 30 eint. og þar yfir. Ritstjórn,
afgreiðslu og innheimtu annast Steindór Björnsson,
frá Gröf, Greltisgötn 10.
Gjaiddagi blaðsins er I. júlí. — Utanáskrifl er:
íþróttablaðið, Pósthólf 516, Reykjavík.
O
o
o
o
o
o
o
000000000000000000000000000000000000
o
o
o
o
o
o
o
o
um sjálfstæða þáfttöku ísl. á leikunum. Segir
nefndin að sér sé sérstök ánægja að sjá Islend-
inga taka þátt í leikunum sem fullvalda þjóð.
Kveður líún framkvæmdanefnd næstu Olympíuleika
munu á sínum tíma senda I. S. I. boð um þátt-
töku í leikunum. Glíman okkar getur þó enn ekki
komist inn á leikana, sem kapp-íþrótt, því að niinst
6 þjóðir þarf til að keppa í hverri íþróttagrein á
Olympíuleikunum. Hinsvegar er ekki ómögulegt,
að hún komist að sem sýningaríþrótt eins og í
London 1908 og Stokkhólmi 1912. Það er þó
ekki víst, því að nefndin má að eins hafa ákveðna
tölu slíkra íþrótta á leikunum.
Nú er hlutverk íþróttamannanna okkar að búa
sig nógu vel undir að geta tekið þátt í leikunum.
Af góðum gh'mumönnum eigum við nógu marga
til, þeir þurfa að eins að æfa jafnt og þétt og lifa
íþróttamannalífi engu síður en hinir, sem fram vilja
sækja.
Þá eru að eins eftir fjárhagsörðugleikarnir. Þar
vonum við að Alþingi hlaupi undir baggann, sam-
kvæmt umsókn I. S. I., sem nú er fyrir Alþingi,
þrátt fyrir það að í mörg horn er að líta.
En það, að koma fram sem sjálfstæð þjóð á
Olympíuleikunum — og ekki sízt, ef keppendur
hennar ná fram í fremstu raðir — er mjög mikils
um vert fyrir land og þjóð í heild sinni, og hefir
mikið að segja um íþróttahlutann af 1000 ára Al-
þingishátíðinni 1930.
Íslandsglímuna í ár á Glímufél. Ármann að
sjá um. Verður hún hér í Rvík 22. júní í sumar,
samkv. auglýsingu hér í blaðinu.
íþróttafélög landsins ættu að kappkosta að senda
þangað sína fegurstu, beztu og færustu glímumenn.
Er það ekki skammlaust fyrir okkur, hversu fáir
glímumenn. og þeir nær eingöngu hér úr Rvik,
hafa sótt þetta eina og merkasta glímumót landsins.
Aðalfundur í. S. í. verður haldinn hér í
Rvík 26. júní í ár, samkv. auglýsingu hér í blaðinu.
Skatt hafa þessi félög sent síðan síðasta blað
kom út:
U. M. F. »Dagsbrún«, Landeyjum, f. ’24, 10 kr.
Knattspyrnufél. »Valur«, Rvík, f. ’26 og ’27, 30 kr.
U. M. F. »Efling«, Reykjadal, f. ’26, 10 kr.
U. M. F. »Árvakur«, ísaf., f. ’25, 10 kr.
Iþróttafél. »Höfrungur«, Þingeyri, f. ’26, 10 kr.
U. M. F. Eyrarbakka, f. ’27, 20 kr. (almælisgjöf).
U. M. F. Svarfdæla, f. ’26 og ’27, 20 kr.
U. M. F. Mývetninga, f. ’27, 10 kr.
íþróttafél. »Hörður Hólmverji«, f. ’25 og ’26,
20 kr. (leyst upp).
íþróttafél. »Stefnir«, Súgandafirði, f. ’26 og ’27,
20 kr.
U. M. F. »AfíureIding«, Mosf., f. ’26 og ’27,
20 kr.
U. M. F. »Egill rauði«, Norðf., f. ’24—’26, 20 kr.
Glímufél. »Ármann«, Rvík, f. 27, 20 kr.
Ársskýrslueyðublöð hefir stjórn í. S. í. sent
öllum félögum, sem á skrá sambandsins standa,
ásamt tilmælum um að senda þau sem fyrst útfylt
til baka og skatt. Vonandi svara þau sem allra
flest og lála bæði í því efni og öllum öðrum sjá,
að þau séu vel lifandi. — »Nú er annað hvort að
duga eða drepast«.
Tillögurnar frá afmælisfundinum 28. jan.
síðastliðinn, hefir stjórn I. S. I. sent bæjarstjórn
Reykjavíkur ásamt erindi um nauðsyn þess, að
koma hér upp sundhöll, sem fyrst.
Einnig hefir hún sent Alþingi þær með beiðni
urn fjárveitingu til sundhallarinnar á tveim næstu
fjárhagsárum, sínar 50 búsundirnar hvort árið, á
móti bæjarstjórn Reykjavíkur, sem að auki mun
leggja Sundhöllinni ókeypis lóð.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Steindór Björnsson.
Prenlsmiðjan Gutenberg.