Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 21 alkunna, að þó ekki sé nema um venjulegt sprett- hlaup að ræða á góðri hringbraut, getur brautin sjálf og veðrið átt talsverðan þátt í því, að bæta fyrir keppendunum eða spilla, svo að metin verða misgóð þrátt fyrir jafngóða frammistöðu. Ekki á þetta hvað síst við þegar brautin er ís, hann gefur verið ágætur í dag en krarnur og illa gerður á morgun. Samanburður á metum frá ári til árs er því ekki réttmætur, nema tekið sé fult tillit til að- stæðanna. Þó eru skilyrðin aldrei jafnbreytileg og í kappgöngu á skíðum. Þar hefir bæði snjófallið og hitinn stórkostleg áhrif. Hentugasta hitastig fyrir skíðagöngur er 4- 6 stig, sé kuldinn meiri eða minni renna skíðin illa eins og allir vita, sem reynt hafa, og ef mjög víkur frá, verður að reyna að bæta skriðið með því að bera á skíðin og kemur það þó oft ekki að filætluðum notum. Hér skal sagt nokkuð frá tveimur helzfu skíða- mótunum, sem nú eru um garð gengin og barátt- unni um meistaratign, — sem að íslenzkri glímu- venju mundi heita konungstign, — í skautahlaupum. „Landsrendet" var í þetta skifti háð á Litla- Hamri, og þótti takast vel. Fór það fram 26. febr. (kappgangan) og 27. febr. (stökkin) í viðurvist 5000 áhorfenda, þ. á. m. konungs. Gönguskeiðið var 17 km. og gekk það á sfyðstum tíma Ole Hegge frá Bardu á 1 lím. 30 rnín. 6. sek., annar var Hagb. Haakonsen frá Oslo, en sjöundi maður varð Ole Kolterud á 1,34,46. Fljótasti maður í II. flokki var 1,36,12 á leiðinni. . Stökkin fóru fram í Lysegaardsbrekku, sem er öllu betri en Holmen- kollen-brekkan, en þó ekki nema í góðu meðallagi. Lengst stökk Tullin Thams, 47,5 m. í bæði skiftin. Er hann frægasti skíðastökksmaður Norðmanna. Ole Kolterud stökk 44 og 46,5 m., Ole Hegge 34 og 37,5 og Hagb. Haakonsen 36 og 39 m. Hegge hafði orðið 3. maður í 30 m. kappgöng- unni, sem einnig telst til þessa móts, á 2,56,22, en fljótastur var þar J. Stöa á 2,52,34. — Hér er ekki hægt að skýra frá aðferð þeirri sem notuð er við verðlaunaveitingar, því hún er talsvert flókin. Er tekið tillit til afrekanna í öllum greinunum og hvað stökkið snertir, ekki að eins til stökklengdar- innar heldur líka þess hve fallega er stokkið. Ole Kolterud fékk konungsbikarinn, er þykja beztu verðlaunin. Fyrstu verðlaun fékk Ole Hegge og önnur verðlaun Hagb. Haakonsen. Eru hér að eins nefndir þeir, sem keptu í fyrsta flokki. Auk þess er að jafnaði kept í »öldungaflokki«, II. flokki og unglingaflokki. í þeim síðastnefnda má sérstak- lega minnast á pilt, sem heitir Sigmund Ruud, og virðist ætla að verða stökkmaður með afbrigðum. Hoppaði hann þarna í brekkunni lengst hlaup allra: 49 og 50,5 metra, og var það ekki að eins talið lengsta heldur og fallegasta stökkið. í Odnes- brekkunni, sem eflaust er bezta skíðabrekka Noregs, hoppaði þessi sami piltur 72 metra og er það Evrópumet. Nafn hans mun oft sjást í norskum skíðafréttum í framtíðinni, ef að líkindum lætur. Þátttakendur þessa móts voru 184. Holmenkollen-mótið fór fram 2., 5. og 6. marz. Fyrsta daginn var 50 km. kappganga, sem 101 skíðamenn tóku þátt í. Var snjógangur þennan dag og skíðagatan því hálffull af snjó, er tafði mjög fyrir, ekki sízt þeim, sem forustuna hafði lengst af leiðinni og tróð brautina, en það var Olaf Kjell- botn frá Namsósi. Fljótastur varð H. Gjöslien á 4 t. 46 m. og 53 sek. og er það að kalla réltri klukkustund lengri tími, en fljótasti maður notaði í fyrra (3,45,19); svo niikið hefir færðin að segja. Annar varð Ole Hegge. M. Sætre varð nr. 9 og Hagb. Haakonsen nr. 25. Tveir Sviar tóku þátt í hlaupinu og urðu nr. 6 og 8. Laugardaginn 5. marz fór 17 km. gangan fram. Þar varð fyrstur Hagb. Haakonsen (1,14,16), annar Magnus Sætre (1,14,56), þriðji Olaf Kjellbotn, fjórði Ole Hegge og áttundi Ole Kolterud. Færð var góð, enda tók skeiðið um stundarfjórðungi styttri tíma en á Litla-Hamri. Daginn eftir fóru svo' fram skíðastökkin í Hol- menkollen-brekkunni. Sækja þangað venjulega 30 til 40 þúsund áhorfendur en í þetta skifti voru að eins um 10,000 viðstaddir enda var mesta hrak- viðri þann dag og hafði það áhrif á afrek hlaup- aranna. Ole Kolterud stökk 38>/2 og 40 m. afar fallega og fékk á ný konungsbikarinn. Tullin Thams stökk 4D/2 og 42J/2 (lengsta stökk mótsins) og fékk heiðursverðlaun kvenna (þáu hefir hann fengið 38 sinnum áður á ýmsum mótum). Ole Hegge stökk 31 og 31 m. og fékk 5. verðlaun, Hagbart Haakonsen 32>/2 og 35'/2 og fékk 1. verðl., Joh. Gröttumsbraaten (sigurvegarinn frá í fyrra) 36 og

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.