Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 23 Þær eru hollar og þroskandi fyrir allan líkaman, ef réit er að farið. Verður íþróttaiðkendum því ekki bent á aðra betri aðferð til þess að halda sér við yfir veturinn, en að iðka þessar útiíþróttir. Fyrst og fremst til þess að komast undan aftur- för að vetrinum. Og svo til þess að ná þeim fram- förum í þessum íþróttum, að vér þurfum ekki að vera langt á eftir öðrum þjóðum. Það fer illa saman að heita íslendingur og kunna ekki að hlaupa svell á skautum. Sk. Sl<. Frá Sambandsfélögunum. Afmælisgjöf til í. S. í. Með bréfi dags. 8. febr. síðastliðinn sendi Ú. M. F. Eyrarbakka skatí til sambandsins, og fylgdu þessi orð: »Skatturinn er að þessu sinni tvöfaldur. Við gerum það að gamni okkar þetta ár, vonum að sambandið sé lítilþægt þótt það sé nú orðið 15 ára. Það var fundur hjá okkur á laugardaginn var. Kom þar fram þessi tillaga og var samþykt í einu hljóði: »Fundurinn samþykkir, að U. M. F. Eyrarbakka greiði tvöfaldan skatt til I. S. í. fyrir yfirstandandi ár, í tilefni af 15 ára afmæli þess, og væntir þess eindregið að önnur félög innan sambandsins geri slíkt hið sama«. A fundinum voru 46 félagar. ]á, ef öll fél. í sambandinu — sem eru þar skráð (sjá aðra grein hér í blaðinu) — gerðu slíkt hið sama, þá væri mikið fengið, því »safnast þeg- ar saman kernur*. Og ættu fél. bráðlega að sjá árangur af slíkri gjöf ti'I sambandsins með afmæli?- gjöf frá því: sendimanni til félaganna til leiðbein- ingar og hjálpar. Leikmót íþrótta- og málfundafél. Kjalnesinga var háð síðastl. sumar (í 1. sinni?) á Kollafjarðar- eyrum sunnud. 29. ág. Keppt var þar í kringlukasti (3 menn), kúluvarpi (2), spjótkasti (2), langstökki (7) og ísl. glímu í tveim flokkum (4 í hvorum). Úrslit voru þessi: í kringlu, beggja handa: 1. Þorgeir Jónsson, 34,39+25,75 m. 2. Ásgeir Einarsson, 30,70+21,21 m. 3. ]ón ]ónsson, 28,05+23,00 m. I kúlu, beggja handa: 1. Þorgeir ]ónsson, 9,595+9,215 m. I spjóti, betri handar: 1. Ásgeir Einarsson, 44,07 m. Langstökk: 1. Þorgeir ]ónsson, 6,03 m. íslensk glíma: I. fl. 1. Þorgeir ]ónsson (næstir 2 bræður hans yngri). II. 1. Kristinn Hansson. »LeikvelIinum var ábótavant í ýmsu og vantaði báða kasthringana«, segir fulllrúi í. S. í. á mótinu. íþróttafélag Reykjavíkur varð 20 ára gam- alt 11. mars síðastliðinn. Heildsali Andrear ]. Ber- telsen, sem þá var hér verksmiðjustjóri í Ullarverk- smiðjunni »Iðunn«, var aðalstofnandi félagsins og formaður þess og kennari þar til hann flutti úr bænum 1910. Þessi liðnu 20 hefir fél. verið að smá vaxa og dafna. Það var framanaf að eins ein fimleikadeild fyrir pilta, en nú hefir það orðið starfandi 2 fimleikadeildir fyrir fullorðna pilta, 1 fyrir drengi og 2 stúlknadeildir. Og ætti það kost á meiru húsnæði, væri það vaxið enn meir. Ekki hefir það heldur legið á liði sínu hvað frjálsar íþróttir snertir eða önnur mál til eflingar íþróttum, eins og allir kannast við, sem lesið hafa íþróttablaðið og áður Þrótt, sem fél. stofnaði og gaf út um nokkurra ára skeið. í tilefni af afmælinu gaf fél. nú út vandað ein- tak af Félagsblaðinu, blaði sem það hefir haldið út meðal félagsmanna innbyrðis síðastliðið starfsár. Þetta afmælisblað er jafnstórt íþróttablaðinu tvö- földu. Er í því 20 ára starfssaga félagsins, í aðal- dráttunum, og 37 myndir frá þessum árum. Auk leikmótahalds og -þótttöku hefir það haft feiknmarg- ar fimleikasýningar með 1. fl. karla og báða kvenn- flokkana, en að eins 5 með drengjaflokkinn á 2 árum, og 1 með annan flokk karla. Flestar hafa sýningar þessar auðvitað verið hér í Reykjavík, 2 karlaflokkssýningar í Hafnarfirði, 1 á Þjórsártúni, 1 á Vífilsstöðum, 1 á ísafirði, 1 á Siglufirði, 5 á Akureyri, 1 á Húsavík, 1 á Seyðisfirði, 1 á Norð- firði og 1 á Eskifirði. 1. fl. kvenna hefir auk

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.