Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 17
tþróttablaðið. Ákvæði um afreksmerki íþróttasambands íslands. Afreksmerki í. S. í. er viðurkenning um frækni i iþróttum. Sérhver íslenzkur áliugamaður, innan vé- handa í. S. í., getur unnið þetta merki, ef hann fullnægir ]>eim skilyrðum, sem sett eru i reglum þessum. Sá áhugamaður telst islenzkur, sem lnisett- ur er ,á fslandi, enda tali hann islenzka tungu. Afreksmcrkið er úr gulli, silfri og cir.*) Sá sem á sama almanaksári leysir að minsta kosti eina þraut i liverjum þeirra iþróttaflokka, sem taldir eru liér á eftir, hlýtur eirmerkið. Hver sem í 4 ár (þótt ekki sé í röð) leysir árlega cina þraut í hverjum flokki, lilýtur silfurmerkið. Geri hann það í 8 ár (þótt ckki sé í röð), lilýtur hann gullmerkið. Xú verður einhver 82 ára að aldri á því ári, sem hann vinnur afreksmerkið, her lionuin þá gullmerk- ið, hvort sem liann áður hefir lilotið lægra merki eða ekki. Enginn má freista að vinna afreksmcrkið, nema hann sé fullra 18 ára að aldri. Þrautir ]iær sem leysa skal af hendi eru i V flokkum, ]>ær skulu loystar á stað og stund, sem félagsstjórn keppenda eða stjórn í. S. í. kveður á um, eða á almennu leik- móti. ller þá að taka fram utn leið og leikmótið er auglýst, að kept sé um afreksmerkið. Tveir eftirlitsmenn, er stjórn í. S. f. tekur gilda, skulu ætið vera viðstaddir. Að öðru leyti gilda sömu ákvæði og um íslenzkt met (sbr. 4. til 8. gr. i á- kvæðuin um met íslenzkra áliugamanna). N'ú úrskurðar stjórn f. S. f. að afreksmerkið sé unnið, skal þá senda merkið því félagi, sein hlut á að máli, gegn póstkröfu. Sá sem vinnur æðra inerki, missir rétt sinn til ]iess að bern lægra merki, sem hann kann að liafn unnið. Kappraunirnar eru þessar: I. flokkur. a) íslenzk glima. Keppandi skal sýna að liann sé æfður í íslenzkri glímu, og kunni öll glímuhrögð og varnir, sem lýst er í Glimuhók í. S. í. h) Fimleikar. Keppandi leysi af liendi próf undir stjórn fimleikakennara og tveggja manna, scm stjórn í. S. í. viðurkennir eða skipar. (Próf- reglur skulu samþyktar af stjórn f. S. f.). II. flokkur. a) 200 metr. sund i cinni lotu. III. flokkur. a) Hástökk, lágmark 1,85 metr. h) Langstökk, lágmark 4,75 metr. c) Stangarstökk, lágmark 2,20 metr. d) Hlaup 100 metr. hámark 13,8 sek. e) Hlaup 400 metr. hámark 06 sek. f) lllaup 1500 metr., hámark 5 min. 20 sek. I\'. flokkur. a) Kringlukast (samanlagt kast liægri og vinstri), lágmark 30 metr. Ii) Spjótkast (snmanlagt kast hægri og vinstri), lágmark 40 metr. c) Kúluvarp (samanlagt kast hægri og vinstri), lágmark 14 metr. d) Lyftingar fjórar raunir, lagmark: a) þyngri flokkur 225 kgr. li) léttari flokkur 200 kgr. V. flokkur. a) Sund 1000 metr., liámark 30 mín. (Þrekraunir). h) Gnnga á þjóðvegi eða hringhraut 50 km., liámnrk 7% klukkustund. c) Hlaup 10 km., hámark 50 min. d) Skautahlaup 10 km., liámark 28 mínútur. c) Skíðahlaup (ganga) 20 kni., há- mark 2 klukkustundir, 25 min. f) Hjólreið(ar) (á þjóðvegi eða liring- liraut) 20 km., hámark 55 min. g) Hluttaka i úrslita-kappleik á knatt- spyrnumóti fyrir alt land. Reykjavik, 28. janúar 1018. Stjórn „íþróttasambands íslands". *) Aætlað er að afreksmerkin kosti: Eirmerkið 1 kr., silfurmcrkið 2 kr. og gullmerkið (gylt silfur) 3 krómir.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.